þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Og þar hvarf það sem ég var búin að skrifa. Æi það gerist víst lítið þessa dagana, er að verða hálfgeðbiluð og farin að eyða einum of miklum tíma á Facebook. Hef víst ekki verið vinnufær og hangið á sjúkradagpeningum en er að fara í viðtal á fimmtudaginn og vona bara að eitthvað gerist og svo það skemmtilega, fer í skanna í næstu viku. Æi þetta er eitthvað hálftilbreytingarlaust allt saman enda þegar manni næstum hlakkar til að fara í einhverja sneiðmyndatöku eða eitthvað þá hlýtur maður að vera hálf geðklikkaður bara.

sunnudagur, október 12, 2008

Guð hvað lífið er skemmtilegt, ég reyndar frekar heppin en get ekki átt nein samskipti við íslenska banka, hvorki greitt námslánin mín né notað vísakortið. Jæja hef það samt ekki eins slæmt og fólk hérna sem er á námslánum eða bótum frá Íslandi.

Fór á útitónleika með Nicolai, fór með Ingu og stelpunum sem voru ekkert smá uppveðraðar og við Inga hefðum sko verið til í að vera orðnar svona 15 aftur, hann er svo sætur drengurinn.

fimmtudagur, október 09, 2008

Þetta er allt ágætt, gerist lítið í lífi mínu, haha. Hangi víst bara meira eða minna heima, get ekki unnið eða neitt. Orkulausari en allt en smám saman að verða betri og betri. blablabla, tuð, tuð, tuð.

þriðjudagur, september 30, 2008

Úffffffffffffff hef svo sem ekki mikið að segja sit eins og klessa upp í sófa með tölvuna og kveikt á sjónvarpinu. Og ég sem kann ekkert að vera í fríi gengur þetta bara ágætlega, ennþá á sjúkradagpeningum og orkulaus eins og ég veit ekki hvað. Fínt er kannski sæmilega hress í svona klukkutíma eftir að ég vakna og svo er það bara búið. Farin að reyna að borða meira af ávöxtum og grænmeti en ég hef gert, hef nú samt alltaf verið dugleg við það. Hef líka verið dugleg við vítamínið en nú er það alveg komið á planið og má ekki gleymast. Hef verið hjá Ingu undanfarnar vikur bara en dröslaðist heim til mín í dag og þetta er bara hálfeinmannalegt.

laugardagur, september 20, 2008






Vá orðið svo langt síðan að ég hef skrifað hér að allt er breytt.

Farin frá Köben og komin til Esbjerg.

Miklar breytingar hér líka sem ég vil ekki alveg ræða hér, en svona ein mynd til gamans, eða tvær, ja eða bara fimm

þriðjudagur, júlí 29, 2008

24° kl.19.30

Er eitthvað meira um það að segja?
Eyði 2-3 tímum í strætó og lest á dag og þessa dagana er ólíft inn í þessum fyrirbærum.
Núna er fínt að vera vinna vinnu sem er alltaf einhver útivera því núna er hún mikil. Snild.
Jæja best að þrífa aðeins áður en ég hendist í sturtu, takmarkið er að klára eldhúsið og helst baðherbergið, þarf svo að fara á fætur um miðja nótt til að ná í vinnu kl.07.00 í fyrramálið.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Og sólblómið á svölunum sprakk út í dag. Það gladdi mig óhemju, átti nú ekki von á því strax.

Steikin

Sit í svaladyrunum eins og klessa og hlusta á Ladda, ætlaði eiginlega að klára að pakka niður þannig að ég geti farið að þrífa, en kem engu í verk vegna hita, jú það lekur af mér svitinn þannig að líkamsstarfsemin er greinilega í lagi. Er líka komin með ísdellu, djís það hefði mér nú aldrei dottið í hug. Kenni sko hitanum um það. Jæja er ekki mikið eftir að pakka þannig að þetta ætti nú alveg að hafast þegar ég hefst úr svaladyrunum.

laugardagur, júlí 26, 2008

Engar fréttir eru góðar fréttir, ekki satt. Eyddi deginum ja eða seinnihluta hans úti í garði og við þvott, á reyndar eftir að dröslast niður og sækja restina, ekki alveg að hafa það af. En jæja ætti víst að hafa það af, klukkan að verða 22.00 og 22° úti samkvæmt mælinum. Annað hefur víst ekki gerst hér í dag.

Jæja farin út í sólina og 27° Þar sem ég er ekki enn orðin eldrauð, haha. Ætla einnig að hendast í þvottahúsið í leiðinni, jeijjjjjjjjjjjjjjjjj.

föstudagur, júlí 25, 2008

Hvernig væri svo að fara að Kvitta?

Erfitt, já það gæti verið það eða maður gæti allavega haldið það. Eitthvað var ég að hugsa í dag sem átti að fara hingað inn en ég man bara ekki hvað það er. Jæja get sett inn eina sæta sögu sem ég veit að Aðalheiður fílar, eða þannig ætli að hún æpi ekki af ógeði. Jæja fór í göngutúr með ungana í vinnunni í dag, við fórum að leita að öndum, sem fundust nú ekki og við vel byrgð af gömlu brauði. Jæja einhversstaðar kíktum við inn í helli og vorum að þvælast í allskonar gróðri, allt í einu er ég að stórum hluta komin í eitthvað viðbjóðslegt klístur, sem ég kippti mér svosem ekkert agalega upp við, bara tók í burtu en mér varð hugsað til Aðalheiðar - Þetta var köngulóarvefur!!!

Var ekki rauð á litinn þegar ég vaknaði í morgun en á alveg von á því að sú verði staðan á morgun, það var ekki kaldara eða minni sól í dag en í gær.

Jæja og ákvörðun er komin fyrir næstu mánuði í það minnsta, ja eða jafnvel ár.

Til Aðalheiðar



Einhvern vegin svona lítur dæmið út, 12 tímum eftir að ég fór á fætur og búin að fara í vinnu í millitíðinni. Ómáluð í steikjandi sól

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Er ég búin að vera svo lengi í Köben að mér finnst ekkert sem ég sé neitt merkilegt lengur?
Er þetta allt orðið svo eðlilegt og venjulegt?

Klippti greinilega hárið á réttum tíma. 27° í dag og um og eftir kvöldmat voru 24° Þvílíka sólin og blíðan og ég búin að lýsa yfir að ég verði rauð og skaðbrunnin á morgun. Fór í ferð með ungana í vinnunni í dag og borðaði nesti (hádegismat) út í guðsgrænni náttúrunni. Bara gaman af þessu, berleggjuð í kjól. Að öðru leyti lítið að frétta frá Köben. Togteinarnir ennþá í viðgerð, sem er reyndar engin viðgerð heldur þvílíka dæmið, verið að skipta um allt græið. Þannig að enn er það strætó út og suður til að komast í og úr vinnu.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Hárið er orðið stutt. Skrýtið, ef ég hreyfi hausinn hreyfist bara hárið með. Er ekki svo stutt að nú er það virkilega liðað, haha! Sléttujárnið kemur að góðum notum núna, elska þessa eign mína, þ.e. járnið. Jabb, skrýtið og svo er það svart á litinn, þ.e. hárið.

sunnudagur, júlí 20, 2008

Lítið að segja






ætti því bara að þegja, en ég hentist í zoo í dag, takmarkið var að sjá lifandi fíl.

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Held að fiðrildið hljóti bara að hafa flogið upp í mig og ofan í maga.

Stolið frá Grallaraspóunum

Það var þegar ég var ung/yngri. Þá voru strætisvagnarnir með innskoti í miðju þar sem var svo kallað stæði, einnig var það aftast í vagninum. Þetta var bráðnauðsynlegt vegna þess að vagnarnir voru mjög mikið notaðir á þessum árum þar sem bílaeign landsmanna var ekki eins í þá daga og er núna. Allavega fer ég í strætó á Bústaðarveginum, þegar ég kem inn í vagnin eru engin sæti laus, svo ég fer í stæðið fyrir miðju. Á næstu stoppustöð kemur inn kasólétt kona , á leiðinni í mæðraskoðun á Lansann. Hún stendur þarna með bumbuna út í loftið og horfir aftur með vagninum .Á þessum árum var okkur krökkunum kennt að við ættum að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki og alltaf að standa upp fyrir því. Sætaraðirnar voru þannig að það voru tvö sæti öðrumegin við gangin, en eins sætaröð hinumegin. Fyrir ofan sætin vour auglýsingaspjöld með auglýsingum frá hinum og þessum fyrirtækjum. Ungur strákur í eins sæta röðinni stendur upp fyrir óléttu konunni og býður henni sætið sitt, fegin sest hún niður. Strákurinn kemur í stæðið og eftir smá stund fer hann að flissa .Bæði ég og aðrir í vagninum tökum eftir þessu og förum að fylgjast með því hvað vekur kátínu hjá stráknum. Við tökum eftir að hann horfir til skiptis á ófrísku konuna og auglýsinguna fyrir ofan hana, við hin gerum það líka og förum að hlægja. Á auglýsingarmyndinni fyrir ofan konuna er mynd af úttroðnum peningapoka, á pokanum er rifa eftir endilöngu og út vella peningar. Undir stendur: "ÞETTA ER AFLEIÐING AF SÍÐASTA DRÆTTI !!! "Happdrætti Háskólans. Konann tekur eftir þvi að það er eitthvað í gangi þegar flissið í vagninum er farið að vera ansi hávært. Sér að það er horft á auglýsinguna fyrir ofan hana og skoðar líka. Við að sjá hvað stendur þar bregður henni við og stekkur upp. Í millitíðinni hafði losnað sætið fyrir aftan vagnstjórann og hún rýkur þangað án þess að kanna auglýsinguna sem var á plexíglerinu sem var milli vagnstjóranns og farþeganna. Þegar konann sest verður allt vitlaust úr hlátri í vagninum. Á auglýsingunni á plexíglerinu var mynd af sprungnum hjólbarða og undir stóð " ÞETTA HEFÐI ALDREI SKEÐ EF ÞÚ HEFÐIR NOTAÐ GÚMMÍSLÖNGU FRÁ SVEINI EGILSSYNI !!!"

Það er alveg að koma helgi

Bla, bla... síðustu 3 dagar (að þessum meðtöldum hafa verið langir dagar) í vinnunni en næstu tveir eru styttri. heilsan fer versnandi held ég bara og heimurinn örugglega líka. Það er eitt og annað að brjótast um í heilabúi mínu sem ég vil ekki ræða hér, þ.e. fyrir framan allan hinn íslensku lesandi heim. En einhvern veginn er það svoleiðis að þegar allt á að verða einfalt, eitt stórt vandamál og maður hefur ákveðið að leggja allt á hilluna þá kemur eitthvað annað upp, kannski er ég að mikla þetta allt fyrir mér, kannski er ég að hafa óþarfa áhyggjur, en tímasetningar hafa alltaf verið vandamál, hlutir poppa bara upp og örugglega á vitlausum tímum. Æi ég veit ekki hvað ég er að blaðra, ég er svo þreytt.
Sá svo fallegt fiðrildi á flugi í gær, það var gult og svart, ekki misgrátt íslenskt. Annars finnst mér fiðrildi ekkert flott nema lifandi á flugi, uppstoppuð, þurrkuð fiðrildi í kassa eru ekki alveg minn kaffibolli, ojbara finnst það meira að segja frekar krípí dæmi.
Ég verð stressuð innan um öll rólegheit dana, á erfitt með að slaka á, þetta rólega, afslappaða umhverfi hefur þveröfug áhrif á mig. held ég leggi mig bara fljótlega, þarf hvort sem er á fætur um 5 leytið.

laugardagur, júlí 12, 2008

nenni nú barasta ekkert að skrifa neitt nú frekar en í morgun. en jæja ætli sé ekki best fyrst ég lennti hér inn.
Sofnaði í sófanum eftir að ég kom heim úr vinnu í gær, vaknaði kl. 23.20 og nennti ekki að hafa mig inn í rúm þannig að ég ákvað að liggja aðeins lengur og það gekk svo ágætlega að ég vaknaði um 7 leytið í morgun. Svaf semsagt á sófanum í eina 13 tíma og var að drepast í bakinu fram eftir morgni.
Lítið gerst í dag, fyrir utan bakverkinn, hef ég verið með minn venjulega svima og jafnvægisskynið í meira ólagi en venjulega, hef þrátt fyrir það drullast nokkrar ferðir í þvottahúsið, já og svo fór ég og keypti mér pizzu, þetta eru ferðirnar út úr húsi þennan daginn.
Sá áhugaverðan hlut í vinnunni í gærmorgun, fór með eina unga dömu í sandkassann, þar er sandurinn ljósbrúnn, í kassanum var gulbrún þúst sem ég vissi nú eiginlega ekki hvað var fyrr en hún tók á hreyfingu þá fattaði ég að þetta var froskur, en bíddu eiga þeir ekki að vera grænir? froskaþekking mín samanstendur víst af útliti Kermits. Ég komst að því þarna að froskaþekking mín samanstendur víst af engu, kvikindið var ekki einu sinni grænt á litinn. Ég remdist við að halda ró minni og beið eftir öðrum starfsmanni sem átti loks leið hjá. og jú þetta var froskur, þeir búa víst í runnunum en eiga til að villast þegar mikil rigning er eins og nóttina áður. honum var bjargað úr kassanum, sem hann komst ekki upp úr að sjálfsdáðum, inn í runna.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Rakst á þennan á netinu, nema hvað. Bara snillingur!

Já og Inga mín til hamingju með daginn!!!
Þúsund kossar.

Hitinn búinn að vera svo hrottalegur að ég hef alvarlega verið að spá í að láta lubbann fjúka. Spurning hvernig það kæmi út, hefur nú ekki gerst í ein 11 - 12 ár, það er eins og mig minni að ég hafi örugglega verið stutthærð í Englandi forðum daga. Hárið var nú reyndar frekar í styttri kanntinum um jól, en lubbi samt! En nú er það komið vel niður fyrir axlir.



í dag er ár síðan ég og þau mæðgin urðum næstum að hafa vetursetu að Uppsölum vegna þess að lækjarspræna hafði breyst í stórfljót. Þar komust við að því að sennilega var það það sem henti Gísla.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

22° gráður úti og enn glampandi sól, er búin að vera úti frá því um 20 mín yfir 5 í morgun, jæja kannski ekki alveg úti allan tímann, var að vinna frá 7 - 12.15 og var þá ýmist inni eða úti var kominn heim um 2 leytið og hef verið úti í garði síðan. En þetta er glæsilegt er orðin svo þurr á fótunum að mig klæjar og húðin er farin að flagna af. Þetta er glæsiegt ætli ég endi ekki sem skorpin kelling.
Er annars búin að taka ýmsar ákvarðanir og ýmsar breytingar í vændum. Annars vegar er það heilsufarslegt dæmi, en það er eitthvað að sem enginn veit og nú skal það sigrað, hins vegar er ég menntuð til að vinna leiðinlegustu og verst launuðustu vinnu heims og hef barasta engan áhuga á henni lengur.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Var að lesa bloggið hjá Helgu Hinriks og mér datt nú eitt og annað í hug sem maður gerði sem barn, t.d. að renna sér niður sneiðinginn, sem þá var ekki búið að loka eða á skautum eftir götunni ef var svell (og ekki var hún lokuð) eða á plastpokum niður til móts við slippinn. En ekkert af þessu spáði ég í í gær þegar ég var að halda vöggustofubörnunum frá að fara í hinn enda garðsins þar sem leikskólabörnin voru að brenna hexið á báli.
Nú fór ég að velta því fyrir mér hvernig koma þessi börn út í lífið, börn í dag sem mega ekki neitt? Verða þau betur eða verr undirbúin? Þau verða að öllum líkindum lifandi en erum við hin ekki það líka? Ja allavega flest.

föstudagur, júní 20, 2008


Selma var að senda mér myndir af bróðursyni mínum, þvílíka dúllan.
Annars lítið að frétta, komin í helgarfrí og allt óráðið nema að ég er að hugsa um að þvo þvott.
Eyrnasérfræðingurinn getur ekki læknað jafnvægisskortinn og svimann, allar tilraunir búnar þar og ég á að skunda til næsta sérfræðings. En þarf víst áður að fara til heimilislæknisins og fá tilvísun.

þriðjudagur, júní 17, 2008

17. júní

er í dag, hæ, hó jibbý jei og jibbý jei. Til hamingju með það, og ég byrjaði að vinna aftur.
Annars stefnir allt í að ég sé á leið til Íslands aftur, þannig að ef einhver veit um vinnu þá eru allar ábendingar vel þegnar.

laugardagur, júní 14, 2008

Held bara að ég sé á leið í vinnu

Þann 17. júní. Var að lesa á Buplinu og fór svo inn á mbl.is og þetta er orðrétt þaðan:
Jesper Due, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla tekur í sama streng og segir það sama eiga við um 60.000 leikskólakennara sem sömdu við sveitarfélögin í gær. Segir hann jafnvel vafamál hvort stéttarfélag þeirra (BUPL) muni lifa verkfallið af vegna alls þess kostnaðar sem því hefur fylgt og þess hversu rýr uppskeran sé í raun í ljósi þess.
Verkfall leiksólakennara hefur kostað BUPL hátt í 40 milljónir danskra króna á dag og hefði verkfallið staðið fram í næstu viku hefði launakostnaður annarra starfmanna á leikskólum, sem lokað var vegna verkfallsins, bæst við kostnað félagsins. Segir Due að það hefi í raun þýtt það að BUPL hefði dáið píslarvættisdauða fyrir félagsmenn sína.
Jabb þegar stendur til að loka leikskólum algjörlega þá er víst peningurinn skyndilega til. En kemur allt í ljós 7 dögum síðar, því það á að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla.
Þetta er reyndar mjög áhugaverð grein sem ég klippti þetta úr því þar kemur fram að heilbrigðisstéttir sem hafa verið í verkfalli í 8 vikur hafi einnig samið, en að vegna lántöku starfsmannafélagsins þar eins og með Bupl þurfi félagsmenn að eyða næstu árum í að borga lánið niður og vegna vaxandi verðbólgu, matarverðs osfrv. þá fái viðkomandi félagsmenn í raun minna í vasann. Á þá helvítis verkfallið eftir að koma aftan að manni?
Held þetta sé dæmt til að vera illa launuð stétt.

Guð minn góður

Það er sko ekki ofsögum sagt að ég hafi of mikinn tíma að drepa. Venjuega hef ég allt of mikið að gera, vinn of mikið og treð öllu sem mig langar og langar ekki að gera þar inn í. Núna mæti ég svona 2 -3 tíma á dag, hingað og þangað um Kaupmannahafnarsvæðið, hlusta á ræður eða einhverjar planlagningar eða fer í kröfugöngur, ja eða eins og á föstudagsmorguninn reyni að drekkja mér á Íslandsbryggju. En hvað gerir maður við alltof mikinn frítíma þegar maður getur ekki einu sinni drukknað? Hummmmmmmmmmm, ég hef ekki farið í sokka í heilan mánuð, það hefur nú ekki gerst áður, ég fór í þessa agalegustu fótsnyrtingu hér fyrr í kvöld yfir sjónvarpinu, fótabað og tilheyrandi og naglalakkaði táneglurnar, það hef ég nú heldur aldrei gert áður, þannig að nú eru þær ljósbleikar. Já og svo klippti ég á mér toppinn. Rembist við allt til að leka ekki niður af leiðindum. Held ég kannski þrífi aðeins á morgun, æi það veitir eiginlega ekki af.
En annars er letin og leiðindin svo mikið að ég fór í náttbuxur og bol í morgun og er ennþá í þeim flíkum.

Myndir frá því í gærmorgun




Svona lítur fjöldi bleikra skipa út.
Ég hef alltof mikinn tíma í eitthvað hangs.

föstudagur, júní 13, 2008

og Íslendingsdruslan...



var næstum drukknuð í tjörninni við KL bygginguna á Islandsbryggju í morgun, slíkur var ákafinn við að sjósetja skip.



Fann myndina á netinu og hefur greinilega verið smellt af á réttu augnabliki því ef grannt er skoðað sést hönd halda í mig og ég man að sagt var: passaðu þig á að detta ekki út í

fimmtudagur, júní 12, 2008

Er enn í verkfalli, ekkert nýtt í þeim efnum. haha. En jæja fæ allavega nóg að hugsa, og enn liggur dúfan á hreiðrinu og enginn egg komin ennþá. Læknirinn er að verða að fimmtudagsvenju hjá mér, eitthvað var gert með kristalsdæmið í innra eyra og ég á svo að gera einhverjar æfingar hér heima næstu viku og svo kemur allt í ljós. Veit ekki mér líður að sumu leyti eins og áður en að öðru leyti eitthvað öðruvísi, einhver tilfinning. Fer á Íslandsbryggju á morgun að setja bleik skip á flot er nebbla í bleiku verkfalli. Ætti kannski að taka myndavélina með.
Svo er bara að vonast eftir hrottalegri sól og blíðu um helgina. Held nebbla að bakið sé búið að jafna sig. Bla, bla, bla, bla, bla, bla.............................................................................Veit ekkert hvað ég er að blaðra. Dettur allt í einu í hug það er svo mikið af skrítnu fólki hérna, bara að bíða eftir lest eða strætó og maður sér örugglega einhvern.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Var...

...að lesa bloggið hjá systur minni hún er að tala um vesturferðina í fyrra, ooooooooooooooo það var svo gaman, heil vika bara í ævintýri.

Stolið frá Selmu mákonu minni

Réttindin Mín!

1. Ég hef rétt til að biðja um það sem ég vil.
2. Ég hef rétt til að segja "nei" við beiðnum eða kröfum sem ég get ekki sinnt.
3. Ég hef rétt á að láta í ljós allar mínar tilfinningar, jákvæðar og neikvæðar.
4. Ég hef rétt til að skipta um skoðun.
5. Ég hef rétt á að gera mistök og þarf ekki að vera fullkomin/n
6. Ég hef rétt til að fylgja eigin gildum og viðhorfum.
7. Ég hef rétt á að segja "nei" við hverju sem ég er ekki tilbúin til, hverju sem er óáreiðanlegt eða óvirðir mín gildi.
8. Ég hef rétt til að ákveða mína eigin forgangsröð.
9. Ég hef rétt til að gangast ekki í ábyrgð fyrir hegðun annarra, verkum, tilfinningum eða vandamálum þeirra.
10. Ég hef rétt á að vænta heiðarleika af öðrum.
11. Ég hef rétt á að reiðast einhverjum sem mér þykir vænt um.
12. Ég hef rétt á að vera einstök/einstakur.
13. Ég hef rétt á að segja "ég er hrædd/ur"
14. Ég hef rétt á að segja "ég veit það ekki".
15. Ég hef rétt á að afsaka ekki hegðun mína né gefa á henni skýringar.
16. Ég hef rétt til að taka ákvarðanir sem byggjast á tilfinningum mínum.
17. Ég hef rétt til að hafa þörf á tíma og svigrúmi fyrir sjálfa mig.
18. Ég hef rétt til að vera gáskafull og léttúðug.
19. Ég hef rétt til að vera heilbrigðari en aðrir sem ég umgengst.
20. Ég hef rétt til að vera í umhverfi sem er laust við andlegt eða líkamlegt ofbeldi.
21. Ég hef rétt á að eignast vini og líða vel innan um fólk.
22. Ég hef rétt til að breytast og vaxa.
23. Ég hef rétt til að aðrir virði mínar þarfir og langanir.
24. Ég hef rétt á að aðrir sýni mér virðingu.
25. Ég hef rétt á að vera hamingjusöm/hamingjusamur.

Og svona var það

smella á linkinn

Dúfnagreyið komið aftur á hreiðrið þegar ég kom heim í kvöld en geðheilsa mín ekki komin í lag. Á Íslandi er það stöðutákn að eiga barn, hef ekki orðið vör við að því sé þannig háttað hér þó í báðum löndum sé kennarastaðan illa launuð. Íslenskir foreldrar álíta að leikskólakennarar séu eingöngu til að passa börnin þeirra og virðast ekki átta sig á að dagmæður eru til þess, en já dagmæður eru of dýrar þannig að betra er að koma börnunum í þessa skóla og horfa fram hjá því að orðið skóli komi fyrir eða kennari í starfsheiti starfsfólksins. Foreldrarnir sem hafa lagt það á sig að eiga þessi börn telja sig líka eiga heimtingu á því að þurfa helst aldrei að sjá þessi börn sín, leikskóla------- geta bara séð um það launalaust. Hérna voru foreldrar fyrir verkfallið: bara fínt hjá ykkur við leysum okkar mál og svo hafa afar og ömmur verið að koma upp að fólki í verkfalli og þakka þeim fyrir allan tímann sem þau fá með barnabörnunum. Þeim leikskólum sem ekki hefur verið lokað algjörlega nú þegar verður lokað 17. júní. Það þýðir 500.000 börn án vistunar.
Við sátum á pöllunum í fyrirspurnunum í Gladsaxe Raadhus í dag ekki vildi borgarstjórnin nú svara neinu um launamálin. Já og svo er verkfallssjóðurinn víst tómur og komið hefur í ljós að Árósarbúar eru svo duglegir að nýta hann, tekið verður lán og afborganir af því bætast ofan á gjaldið í starfsmannafélagið til næstu 10 ára. Frá og með núna lækka launin töluvert, þar til samið hefur verið. Hvern langar að gerast leikskólakennari? Hérna er það Pædagog og er miklu víðara starfsheiti, það virðist vera almennur misskilningur hjá almenningi á Íslandi að ef þú ert leikskólakennari þá skaltu vinna á leikskóla og ef þú ert grunnskólakennari þá skaltu vinna í grunnskóla. Þegar ég var í námi spurði ég mig oft að því hvort ég hefði valið vitlaust, eftir námið hef ég oft spurt mig og alltaf er svarið það sama, enn er það það sama ekki spurning, leiðinleg illa borguð vinna, nei takk! Veit ekki alveg hvað verður en eitthvað verður það.

Jæja ætli þessi hrottalega sólarblíða sé þá búin, ágætisveður í gær en hellingsvindur, skýjað en sól á köflum, og enn er veðrið eins nema áðan var þetta þvílíka úrhelli. Var að skoða veðrið og það virðist vera spáð eins fyrir næstu daga. Jibbý eða eitthvað, jæja ég hætti þá að brenna. Er enn í verkfalli og engin egg komin, hef reyndar ekkert séð dúfnagreyið í dag þannig að hún er kannski búin að gefast upp á þessu. Ja hver veit.

mánudagur, júní 09, 2008

Regionaludsigt for København og Nordsjælland

Þetta átti að vera veðurspáin fyrir næstu daga en veit ekkert hvað birtist, en eitt er víst brunablettirnir á Kaupmannahafnarbúum ættu að fá tíma til að jafna sig.

Held ég sé bara að missa geðheilsuna






Hérna er hún á svölunum, hún liggur alltaf á hreiðrinu en það koma aldrei nein egg, ég bara skil þetta ekki alveg og ég sem reyni að eyða tíma mínum einhversstaðar annars staðar til að trufla hana nú ekki. En hvað veit ég svo sem um þetta? Ekki er ég neinn fuglafræðingur.
Djöfull er þetta leiðinlegt hangs, er með ofnæmi fyrir verkfalli og er líka með ofnæmi fyrir leikskólum. Hefði átt að mennta mig í einhverju öðru en að vinna með fólk og ég held bara núna að skúringarvinna sé meira heillandi en þetta. Hahhhhhhh hef reyndar unnið skúringarvinnu og hún er meira heillandi. Mörg ár síðan en getur varla verið verr borguð en þetta.

Þarf ekki að mæta eitt né neitt fyrr en klukkan 16.00 á morgun, en gæti nú kannski henst út í garð og sólað mig í fyrramálið ef ég vakna snemma. Get svo svarið það, það eru rauðar rendur á hálsinum á mér, það hefur nú aldrei gerst áður.

Ég hefði bara átt að gerast verkfræðingur, ætti kannski að athuga það nám á netinu, hummmmmmmmmmmmm. Allavega það sýnir sig maður á ekki að vinna með fólk, það er illa borgað. Eða kannski bara að fara og læra einhverja tölvunarfræði. Jæja allavega háskólamenntun þar sem launin eru 7% hærri en hjá ómenntuðu starfsfólki og ríkiskassinn neitar að fara hærra en 12,8. Hahhhhhhhhhhh ekki alveg að gera sig.

föstudagur, júní 06, 2008

Vá ég er Íslensk

Alltaf að tuða um veðurblíðuna, var að skrolla yfir síðustu pósta og held að allstaðar sé minnst á veðrið og blíðuna sem verið hefur og alltaf er ég brunnin einhversstaðar, en það skondna er að sá bruni hefur alltaf verið horfinn daginn eftir, þannig að nú er að vona að sviðinn sem er á milli herðablaðanna verði horfinn á morgun.

Er að lesa bók, já og ekkert fréttnæmt við það. Nema eitt = bókin er eftir íslenskan höfund en búið að þýða hana yfir á dönsku. Jabb, eftir Arnald og ég held hún heiti Röddin á íslensku, á dönsku er það Stemmen. Bara alveg, get sko mælt með henni.
Dúfan situr enn á hreiðrinu og sambúð okkar gengur ágætlega, en það voru engin egg komin í dag, maður gæti haldið að vinkonan væri bara móðursjúk, kannski gerist bara aldrei neitt og hún heldur áfram að liggja á hreiðrinu eins og klessa, er þetta kannski einhver undirbúningur? Ja, hvað veit ég, ekki þekki ég neitt inn á dúfur. Þetta er ekki bréfdúfa með skilaboð til mín, nema að hún hafi gleypt þau og sé að vonast til að þau komi út með skítnum, og ekki er þetta innilokuð dúfa í búri á Íslandi og þar með er víst dúfnaþekking mín upptalin. Ég skundaði niðrí garð í dag og hélt mér þar í dágóðan tíma svo blessunin fengi nú frið. Ég held ég sé kannski brunnin á milli herðablaðanna eftir það ferðalag, er allavega aum þar.
Já og enn ein sagan af bakgrunni mínum, menningarlegu uppeldi eða hvað það nú heitir og hvernig það stangast á við danskan hugsunarhátt. Eftir að hafa deilt út ýmunduðum launaseðlum, límmiðum og ég veit ekki hvað á miðvikudagsmorguninn skellti ég mér á kaffihús með konunum sem ég vinn með, allar fengum við okkur bara kaffi nema ein sem ákvað að fá sér samloku líka, samlokan var flott og vel útilátin, jæja hún borðaði eitthvað af henni og salatið sem var með, tók svo poka upp úr veskinu og stakk afganginum af samlokunni ofan í pokann og niðr´í veskið. Sko ég veit ekki þegar ég er södd og get ekki meira þá leifi ég. Ég skil nú ekki danskan hugsunarhátt alltaf vel, ætli ég skilji ekki dúfuna vinkonu mína betur. Nú getur maður spurt sig til hvers hún var að kaupa samlokuna, er þetta einhver sparnaður af einhverju tagi? 2 máltíðir, þarf bara að huga að meðlæti með, man nú ekki hvað hún kostaði, en þær voru að tala um hvað þetta væri ódýr samloka og vegleg. Þó manneskjan sé leikskólakennari á skítalaunum, þá er hún samt deildarstjóri með einhverra áratuga reynslu og þar með á betri launum en ég og að auki á hún mann sem vinnur líka úti, nei ég skil ekki þennan hugsunarhátt enda kannski ætti ég peninga og minna af einhverju ef ég skildi þetta. Held ég ætti nú samt ekki mann, ég er engin eyðslukló sem fæli fólk frá mér. Nísku og það að stinga öllu á sig skil ég bara ekki.
Og á meðan ég man, mæli ekki með námi þar sem launin eru svo léleg að það er stanslaus verkfallsumræða eða samningar alltaf annað slagið lausir. Þetta er svo leiðinlegt, þvílíkt hangs, ekki alveg minn kaffibolli, held það sé samt gott að kynnast svona aðgerðarleysi en ég kýs nú frekar hinn lífsstílinn að hafa aðeins alltof mikið að gera. Það dugði mér ágætlega að reyna að aðlagast eðlilegum lífsstíl þ.e. vinna virka daga og eiga frí um helgar, allar helgar. Og svo er vinnuvikan hér í Danmörku bara 37 tímar (100%), en ég var ekki búin að vera hér lengi þegar ég vissi að þetta væri yfirvofandi, kannski 1 - 2 vikur. Hjálp!!! Ég enda á geðdeild, gengin af göflunum. En jæja, ég hef allavega veðurblíðuna, búin að vera heppin með veður þessar 3 vikur. Stanslaus sól og blíða, fyrir utan 2 rigningarmánudaga. Já og get svo sannarlega klætt mig eins og mér sýnist á meðan, í stuttbuxum, stuttum pilsum, berleggjuð, á bikinítopp eða í alltof flegnum bolum. Þegar ég er að verkfallast fer ég svo í bleika verkfallsbolinn utan yfir en hann er svo stór á litlu mig að hann er eins og kjóll. FRELSI. Þurfti aðeins í búð í dag og skellti mér í strætó á stuttbuxum og hlýralausum bol, hverjum var ekki sama, held að það hafi nú engin spáð í fataleysinu. Á litla Íslandi hugsa ég að þetta hefði valdið árekstrum fyrir utan að þar hefði maður nú haft eitthvað hlýrra með sér að fara í, verandi bíllaus.

Uppfræðingu takk

Veit einhver eitthvað um 2 ára ísbjörn sem á að hafa synt frá Austurhluta Grænlands til Íslands núna fyrir stuttu síðan? Mér var sagt þetta út í garði í dag. Var víst allavega í fréttum hér.

fimmtudagur, júní 05, 2008

Stanslaus sól

Bara alltaf hreint! og svo heitt að það er erfitt að sofna á kvöldin. Enda sýnir hitamælirinn 17 - 20 í plús á tölvuskjánum núna seint öll kvöld í Köben. Ég er enn í verkfalli, hvar endar þetta eiginlega? ja maður spyr sig. Fór til læknisins í morgun og er núna skráð í einhverja aðgerð í næstu viku. Þjóðhátíðardagur dana í dag og allt ýmist lokað eða opið. Sem dæmi fór til læknis í morgun og búðin hér á móti er opin en ég hefði verið í fríi í vinnunni ef ég væri ekki í verkfalli sem ég er í fríi í. Hér er líka feðradagurinn í dag, til hamingju með það Júlíus Jónasson.
Sambúð mín og fuglaparsins gengur ágætlega, frú dúfa er búin að liggja á hreiðrinu síðan í gærmorgun en þurfti aðeins að bregða sér frá áðan og ég notaði tækifærið til könnunarleiðangurs, engin egg komin ennþá, hverslags er þetta, maður spyr sig. En henni blessaðri kerlingunni virðist vera slétt sama þó ég sé með opnar dyrnar út og að sníglast fyrir innan þær. Ég er reyndar búin að sjá að ég verð víst að nýta garðinn vel í sumar svo hún fái frið fyrir mér. Þetta reyndar minnir mig á að ég þarf að vökva sólblómin mín en það vill svo helvíti vel til að þau eru í kassa sem hangir fyrir ofan hreiðrið. Svalirnar mínar eru greinilega staðurinn, verst að þær eru ekki stærri þá gæti ég leigt þær út.

mánudagur, júní 02, 2008

Held bara að ég sé búin að slá því föstu að það verði sól á morgun og ég úti að dinglast, skelli kannski bara í þvottavél og verð úti í garði á meðan.

Annars má alveg kvitta.

Enn í verkfalli

Og lítið um það að segja. Veðrið stöðug snilld, þannig að það er svosem hægt að dinglast úti. Það var samt rétt á mörkunum í Esbjerg um helgina, það var allt of heitt. Það var eiginlega bara betra að vera inni, guð minn góður þetta hélt ég að ég ætti aldrei eftir að segja eða hugsa, en svona er það nú. Undanfarið hafa tvær dúfur verið að sníglast á svölunum mínum, svalirnar eru ekki stórar þetta eru eiginlega bara tvöfalldar dyr og handrið, stéttin er örfáir sentimetrar, en allavega dúfurnar voru þarna í morgun og þegar ég kom heim í dag þá var þetta þar.


Eigendurnir hafa svo ekkert sést í dag og spurning hvort þetta sé bara eitthvað ætlað mér, en ég bíð spennt hvað gerist.











Svo er það læknirinn aftur á fimmtudaginn og nú vona ég svo sannarlega að eitthvað sé komið í ljós og eitthvað verði gert því svona get ég bara ekki verið.

sunnudagur, júní 01, 2008

enn í verkfalli


Ég og minn fagri bleiki bolur í rigningu á mánudegi fyrir viku.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Rigtig lon = rigtige pædagoger (fæ ekki dönsku stafina til að virka).
Er semsagt enn í verkfalli. Allt lítur út fyrir að það verði áfram. Eyddi deginum í dag í að blása í blöðrur, binda borða um þær, hengja þær upp ásamt því að gefa börnum á Bagsværd torv. Er orðin hundleið á þessu en allt lítur út fyrir að það verði áfram. Allt í hnút þar.
En jæja fæ að sjá ýmislegt af Köben á meðan að á þessu stendur.

mánudagur, maí 26, 2008

Rigning í dag. Byrjaði daginn snemma, hélt á flaggi í Gladsaxe í um 1 1/2 tíma. Og mætti svo til að hlusta á smá ræður og vita hvar stefnan væri á á morgun. Dundaði mér svo heim á leið, var lengi í ræktinni og svona en samt komin hingað heim klukkan 14.30. Þarf svo að mæta á morgun kl. 16.00 við Kristjánsborg í tvo tíma. Ég hef svo mikinn tíma núna að það hálfa væri nóg. Ef einhver vill í heimsókn er það velkomið. Fínt að fá smá rigningu því ég er svo rauð á handleggjum og bringu eftir helgina og er ekki frá því að ég sé brunnin á öxlunum. Spáð 21° næstu daga og 25° á föstudaginn.

Stolið frá Jónu Árný

Smá grín handa öllum konum fyrir fyrstu útileguhelgi ársins

Haltu öllum vinkonum þínum frá eftirfarandi :
a) Hjásvæfunum þínum ef þú hefur enn löngun til að sofa hjá þeim, ert enn hrifin af þeim eða sterkir möguleikar eru til þess að þið séuð að fara að þróa ykkar brothætta samband.
b) karlmönnunum sem þið eruð að reyna við þá stundina.
c) Barnsfeðrum ykkar, bræðrum og feðrum og sonum, með feðrum þá á ég við blóðfeðrum, stjúpfeðrum og svoleiðis.
d ) Karlmönnum sem þið hafið alltaf verið hrifnar af en aldrei gefið það í skyn, Allar sannar konur vita regluna um að vera ekki að tína upp karlkynsfélaga eftir vinkonur sínar. Hvort sem þeir eru áhugaverðir eða ekki þá er búið að nota það og ekki er ætlast til endurvinnslu.

Best er að eiga vinkonur sem hafa ekki sama smekk á karlmönnum og þú. Já eða engar vinkonur.

En það er líka alveg skelfilegt að eiga ekki vini af báðum kynjum. Undantekningar á þessum reglum er ef :
a) Sönn ást er í spilinu og þú ert sjálf þriðja hjólið.
b) ef vinkona þín hefur aldrei séð þennan mann og veit ekki að hann og þú hafa einhverntíma verið að dúllast. ( þá er tilgangslaust að mótmæla ef þau hittast og verða skotin )
c) Ef vinkona þín er miklu eldri eða yngri en þú og þig vantar að koma henni á deit með ættingjum þínum eða vinum og þá er deitið með þínu samþykki eða að þínu frumkvæði.
d) ef maðurinn sem er búinn að vera skotinn í þér en þú ekki honum er að trufla þig þá endilega klínirðu honum upp á næstu vinkonu þína. Með tilliti til þess að hann sé ekki forljótur, geðsjúkur eða fáviti (maður gerir ekki vinkonum sínum svoleiðis)Og þá sérstaklega þá vinkonu sem er mest despó og tekur við næstum hvaða manni sem er. ( þá erum við ekki að tala um bestu vinkonu því þetta gæti komið aftan að þér ef þau byrja saman.

Öllu gríni fylgir nokkur alvara þannig að gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki láta hópnauðga ykkur á einhverju fylleríinu elskurnar

sunnudagur, maí 25, 2008

Júróvisjón

Eitt sem mér þótti athugavert eftir júróvision í gærkvöldi, Grikkland og Kýpur eru þekkt fyrir að gefa alltaf hvort öðru 12 stig og hafa þótt frekar halló og fyrirsjáanleg fyrir vikið. Kýpur var ekki með í gær þannig að sennilega var úr vöndu að ráða fyrir Grikki.
En Ísland og Danmörk gáfu einnig hvort öðru 12 stig. Það búa um 10.000 íslendingar í Danmörku og ég skal fúslega viðurkenna að ég kaus Ísland, en mér fannst þau standa sig vel og eiga það skilið. Ef lagið hefði verið leiðinlegt og þau léleg efast ég stórlega um að ég hefði kosið landið, ég kaus líka Finland sem mér fannst snilld! En ég efast stórlega um að það búi 10.000 danir á Íslandi, hvað er í gangi? Erum við svona höll undir það að hafa einu sinni verið nýlenda dana? Þegar allt sjálfstæðisbrölt er löngu búið þurfum við þá samt að sanna fyrir þeim að þeir séu enn bestu vinir okkar? Einhversstaðar las ég að söngvarinn væri svo sætur, já sætur er hann en......... Nú veit ég ekki sem íslendingur búandi í Danmörku, ég elska að búa hérna en ég er líka stolt af að vera íslendingur, það var eitthvað sem stakk mig þegar ég fattaði þetta. Hvers vegna gáfu Íslendingar dönum 12 stig? er það vegna allra íslendinganna búandi í Danmörku? Hvað með Pólland, nú er gífurlegur fjöldi pólverja búandi á Íslandi, fékk Pólland einhver stig frá Íslandi? Gaf Pólland Íslandi einhver stig?
Júróvision aðdáendur nr. 1 búa á Húsavík, önnur þeirra er nýkomin frá Rússlandi og nú er spurningin: Mamma ætlarðu að taka Rannveigu með þér til Rússlands á næsta ári?

djís held að Köben sé rikugasta borg ever, mér finnst ég stanslaust vera að þurrka af og svo eru stanslausir köngulóarvefir í öllum hornum og þar sem tuskuæðið hefur aldrei hrjáð mig, jaaaaaaaaaaa þá fer þetta í taugarnar á mér og krefst sérstakrar skipulagningar, þ.e. það þarf að ákveða verkskipan og þar sem ég er ein í þessu öllu þá þarf að ákvarða hvar eigi að byrja, enda og allt þar á milli. Og staðir þar sem gætu verið köngulóarvefir hafa aldrei verið inn í skipulaginu því, en án gríns held bara að ég eigi eftir að kafna úr ryki og köngulóarvef.

Ég meina það er komið þykkt lag af ryki á nokkrum dögum.

Búin með pensillín skammtinn og hóstinn bara að versna aftur held ég, sveimér þá, hvar endar þetta eiginlega? En er að spá í að hendast hérna út í garð og sóla mig aðeins meira, ætla mér víst að verða fljót að ná upp litnum frá í fyrrasumar þannig að... jæja ætla að fá mér smá að borða fyrst.

Tónlistarsmekkur minn...

... er greinilega ekki í samræmi við tónlistarsmekk restarinnar af Evrópu. Þau lög sem heilluðu mig lenntu öll fyrir neðan miðju.

laugardagur, maí 24, 2008

Sólin búin um 1 1/2 tími í Eurovision, ég búin að kaupa nammí og held að það sé bara allt tilbúið, parið er gift en enn verið að sýna frá brúðkaupinu. Held ég fari að koma mér og máttleysinu inn úr svaladyrunum.

Sól og blíða

Já þetta er eiginlega alveg ágætt, er að stikna einn daginn til viðbótar. Sit í svalardyrunum, máttleysið alveg að fara með mig. Komst ekki út í dag fyrir því, en jæja góðu fréttirnar kom einhverju í verk hér heima í staðinn. Og nú eru þau að gifta sig í sjónvarpinu blessað fólkið, Jóakim og María. Sem minnir mig á það sá um daginn í bakaríinu í Kvickly að þeir væru að taka niður pantanir fyrir lagköku dagsins í dag: hún er 6 - 8 manna og á toppnum er bleikt eða rautt hjarta sem inn í stendur J og M. Guð minn góður segi ég bara!
En jæja er að bíða eftir Eurovision, en ætlaði víst að ræða síðasta fimmtudag og föstudag.
Byrjaði fimmtudagsmorguninn á að ræða lífsins gagn og nauðsynjar við Gurru í símann drullaðist svo að Norrebro St. þar sem ég átti að mæta í kröfugöngu. Fékk að vita að það ætti að labba að Christiansborg og vildi nú fá að vita hvað það væri, gamli þingstaður Dana og ég já og einnig íslendinga. Við löbbuðum svo af stað í snilldarveðri = sól og blíðu. Var viss um að nú myndi ég brenna en nei það gerðist ekki. Við löbbuðum og löbbuðum og hver þarf eiginlega bókina hans Guðlaugs Arasonar þegar hann kemst í kröfugöngur í Köben? Við löbbuðum eftir Norrebrogade en ekki sá ég Laundromat coffeeshop eða hvað það heitir en mér var sagt að þarna byggju margir arabarar og að þeir rækju verslanir og veitingastaði þarna. Jæja stuttu áður en göngunni var lokið, rak ég augun í götuskiltið og mér varð hugsað til Öllu systur minnar og Elmars Freys og ferðalagsins sem við fórum í fyrrasumar vestur á firði. Gatan heitir Bremerholm, ég heimtaði að fá að vita hvar fangelsið hefði staðið og tilkynnti að þangað hefðu allir mestu glæpamenn Íslands verið sendir á sínum tíma. Er það ekki ágætt ef þú hefur ekki gáfurnar eða efnahag foreldranna til að sigla erlendis þá geristu bara glæpamaður, fremur einhverja viðurstyggð og ert sendur á Brimarhólm. Þetta sumar er ég búin að komast að því hvar Brimarhólmur stóð, í fyrrasumar fór ég með þeim mæðginum að Sjöundá og sumarið þar áður gengum við mamma um kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem hún Steinunn er í dag grafinn, áður var hún dysjuð á Skólavörðuholtinu en það hef ég oft gengið í gegnum tíðina. Það er nú bara fróðlegt hvert næsta sumar dregur mig, nema að ég sé kannski nú kvitt við þetta ágæta ógæfusama fólk. Þegar komið var að Kristjánsborg klifraði ég upp á stall styttu sem þar stendur og sat þar undir ræðuhöldum og söng.
Jæja parið í sjónvarpinu er nú gift og komið út úr kirkjunni.
Eftir að hafa setið þar og hlustað, já og drukkið vont freyðivín var haldið heim á leið. Þá langaði einni í siglingu frá Nyhofn og ég var sko til í það og skellti mér með. Það var snilld, sá litlu hafmeyjuna aftan frá ofl. Sá einnig Dannebrog (konungsskipið) mikið er það nú fínt en ég myndi nú ekki vilja sigla á því, finnst það ekki traustvekjandi! En fallegt er það og algjör skrautsýning. Eftir þessa siglingu dröslaðist ég nú bara heim, var komin þangað um 18.30 tók smá sólbað og horfði svo á júróvision undankeppnina. Friðrik Ómar og hún sem ég man ekki hvað heitir stóðu sig nú bara vel og ég kaus þau sko að því tilefni. Svo er það enn meira í kvöld, búin að kaupa inneign og meir að segja smá nammi og síminn er í hleðslu, allt tilbúið fyrir kvöldið.
Jæja svo er komið að föstudeginum sem var nú bara hálffyndinn dagur.
Mætti í eina 2 tíma þar sem næsta vika í verkfalli var undirbúin. Ég málaði á flagg og var síðan úti með það í von um að það þornaði. Fékk síðan bleikt stórt hjarta með bleikri og hvítri tjullslaufu, á að mæta með það á mánudaginn, ég reyndi reyndar að týna því oft og mörgum sinnum með því að týna því og gleyma víðsvegar en það fannst alltaf aftur og er nú í öruggri vörslu upp á borði hér heima hjá mér.
Ég tók strætó niður á Ráðhústorg og ætlaði að taka togið og fara í ræktina og dinglast heim á leið. En ég ílengdist niðr´´a torgi, þar sem ég sat á bekk komu tvær útlenskar konur sem vildu vita hvar þær væru staddar, hvort húsið þarna væri Ráðhúsið og hvort styttan þarna væri af H.C.Andersen. Reyndi mitt besta í fræðslunni og hugsaði svo djís ég er jafnmikill útlendingur og þið, ég er ekki dani. Síðan kom sígaunakelling (eða hvað hún nú var) og reyndi að pranga upp á mig gullfesti, hún ætlaði ekki að gefa sig og ég sko ekki heldur. "Hún færi þér svo vel, er ekta fyrir þig, kostar bara 200 dkk. Halló er það ekki svoldið dýrt út á götu? Kannski var það bakpokinn minn sem gerði það að verkum að hún hélt ég væri útlendingur með sand af seðlum í veskinu. Jæja hún mátti labba í burtu án þess að hafa selt menið. Kjaftæðið að þetta men væri ekta ég, það var fallegt en ekki minn stíll, hefði verið fallegt á Öllu systur minni, hefði fallið að hennar smekk, en ég hefði nú aldrei leyft einhverri kellingu að ræna hana um 200 kr. út á götu. Hversu ekta var þetta men, það veit enginn, sennilega hefði kellingin logið til um það. En þá dettur mér allt í einu eitt í hug. Ég helt að það væru nú bara þjóðverjar sem væru þekktir fyrir að smyrja sér nesti, kannski er það uppeldið mitt sem kemur í veg fyrir að ég geri það og gerir að verkum að mér dettur það ekki einu sinni til hugar, kannski er það íslenska stoltið, kannski er þetta grafið í íslensku þjóðarsálina. Sama er mér þó ég sé fátækur leikskólakennari í verkfalli í þokkabót en svona lágt skal ég aldrei leggjast. Á morgnana fáum við alltaf kaffi, rúnstykki, vatn og gos, smjör og ost. Á föstudagsmorgunin sá ég einn vinnufélaga minn smyrja sér rúnstykki, taka poka upp úr veskinu setja rúnstykkið ofan í og ofan í tösku. Þetta gerði hún án þess að fara nokkuð í felur með það, kannski er þetta viðtekin venja hér, ég veit það ekki en mér blöskraði. Þegar ég hafði setið á torginu í nokkra tíma ákvað ég að labba aðeins niður strikið. Efst/fremmst á strikinu sitja alltaf menn sem eru að plokka peninga af fólki. Algengt er að þeir séu með 3 pínu-, pínulitla kassa og eina kúlu, þeir hreyfa kassana ofboðslega hratt og svo á maður að giska hvar undir kúlan er. Jæja þegar ég var að labba þarna fór ég að fylgjast með einum, hann hreyfði kassana ekki hraðara en mín augu nema, þegar einn hafði giskað vitlaust sagði ég það er undir þessum þarna, maðurinn sagði sýndu mér peningana þína og ég læt þig fá 1000dkk, ég spurði hvað mikið, hann endurtók: sýndu mér peningana þína og ég sagði:nei (ætlaði sko ekki að sýna honum ofan í veskið mitt) annar maður sem stóð þarna sagði láttu hana fá peninginn, enn annar maður borgaði fíflinu sem lyfti upp lokinu lét manninn fá peninginn og hljóp síðan burt frá öllu saman en ég labbaði stolt í burt. Hefði kannski getað verið 1000 kr. ríkari sem ég hefði auðveldlega getað eitt á Strikinu, en ég fór bara og keypti mér ís á 10 kr. algjörlega sátt við sjálfa mig. Varð reyndar hugsað til Elmars Freys og Davíðs, ætli mannfýlan hefði reynt þetta á börn sem í þokkabót eru mállaus á danska tungu? Ætli hann sé ekki heima hjá sér að æfa sig.

föstudagur, maí 23, 2008

,

Ýmislegt gerst í dag og í gær. Ekkert stórvægilegt, kannski bara spaugilegt, sumt hálfskondið annað sem fékk mig til að hugsa ýmislegt t.d. um ferðalag okkar systra og Elmars vestur á firði og svo kellingin sem reyndi eins og hún mögulega gat að pranga inn á mig gullfesti á Ráðhústorginu í dag með engum árangri. En ég er þreytt og löt á þessu föstudagskvöldi, kannski bara sólstingur eftir 2 daga í þvílíkri blíðu og engri vinnu, já hversu oft hefur það nú gerst? Er nú ekki algengt á þessum bæ. Og hana nú...
En allavega er búin að kaupa inneign þannig að ég get kosið eins og hugurinn bíður upp á annað kvöld. Kemur kannski eitt feitt blogg síðar. En þangað til Adios!

fimmtudagur, maí 22, 2008

spennandi

Bæði Ísland og Finnland áfram á laugardag. Er það ættjarðarástin eða tónlistaráhuginn?

Bíddu komust ekki öll Norðurlöndin áfram?

þriðjudagur, maí 20, 2008

Finnland komst áfram í Eurovision. Jeyja!!!

Kröfuganga

Ég fór í mína fyrstu kröfugöngu í morgun, nema að ég hafi kannski einhvern tímann farið sem barn og muni ekki eftir því. En allavega fyrsta skiptið þar sem eitthvað er sem skiptir mig höfuðmáli. Þar sem ég spásseraði um með skilti þar sem stóð með svörtum stöfum á bleikum grunni: MERE I LÖN NU! (HUMMMMMMMM Ö VAR DANSKT) varð mér hugsað til móður minnar og áhuga hennar á verkalýðsmálum (enda í dag stór partur af starfi hennar skyldi ég ætla). Einnig varð mér hugsað til þess hve hallærislegt mér finnst að alltaf þegar gerist eitthvað út í heimi þá er alltaf hægt að grafa upp einn íslending sem var vitni af öllu saman. Jæja hefði átt að fáránast aðeins meira yfir þessu öllu saman, er ég ekki í verkfalli og kröfugöngum(eiga víst eftir að verða fleiri) í Danmörku? En stuð var þetta, vorum svo mörg að umferðarljós voru virt af vettugi og lagt undir sig heila akgrein.
Skellti mér síðan niður á Ráðhústorg eftir herlegheitin, fór inn á Baresso og keypti mér Latte to go, fór með hann og settist á útikaffihús á torginu, þar keypti ég sko ekkert heldur sat bara í blíðunni. Já og drakk kaffið mitt. Þá sá ég mann sem greinilega vinnur á kaffihúsinu koma og reka fólk sem að var að smyrja sér brauð í burtu, ég bjóst við að ég yrði næst en nei, ég fékk að sitja og sitja með aðkeypta kaffið mitt. Lærdómurinn sem draga má af þessu = það er greinilega í lagi að koma með kaffi rækilega merkt öðru kaffihúsi en ekki að koma og græja sér mat með vörum úr búð. jááá hefði nú haldið að danir ættu að skilja nísku á borð við þessa. Það var fullt af lausum borðum þannig að ekki var það það.
Skellti mér svo í ræktina á eftir. Þar héngu uppi miðar um allt að það væri viðgerðarmaður í kvennaklefanum. Hahhhhhhhhhh þegar ég kom inn voru konur/stelpur að skipta um föt inn á klósetti eða á bak við skápa, ég óspehrædda, frá litla Íslandi lét mér þetta nú í léttu rúmi liggja og skipti bara um föt. Eftir á skellti ég mér svo í sturtu, bar á mig body lotion og svona og klæddi mig svo, aldrei sá ég þennan viðgerðarmann, kannski var hann bara ósýnilegur! En eitt sá ég sem mér finnst frekar (dettur ekki einu sinni í hug orð yfir það) sóðalegt. Stelpa sem fór úr ræktarfötunum, setti roll-on undir hendurnar og í hreinu fötin. Ojjjjjjjjjjjjjj. Aldrei fór ég nú í sturtu í Skokka en ég fór heim í gallanum og fór ekki í önnur föt fyrr en ég hafði farið í sturtu þar. Kom mér svo heim og þá hringdi viðgerðarmaðurinn frá símanum sem átti að koma á morgun en þar sem ég var heima þá kom hann með það sama og nú virkar síminn.

mánudagur, maí 19, 2008

Dagurinn í dag

Var mætt einhversstaðar í Gladsaxe kl 9.00 í morgun. Þegar ég fór hér út í morgun fyrir kl. 8 var sól og blíða. En einhvern tímann fyrir hádegi breyttist það nú allt, það varð skýjað og fór svo að rigna. og í dag rigndi og rigndi þessi lifandis ósköp. Um kvöldmatarleytið fór sólin samt að skína aftur.
Verkfallið byrjaði í morgun og ég mætti þar sem ég átti að mæta, svo ég fái nú laun! Ja svo er ekki úr vegi að finna út hvernig svona dót fer fram. Morguninn fór í planlagningar og svoleiðis. Á morgun á víst að færa borgarstjóra Gladsaxe einhverja skemmtilega gjöf.
Ég tók síðan strætó að Radhuspladsen þar sem planið hafði verið að sóla sig aðeins, en úrhellið kom í veg fyrir það og ég aldrei þessu vant regnhlífarlaus. Ég skundaði því að Istegade til að taka strætó heim, í leiðinni kom ég við í Irma til að kaupa skyr! og haldið þið ekki að þar hafi ekki fengist ýmislegt nammi frá Nóa-síríus með yfirskriftinni Islandsk. Haha keypti nú ekkert en ef það hefði verið Síríus súkkulaði hefði ég örugglega ekki staðist freistinguna. Þegar ég beið í Istegade kom þar gamall maður með regnhlíf, hann horfði svo á mig að mér stóð nú ekki á sama þarna um miðjan dag. Einu sinni var Istegade skuggaleg gata, í dentid var vændi löglegt, vændiskonur fengu leyfi hjá yfirvöldum til að stunda iðju sína, dóp hefur einnig flætt þarna um eins og því hafi verið borgað fyrir það. Í lok oktober á síðasta ári var ég (af öllum) meira að segja spurð að því út á götu hvort ég vissi hvar væri hægt að fá ódýrt hass! Gamli maðurinn fikraði sig síðan smám saman nær og skellti á endanum regnhlífinni yfir hausinn á mér. Bara sætur og ég sem hafði hugsað allt hið versta og staðið stuggur af honum. Þarna stóðum við saman og biðum í einar 5 mínútur. Svo kom strætó og ég komst heim, hef aðallega hangið í leti síðan, hugsað eitt og annað en lítið gert. Og er á leið í háttinn eina ferðina enn.

Samkvæmt teljaranum eru komnir yfir 200 á síðuna og það bara á stuttum tíma, hvernig væri nú að drullast til að kvitta. Er í verkfalli í vinnunni og get víst alveg eins farið í verkfall hérna og hef nú oft gert það.

sunnudagur, maí 18, 2008

Fleiri myndir frá Esbjerg


Þetta er í byrjun mai, spáið í því.

Hvítasunnuhelgin

























Er hann ekki bara sætur?















Maður þarf víst að borða











Vinkonur í 30 ár, já þetta reiknuðum við út eitt kvöldið.

Og djís hvað ég er föl

nokkrar myndir frá Hvítasunnunni

Helgin var nokkurn vegin svona, 3 dagar á ströndinni og ég brann á bakinu. Inga kemur til með að búa við þessa strönd, snilldin sem það verður.







Jæja byrja í verkfalli á morgun og á að mæta einhversstaðar klukkan 9.30, einhvers staðar sem ég hef ekki hugmynd um hvar er en bind allar mínar vonir við útprentið yfir strætó og kortabókina. Ég held ég þurfi líka að mæta þar á þriðjudagsmorguninn og alla morgna þannig að það er bara morguninn sem ég þarf að læra að rata þangað.
Helgin búin að fara í algjöra leti, hef lítið gert nema smá þrif hér heima, lesa blogg, tjatta á msn og svona, horfa á TV með öðru auganu.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Bind allar mínar vonir núna við Pensilínið, já og sjóveikitöflurnar sem eiga víst að vinna á svimanum. Finnst þær nú svona hálf scary, má ekki keyra eða neitt og hvað segir það manni? já það er góð spurning.
Jæja kannski virkar þetta allt og kannski ekki.
Tók smá göngutúr hér í Valby í dag og endaði hann í HM þar sem ég fjárfesti í tveimur bolum og veitti víst ekki af í hitanum. Sumarfötin mín voru víst algjörlega á meðal þess sem fór í Rauða krossinn á Húsó fyrir jól.
Vinna til 4 á morgun og svo er helgarfrí og svo verkfall og þá þarf ég víst að mæta á einhvern stað sem ég hef ekki hugmynd um hvar er. Þarf svo væntanlega að fá frí í verkfallinu á miðvikudaginn til að mæta til eyrnasérfræðingsins. Djís það er ekki öll vitleysan eins: fá frí í verkfalli.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Pensillin

Jæja er að meika það feitt held ég bara hjá læknisþjónustunni í Danmörku. Var hjá doktornum í dag og labbaði út með lyfseðil upp á pensilín. Er að springa úr kvefi og með svo ljótann hósta að skrattinn er örugglega hræddur. Er svo á leiðinni til eyrnarsérfræðings í næstu viku. Annars er mér ekkert farið að standa á sama, er svo þreytt alltaf og ómöguleg. Búin að vera meira en minna kvefuð síðan í janúar. Gjörsamlega hætt að geta nokkuð nema álpast í vinnu og sofið, er á leið í verkfall og ætli ég sofi þá ekki bara. Djísus er það nú ástand.

þriðjudagur, maí 13, 2008

Hún á afmæli í dag

litla skottið. Jæja hún er víst ekkert lítil en var einu sinni minni en ég, langt síðan hún óx mér langt yfir höfuð. Til hamingju með daginn systir.
Komið í ljós að það verður verkfall, kosningu lokið og meirihlutanum fannst hopp upp um 3 launaflokka ekki nóg. Það er vel skyljanlegt, það ætti bara að búa til nýja launaflokka. Verkfallið hefst á mánudaginn næsta en þá á einmitt hún Abba afmæli.
Það var hringt í mig í vinnuna í dag, pappírarnir frá Vinnumálastofnun voru loksins að skila sér í hús, búið að bíða eftir þeim síðan í janúar. Skil þetta ekki alveg þeir skíla sér á bak við að það hafi beðið svo mörg skjöl, hlaðist upp í enda síðasta árs. Þetta er litla Ísland, ég bý í milljónaborginni Kaupmannahöfn þar gefur skattstofan sér 5 virka daga til að útbúa nýtt skattkort, það tók aðeins lengri tíma í mínu tilfelli þar sem áramótin voru nýliðin og mikið að gera, það var samt komið fyrir mánaðarmótin. Reyndar ekki alveg rétt en það var svo komið til mín rétt tveimur dögum síðar. Jæja er allavega ánægð með að pappírarnir séu komnir í hús.
Hér er stanslaus blíða, reyndar ekki eins hlýtt og undanfarna daga en spáin segir víst að hitinn sé á uppleið aftur. Kannski gott fyrir kroppinn minn að fá smá hvíld. Er brunninn á bakinu eftir 3 daga legu á strönd í Esbjerg. Eyddi semsagt Hvítasunnuhelginni hjá Ingu og börnum, bara snilld, margt brallað og rætt.
Jæja er svo á leið til læknisins á morgun. Ætla að vona að eitthvað gerist, get bara ekki meir í þessu. Á svo pantaðan tíma hjá eyrnasérfræðingi í næstu viku. Er annars kvefuð eina ferðina enn og held ég hafi fengið afleggjara af hálsbólgunni hans Sölva Fannars, ekki gaman það!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Jæja er að reyna að hafa mig úr svaladyrunum, kl. að verða 20.00 og enn bara blíða. Ætla að henda í tösku og vaska upp hérna og svo í sturtu. Stefnan er tekin á Esbjerg eftir vinnu á morgun.

Um daginn þegar ég var á leið á Bakken, var heljarinnar fyllerí í lestinni. Þá sá ég krípí sjón, þar var fullur maður sem tók upp eitthvað dæmi til að mæla blóðsykurinn og stakk sig í puttann! Bíddu á þetta heima með áfengi?
Ekki að mínu mati.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Lítið frásagnarvert gerst í dag, nema sólin maður! var að skoða gamlar myndir um daginn þar á m.a. frá því við systur og Elmar fórum vestur í júlí í fyrra og það sem ég var brún maður, vá en er samt búin að komast að því að ég verði búin að ná sama lit aftur í júní ef fram heldur sem horfir.

Eyddi deginum í vinnu og kvöldinu á fundi.

I næstu viku kemur í ljós hvort launahækkunin verður samþykkt, kosningu lýkur þann 13. Þannig að kannski verður verkfall og kannski ekki.

Stefnan er tekin á Esbjerg um helgina og verður það að öllum líkindum allt sem ég fer í sumar. Annars eru miklar vangaveltur í gangi, ýmislegt að spá en bara að spá eins og er jæja svo sem komin ákvörðun en hún er bara fyrir mig og eitt og annað sem ég á eftir að skoða í því samhengi.

mánudagur, maí 05, 2008

Hvernig væri svo að sýna lit og kvitta fyrir sig, er komin með teljara sem virkar og veit því að það eru einhverjir að skoða. Ég tek minn lit út utandyra nú þar sem sólin og sumarið virðist komið hér um slóðir.

sunnudagur, maí 04, 2008

Snilldarveður um helgina og þannig er spáin fyrir næstu daga endar með 22° á fimmtudag


Davíð Michaels Angelos



























Þessi var á göngu og lá greinilega á














En þessi haggaðist ekki.
Hún er þess virði

Algjört möst...

...að horfa á Kongemordet þegar Ruv fer að sýna það, náði bara 3 síðustu þáttunum en vá spennan maður

laugardagur, maí 03, 2008

Þessi líka rosa, rosa göngutúr í dag

Byrjaði á að skella mér í ræktina og rækta mig, já og baða en það er algjör nauðsyn að fara hreinn í langferðir. Fór síðan niður á Ráðhústorg, keypti kaffi og las mér létt til um fyrirhugað ferðalag. Reyndi að komast inn í Ráðhúsið en það var víst ekki í boði. Það er eingöngu virka daga og hver veit hvenær ég kemst á virkum degi, hef augastað á næsta föstudagi, minnir að ég sé búin snemma þá og það er ekkert komið á planið þann dag sem ég man eftir. Þannig að ég hafði mig af stað "Leið hundsins" var málið (foreldrar mínir skilja titilinn). Með ýmsum útúrdúrum labbaði ég að því sem mig hefur langað svo að sjá en kuldin haldið mér frá = Litlu hafmeyjunni og hún er víst íslensk eins og ég daman sú. Ja allavega var myndhöggvarinn íslendingur, vestfirðingur! Í bakaleiðinni kom ég við í kastalahólminum og sá þar m.a. hermann með rifil eða einhvern annan andskotans óþverra. En svo var mér orðið svo hryllilega illt og það var orðið svo erfitt að labba að ég ætlaði ekki að komast til baka. Hentist inn á Österport St. og tók togið heim.
Veit ekki alveg hvenær ég fór héðan út í morgun, c.a. 11.00 og kom aftur heim um 20.20 langur og góður dagur þetta. Tók helling af myndum sem ég á eftir að hlaða inn í tölvuna, verður kannski á eftir. Mest eru þetta myndir af einhverju sem sérstaklega vöktu áhuga minn og mig langar að eiga en einnig tók ég nokkrar fyrir Aðalheiðarsyni. Kristján sorrý en ég held að Alexander hafi engan áhuga á Kanónum, (sjóræningjaskipum), hermönnum, hertrukkum eða öðru slíku.

fimmtudagur, maí 01, 2008

Jæja tékkaði aftur á heimasíðu Íslendingafélagsins hér í Köben, ekki mjög virk síða verð ég að segja. Þegar ég tékkaði á henni heima á klakanum á síðasta ári fannst síðan ekki! og núna fannst hún en er mjög léleg. Þar er lítið og síðasti viðburður sem skráður er er Þorrablót í febrúar síðast liðnum, þ.e. Hvar miðasalan er osfrv. Jæja en skráði mig samt á póstlista þar þannig að ég ætti að fá sendan póst þegar eitthvað á sér stað á þeim bænum.
Annað í fréttum ákvað í gærkvöldi þegar ég var að athuga lestarferðir og fréttir hjá DSB að senda inn fyrirspurn um vettlingana mína sem hurfu í janúar. Heiða á Þverá prjónaði þá og mamma gaf mér þá þannig að mér er frekar annt um þá og tók þetta nærri mér. I morgun var ég búin að fá póst þeir telja sig hafa rétta vettlinga og ég á að hringja. Af því mér finnst svo gaman að rembast í símann á dönsku ;)

Myndavélin fór með á Bakken en fékk frí sökum rigningar. Þannig að engar myndir þaðan.
Ekki rakst ég á dýragarðinn sem sagt er að sé þar. Þarf greinilega að athuga þetta betur, en kannski eins gott að hann varð ekki á vegi mínum því mér finnst hann held ég mun áhugaverðari en tívolíi'.

Og sólin fór að skína um 5 leytið

Þá var ég sko komin heim aftur frá Bakken og búin að liggja upp í sófa undir teppi í þó nokkra stund . Það var demba á Bakken, gaman að koma þangað, margt að sjá og fallegt. Það flottasta voru hestarnir og kerrurnar, það er hægt að kaupa sér far með þeim en litla stelpan sem er að safna fyrir skuldunum sem Vinnumála eitthvað ákvað að stofna henni í og skattinum sem hún hélt að hún hefði borgað meir en nóg af á síðasta ári, sleppti hestvagnadæminu og notaði frekar fæturnar sem enn virka en spurning hvað það verður lengi. Þarna eru greinilega margar gönguleiðir og varð mér hugsað til Gurru, vantaði hana að labba með. Labbaði hring í tívolíinu og það heillaði mig nú ekki en kannski er það bara ég. Jæja gott mál eyddi allavega ekki krónu þar. Einhversstaðar hér í Valby eftir að ég fór í togið í Flintholm St. kom fullt af einhverju liði inn. Kl. var um 12 oh liðið allt meira og minna drukkið, mismikið en drukkið þó. Með þvílíkan hávaða og þetta var fullorðið fólk, meðalaldurinn c.a. 50 ár. Þetta voru einhverjir fótboltaáhangendur held ég. Svo fóru þau að syngja eitthvað sem annað slagið var: vi er mester! Á trefli sem ein konan var með stóð Bröndby (náttla með dönsku ö) Stuttu seinna fóru aðrir að syngja án þess að kunna textann: lalalala Esbjerg! Meira veit ég ekki um þetta, liðið drullaðist út í Österport og Nordhavn. Ég aftur á móti sat í guðs friði til Klampenborg. Þegar þangað var komið heyrði ég strák segja við lestarverðina að þeir hefðu átt að koma fyrr og hugsa ég að það sé rétt þau hefðu örugglega nappað marga án fargjalds. Jæja eftir svaðilförina og komin undir teppi hentist ég upp í sófa og kveykti á sjónkanum, voru þá ekki tveir þættir af the Cosby show að byrja. Þetta var í sjónvarpinu á klakanum þegar ég var unglingur.

Er að horfa á Bráðavaktina og þetta er svo gamall þáttur. Allir eru svo ungir, þarna er fólk sem er hætt í dag og ekki fólk sem ekki er byrjað.
Er að spá í hvað eigi að gera í dag og veit það hreint ekki. Það er gott veður en sólarlaust og hefur greinilega rignt í nótt eða snemma í morgun. Skrepplast kannski bara á Bakken á eftir. 1.mai í dag, til hamingju með það, það er einnig uppstigningardagur og einhvern veginn finnst mér eins og dönum finnist krist himmelfart merkilegra en 1.mai og sé hugsað til þess að um daginn var Store bededag þá er það kannski ekki skrýtið. Held samt að hinn almenni dani sé ekki trúaðri en við hin, en kannski er þetta eitthvað sem liggur í þjóðarsálinni.

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Miklar pælingar hér í sambandi við meira nám. Hvernig á maður að hugsa dæmið. Er málið Master í talmeinafræði eða að fara í eitthvað allt annað og hætta að vinna með fólk? Ja það veit ég ekki en leiðinleg vinna sem er svo illa launuð að það hálfa væri meira en hellingur er ekki að gera sig.
Held ég fái mér bara kakó og brauð upp á þessar vangaveltur.








Tréið fyrir utan stofugluggann hjá mér og Nb. ég bý á efstu hæð í blokk.









Nærmynd! Tréið blómstrar, bleik blóm















Hérna hef ég verið á námskeiði í dag og í gær.

Húsið er frá 1703, geri aðrir betur, og þakið er stráþak
















Og að lokum ein mynd af Slotsparken rústunum.
Þarf að skoða þetta allt betur eftir vinnu einn daginn, þ.e. þegar heilsan verður komin í lag.






Skýjað í dag og því ekki jafn mikil sól og í gær, heldur ekki alveg jafn hlýtt, en frábært veður engu að síður. Komin í 4 daga helgarfrí. Ætla á Bakken en annað er óráðið, jafnvægið ekki alveg upp á það besta. Fékk tíma hjá lækninum næsta þriðjudag en fæ ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en 21 mai og samkvæmt mínum útreikningum gæti ég nú verið dauð þá.

Vaknaði í stofusófanum í kvöld, skildi fyrst ekkert í að kominn væri morgun og svo ekkert í því að ég hefði sofið í sófanum, tók smá stund að átta sig á að ég væri komin í helgarfrí og að ég hefði lagt mig þarna þegar ég kom heim í dag.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ennþá hrottalega pirruð

Hvernig getur Vinnumálastofnun (eða hvað það apparat heitir nú) legið á plöggum mánuðum saman, hvernig getur starfsfólkið þar haft það á samviskunni að vinna ekki vinnuna sína og þiggja laun fyrir það. Ja ég er allavega komin í tugþúsundaskuld vegna vanrækslu þeirra og svo sannarlega ekki sátt. Fyrir rúmlega ári síðan gekk ég frá því við greiðsluþjónustuna að dregið yrði af laununum til að endurgreiða lánið. Það voru allar dagsetningar á hreinu og allt öruggt taldi ég, en nú í vor kom reikningur frá LIN, hahhhhhhhhhh greiðsluþjónustan ekki að standa sig.
Húsavíkurbær var ekki að standa sig hvað skattinn varðar, launaseðlum og launamiða bar ekki saman, þrátt fyrir að borga heljarinnar skatt í hverjum mánuði, þá var skuld við skattinn upp á tugi þúsunda staðreynd. Um þar síðustu áramót var nafni bæjarfélagsins breytt eftir heljarinnar sameiningu og ekki hvarflaði annað að mér en að launagreiðendur færu nú að standa sig. En nei, málið versnaði, launamiðinn segir að ég hafi greitt mun minni skatt en ég gerði og launaseðlar segja til um og staðreyndin ég þarf að borga mun meira en í fyrra. Og að síðustu: póstþjónustunni á Íslandi virðist fyrirmunað að skilja að fólk geti bara flutt úr landi og að það sé ekki tímabundið. Þeir eru til í að senda mér póstinn minn tímabundið fyrir pening en að sætta sig við að þetta sé ekki tímabundið ekki að ræða það. Þannig að eins og staðan er í dag fæ ég allan danskan póst sendan heim til mín en allt sem hefur viðkomu á Íslandi fer heim til mömmu. Heimilisfanginu breytti ég í Nóv - des á síðasta ári og hef reglulega haft samband við póstþjónustuna síðan, þar eru þeir ekkert nema viljinn og benda mér á að breyta heimilisfanginu á netinu, sem ég geri en það er bara hægt tímabundið og þar sem ég stefni ekkert á að flytja til Íslands á næstunni þá gengur þetta ekki upp og að halda það að ég fari að borga tiltekna upphæð á mánuði fyrir að fá póstinn minn sendann þvílík vitleysa. Niðurstaðan er því þessi: Ef manni dettur í hug að flytja frá Íslandi er víst best að eiga svona c.a. 150 -200.000 til að standa straum af klúðri íslenskra stofnanna. Jabb hélt ég væri með allt á hreinu þegar ég flutti, búin að kynna mér allt svo vel og ganga svo vel frá öllum endum en þessi vitleysa hvarflaði aldrei að mér.
Húsið sem ég var á námskeiði í í dag er yndislegt, byggt 1703 með stráþaki og alles. Enginn íslenskur moldarkofi það. Jæja veit allavega núna hvernig stráþök líta út. Og ég er búin að komast að því að það er ekki nafnið sjálft sem kemur alltaf upp um að ég er íslensk og svo sannarlega er það ekki útlitið, heldur er það viðhengið -dóttir! Við vorum með lista með nöfnum allra þáttakenda Þegar við vorum lesin upp þurftum við að segja lítillega frá okkur, hvar við innum og svona, nema þegar fyrirlesarinn hafði tafsað á nafninu mínu tilkynnti hann mér að hann væri á leið til Íslands í frí í sumar. Jæja aftur námskeið á morgun og svo 4 daga frí. En komið vor og blíða alla daga.
Ætlaði að finna mynd af húsinu á netinu en ekki alveg að ganga upp

mánudagur, apríl 28, 2008

Í dag var það svona

Þegar ég kom út í morgun var enginn strætó að bíða eftir mér og engin stóð handan götunnar að bíða eftir strætó, hummmmmmmm skrýtið. Stuttu síðar kom stelpa og beið mér til samlætis, stuttu síðar hjólaði kona fram hjá og sagði okkur að tian gengi ekki fyrr en í fyrsta lagi um 10 leytið. Við ákváðum að deila taxa að Flintholm St. þar sem við vorum báðar á leið þangað. Eftir taxa, 2 lestir og göngutúr sem var ekki þessi hefðbundni þar sem ég tók smá krók á mig til að komast að því hvar ég á að mæta á námskeið næstu 2 dagana mætti ég í vinnu og þar var nú allt hefðbundið ef frá er talið að við fórum mjög snemma út eða þannig. Rjómablíða á Stórköben svæðinu í dag. Allavega bæði í Valby og Gladsaxe og það er meira en smáspotti þar á milli. Komst að því þegar ég kom í vinnu að strætó var í verkfalli í dag. En á netinu áðan lofa þeir að byrja að keyra aftur i morgen tidligt og eins gott fyrir þá þar sem ég stefni út kl 07.00. Hanne sem vinnur með mér hefur mjög miklar áhyggjur á skógleysisuppvexti mínum og frá því í febrúar hefur hún verið mjög upptekin af því að ég hafi aldrei séð tré sem blómstra. Í síðustu viku var hún búin að planleggja fyrir mig að ég gæti nýtt 1 af 4 dögum af komandi helgarfríi í skógartúr og í dag útfærði hún það enn frekar. Hún kom með þessa snilldarhugmynd sem ég ætla sko að framkvæma á föstudaginn. Ég ætla að taka togið til Klampenborg en þar er Bakken (held það sé skrifað svona en sagt með "gg" og ef maður vill vera sniðugur þá getur maður bara haft það Bekkan, haha og ég er svo sniðug.) Þar ætti ég víst að finna tré og skóg og svo tívolí. Jæja þangað stefnum ég og myndavélin mín. Annað af helginni er óráðið. Reyndi reyndar að bjóða mér í heimsókn til Ingu Birgittu en hún er að vinna blessunin þannig að það verður bara síðar. Þegar ég var að skipta um tog í Ryparken (lesist:Ruparken - samt með dönsku R) sá ég mann sem var svo sláandi líkur Unnsteini frænda mínum að það hálfa væri þó nokkuð meira en helmingur.
En talandi um brautarstöðvarnar það eru akkurat staðirnir til að rekast á skrítið fólk. Til dæmis ef maður væri að gera mannlífsrannsókn eða mannfræði og væri búin að þrengja það talsvert og afmarka. Þarna er sko fólkið sem talar upphátt við sjálfan sig eða rífst hástöfum við einhvern ósýnilegan Guðmund. I kvöld þegar ég var búin í ræktinni beið ég eftir lestinni í Valby station, ég þurfti að bíða svolitla stund og settist á bekk á meðan, þegar ég var búin að sitja smá stund settist maður við hliðina á mér, hann var varla sestur þegar hann byrjaði að tuða þessi lifandis ósköp upphátt við sjálfan sig. Guð hvað mér finnst nú gott að vera ein heima hjá mér.
En þetta var víst meira eða minna dagurinn og þetta hafðist á því að fara í vinnu og þaðan í ræktina og svo heim.

sunnudagur, apríl 27, 2008

og nú skín einhver sól gegnum skýin

Sindri Már...

...átti afmæli í gær, til hamingju með það drengur

Það er skýjað enn og engin sól en sæmilega hlýtt held ég. En hvað er ég að kvarta klukkan ekki orðin 11 að morgni hér.

Fæ ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en 21 mai og þá held ég að ég verði dauð. Spurning um að tala aftur við heimilislækninn í vikunni. Nú er ég hætt að drekka fullt af vatni og farin að mæla vatnið ofan í mig, ætla að drekka fullt af vatni en eftir máli, 2 lítrar á dag skulu það vera.
Stutt vinnuvika að hefjast. 1.mai með uppstigningardag í kaupbæti á fimmtudag og svo lokað á föstudag. Ég að vinna á morgun mánudag en svo á námskeiði á þriðjudag og miðvikudag.
Kominn sunnudagur og ekki hefur Janus látið sjá sig með nýjan ráder eða módem handa mér. Þannig að enn sem komið er er ég enn inn á opnu neti einhvers annars.

laugardagur, apríl 26, 2008

Sól og blíða

Hér er þvílíka blíðan og vonast ég til að ná í smá lit af einhverju tagi hér í svaladyrunum. Samt sýnir hitamælirinn á tölvuskjánum bara 12° í Köben. Ég er greinilega íslendingur, mér finnst þetta heitt, sit reyndar í algjöru skjóli.

Þessa dagana er alltaf verið að sýna Mentos auglýsinguna með "Krummi svaf í Klettagjá..." sem undirspil, já þetta ástkæra, ylhýra, manni hlýnar svo sannarlega...

föstudagur, apríl 25, 2008

pirringur, pirringur, pirringur

Var búin að ganga svoleiðis frá öllum endum áður en ég fór frá Íslandi og kynna mér allt svo vel, en vegna misskilnings annarra eða eitthvað einhverra ákvarðanna sem aðrir tóku fyrir mína hönd þá sit ég í súpunni og fæ að gjalda fyrir það = tugþúsunda skuldir, sem að kvarlaði ekki að mér að gæti gerst. Jæja meir um það síðar.
Og engin kvittar, þó augljóst sé á teljaranum að einhverjir skoða síðuna. Þar sem netið er enn í ólagi og ég kemst ekki svo oft inn.
Þvílíka sólin og hitinn í gær, sumardagurinn 1. á Íslandi en ekki hér en gott mál. Hlýtt en sólarlaust í dag. Vona að sólin láti sjá sig á morgun.
Þegar ég mætti í vinnu í gærmorgun hafði verið brotist inn þar einhvern tímann eftir lokun á miðvikudag, hverjum dettur eiginlega í hug að brjótast inn í vöggustofu og leikskóla?
Kristján hefurðu einhvern tímann lent í útkalli af þessu tagi?

mánudagur, apríl 21, 2008

sunnudagur, apríl 20, 2008

Sól...

...og blíða hér í dag. Og á víst að vera næstu daga.
Búin að vera í þriggja daga helgarfríi og finnst nú alveg nóg um lengdina, var alveg búin að fá nóg í gærkvöldi. En hvað um það, ég hef víst enga stjórn á dönskum frídögum frekar en íslenskum.

Síminn kominn í lag og komið í ljós að sennilega er það módemið sem virkar ekki. Þannig að mér virðist ekki ætlað að hafa netið í lagi.

Búin að fá reikning frá Félagi Leikskólakennara hér, var skráð í félagið 11.janúar og allan þann tíma hefur verið beðið eftir pappírum frá Íslandi sem hafa aldrei skilað sér, það er enn verið að bíða en ákveðið var að gera einhverja undanþágu og senda mér glæsilegan reikning. Undanþágan var vegna fyrirhugaðs verkfalls en síðan var samið. Þannig að verkfallið var ekkert en ég má borga þessa upphæð.

Er að horfa á danskann þátt á DR1 og ekki alveg að skilja dæmið enda búin að missa af mörgum þáttum.

Svo má sko alveg kvitta!

föstudagur, apríl 18, 2008

Já og sá aftur konu með blæju í toginu í gær og ég er svo klár að ég sá að þetta var ekki sú sama og um daginn, augun ekki alveg þau sömu eða eitthvað í þá áttina. Hún hélt á bók sem leit ekki alveg út fyrir að vera kóraninn.

Hvað er fleira í fréttum? Oliver er fundinn en honum var rænt út á götu af móður sinni í vikunni. 5 menn og 1 kona í haldi, búið að vera aðalfréttin í allan dag.

Jæja komin með nálardoða og þar með kveður Sigríður blóðlausa

Komið vor

Garðurinn sleginn í dag, angandi gróðurlykt og komnir bekkir og borð út

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Alveg að komast í 3 daga helgarfrí

Var að reyna að ná í Ingu en það svarar enginn á því heimilinu í símann.

Fór til læknisins í dag, á að fá lyf, en þar sem þetta er náttla ég þá fæst lyfið ekki í apótekinu hérna, ætla að tékka annarsstaðar á morgun. Ef þetta er ekki komið í lag eftir helgi þarf ég að fara til eyrnasérfræðings. Jæja en hann minntist ekkert á blóðprufur heldur spurði virkilegra spurninga um líðan mína.

Þarf aftur á fætur fyrir allar aldir en kl. 15.30 er komið helgarfrí. Finnst ég reyndar alltaf vera í helgarfríi, tíminn líður hratt.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Djöfull er ég dugleg

Það sem af er árinu er þetta blogg nr. 50. á síðasta ári (2007) Bloggaði ég 9 sinnum.

Ætla samt ekki að halda því fram að þetta sé neitt merkilegt, mest megnis rusl en mér finnst samt vænt um myndirnar mínar.

Já og þar sem ég ákvað að byrja að telja upp á nýtt þá ákvað ég líka að setja danska veðurkvennsu inn. Bætti einnig inn nokkrum tenglum og henti út öðrum óvirkum.

Varð að gera aðeins meiri breytingar á blogginu, þ.e. koma teljaranum í lag.

Icelandexpress byrjar ekki að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða fyrr en 15. mai er það nú asnalegt.

Lítið að frétta héðan, þarf að fara allt of snemma á fætur í fyrramálið, mæta snemma í vinnu

mánudagur, apríl 14, 2008

og...

...það er búið að blása verkfallið af. Það var samið um helgina. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út launalega séð. þ.e.a.s. Það verður fróðlegt að sjá útborgun og launaseðil. Hvað stendur eftir þegar skatturinn verður búinn að hirða sitt. Er annars að spá eitt og annað, alveg búin að komast að því að ég hef ekki mikinn áhuga á leikskólum sem er alveg í góðu því ég get alveg nýtt menntunina í eitthvað annað.
Fjögurra daga vinnuvika núna og styttist í aðra þriggja daga, þ.e. það er frí 1. mai og svo er lokað 2. mai. og þetta eru fimmtudagur og föstudagur.
Veit ekki alveg afhverju af öllum þeim 30 sjónvarpsstöðvum sem ég er með þá virðist sú sænska alltaf vera á þegar ég er í tölvunni. Núna eru veðurfréttir á þeim bænum, mjög áhugavert á sænsku. Nei, og svo eru komnar fótboltafréttir á sama tungumálinu.
Hlunkaðist í ræktina í dag, í kraftakeppnina við gaurana þar. Típiskur dagur hjá mér, fer á fætur á bilinu 5 - 7 eyði um klukkutíma í strætó, lestir og labb. Vinn í einhverja klukkutíma, síðan annar klukkutími í það sama og um morguninn og ef ég er ekki ógeðslega löt eða annað þá drullast ég í ræktina, tek lest og strætó heim, borða, smá tölva eða sjónvarp, svo er það tannburstinn og rúmið. Guð hvað ég lifi eitthvað spennandi lífi.
Bla,bla,bla... Veit ekki hvað fleira. Ætti að dröslast í háttinn en er eitthvað að rembast við að slá því á frest. Langur dagur í vinnunni á morgun og þarf svo að mæta hrottalega snemma á miðvikudag.

föstudagur, apríl 11, 2008

Held ég sé bara stórskrýtin og hundgömul sál

Það er eitthvað við lyktina á bókasöfnum sem fær mig til að líða svo vel og líða eins og ég sé komin heim. Fór á Bókasafnið um síðustu helgi og tók tvær bækur eftir Dan Brown, annarri þeirra byrjaði ég reyndar á fyrir nokkrum árum en var aðeins of upptekin og svo var bókin langt í frá nógu spennandi til að ég héldi það út en nú ætla ég að reyna aftur. Hummmmmmmmmm Da Vinci code. Sem allir aðrir (eða næstum ) halda ekki vatni yfir. Hin er englar og djöflar. Er búin að hafa bækurnar í tæplega viku en hef mig ekki í að byrja, kannski vegna þess að þær eru á dönsku eða vegna þess að mér finnst þær ekki alveg nógu spennandi. En eitthvað verður það að vera, finnst það ekki alveg nógu innihaldsríkar samræður sem ég á við 1-2 ára börn svona til lengri tíma og kannski þar sem umræðurnar eru mikið til fólgnar í einræðum mínum.

Á næsta föstudag

er Store Bededag sem er almennur frídagur og ég því í fríi. Um daginn vildi ég fá að vita hvaða af hverju væri lokað þennan dag og ég í fríi. Það var útskýrt sem svo að ég gæti þá beðist fyrir allan daginn, eg sagði náttla: jááááááá, og ljómaði eins og sól í heiði. Kannski spurning um að komast að því hvernig faðirvorið er á dönsku. Haha. Ágætt enginn fundur eða fyrirlestur í næstu viku en frídagur svo hægt sé að biðjast ærlega fyrir.

Plan helgarinnar...

... Er í raun ekkert plan nema að drullast í ræktina og rækta sig aðeins, fara svo heim og þrífa aðeins og þvo þvott. Þetta er svona einhver hluti af laugardeginum og annað er óákveðið og sunnudagurinn algjörlega óskrifað blað.

Þurfti að panta mér tíma hjá lækni um daginn. Best að prófa að fara til dansks læknis. Hér þarf maður víst að hafa heimilislækni og fær ekki skráningu inn í landið nema að hafa einn slíkann. Hann byrjaði á að biðja um CPR- númerið mitt (kennitöluna) og ég hugsaði hjúkkkkkkkkkkkkk! En svo bað hann um nafnið og ég hugsaði helvíti og hló innan í mér um leið, því nafnið mitt er ekki beint alþjóðlegt. Þegar kom að dóttir sagði hann: So you are from Iceland, the beautiful Iceland! Og ég varð svo stolt að ég gat lítið gert nema þakka kærlega fyrir. Og nú hlakkar mig bara til að hitta kallinn, hann hljómaði almennilegur í símann.

oft á dag sé ég muslimakonur með höfuðklæði, vinn reyndar með einni sem ér alltaf með svo fallegt, allskonar steinar eða útsaumur og mynstur á enninu. En í morgun í fyrsta skiptið sá ég konu sem var einnig með blæju! Án gríns það sást einungis í augun.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Fleiri myndir




Alexander Mikli og þar hafið þið það góða fólk






















Æskilos og Hygenia dóttir hans







Er þetta Sulla? Ja svo er sagt en hvað veit ég? Aldrei hitt manninn eða séð með eigin augum, enda svoldið langt síðan hann var uppi.























Nerva, ja maður getur spurt sig...

















Þessi heillaði mig, kannski vegna litana innan um allan föla marmarann og annars litlauss efnis. Kannski vegna þess að þetta er óþekktur barbari en grikkir kölluðu alla útlendinga barbara vegna þess að tungumál þeirra hljómaði "barbar"

Hummm

Sitt lítið af hverju... Byrjar á Strikinu
































og svo er það Ráðhúsið á Ráðhústorgi














Og aðalbrautarstöðin...














...og þar má finna lestir af ýmsum stærðum og gerðum

sunnudagur, apríl 06, 2008

ég er myndbloggari

Ég hendi bara inn myndum af því sem ég geri en nenni ekkert að skrifa. Enda yrði það örugglega nördalegt í meira lagi. Er að nota tækifærið þar sem þessi nágranni virðist ætla sér að vera með netið opið í allan dag. En annars gerist lítið í þessu lífi og ég ætti kannski að klára að lesa fyrir morgundaginn. Hummmmmmmmmmmm já ekki galin hugmynd það og hendast svo í háttinn.

En það var hann þessi...



sem dró mig inn í hornið, þar sem þeir deila saman litlu afdrepi = frelsarinn og dauðinn.