þriðjudagur, maí 20, 2008

Kröfuganga

Ég fór í mína fyrstu kröfugöngu í morgun, nema að ég hafi kannski einhvern tímann farið sem barn og muni ekki eftir því. En allavega fyrsta skiptið þar sem eitthvað er sem skiptir mig höfuðmáli. Þar sem ég spásseraði um með skilti þar sem stóð með svörtum stöfum á bleikum grunni: MERE I LÖN NU! (HUMMMMMMMM Ö VAR DANSKT) varð mér hugsað til móður minnar og áhuga hennar á verkalýðsmálum (enda í dag stór partur af starfi hennar skyldi ég ætla). Einnig varð mér hugsað til þess hve hallærislegt mér finnst að alltaf þegar gerist eitthvað út í heimi þá er alltaf hægt að grafa upp einn íslending sem var vitni af öllu saman. Jæja hefði átt að fáránast aðeins meira yfir þessu öllu saman, er ég ekki í verkfalli og kröfugöngum(eiga víst eftir að verða fleiri) í Danmörku? En stuð var þetta, vorum svo mörg að umferðarljós voru virt af vettugi og lagt undir sig heila akgrein.
Skellti mér síðan niður á Ráðhústorg eftir herlegheitin, fór inn á Baresso og keypti mér Latte to go, fór með hann og settist á útikaffihús á torginu, þar keypti ég sko ekkert heldur sat bara í blíðunni. Já og drakk kaffið mitt. Þá sá ég mann sem greinilega vinnur á kaffihúsinu koma og reka fólk sem að var að smyrja sér brauð í burtu, ég bjóst við að ég yrði næst en nei, ég fékk að sitja og sitja með aðkeypta kaffið mitt. Lærdómurinn sem draga má af þessu = það er greinilega í lagi að koma með kaffi rækilega merkt öðru kaffihúsi en ekki að koma og græja sér mat með vörum úr búð. jááá hefði nú haldið að danir ættu að skilja nísku á borð við þessa. Það var fullt af lausum borðum þannig að ekki var það það.
Skellti mér svo í ræktina á eftir. Þar héngu uppi miðar um allt að það væri viðgerðarmaður í kvennaklefanum. Hahhhhhhhhhh þegar ég kom inn voru konur/stelpur að skipta um föt inn á klósetti eða á bak við skápa, ég óspehrædda, frá litla Íslandi lét mér þetta nú í léttu rúmi liggja og skipti bara um föt. Eftir á skellti ég mér svo í sturtu, bar á mig body lotion og svona og klæddi mig svo, aldrei sá ég þennan viðgerðarmann, kannski var hann bara ósýnilegur! En eitt sá ég sem mér finnst frekar (dettur ekki einu sinni í hug orð yfir það) sóðalegt. Stelpa sem fór úr ræktarfötunum, setti roll-on undir hendurnar og í hreinu fötin. Ojjjjjjjjjjjjjj. Aldrei fór ég nú í sturtu í Skokka en ég fór heim í gallanum og fór ekki í önnur föt fyrr en ég hafði farið í sturtu þar. Kom mér svo heim og þá hringdi viðgerðarmaðurinn frá símanum sem átti að koma á morgun en þar sem ég var heima þá kom hann með það sama og nú virkar síminn.