þriðjudagur, janúar 22, 2008

Guð hvað ég hlakka til að fá íbúðina, ekki nóg með að þetta lið hérna éti matinn minn úr ísskápnum, heldur vildi einhver fá að komast á netið í tölvunni minni áðan. Á laugardagskvöldið var bankað upp á og mér boðinn bjór, í gærkvöldi var hamast á hurðinni hjá mér, erfitt að skilja að það er ekki hægt að komast inn um læstar dyr. Ég er víst eini kvenmaðurinn og þar sem þetta er að mestu austantjaldslið heldur það víst sennilega að ég sé einhver dyramotta. Nei, þar sem ég mun flytja einhverja næstu daga þá er ég hætt að versla í matinn hér á bæ.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Valby

Gerði mér ferð þangað, sá blokkina að utan og það er óhætt að segja að þetta verður stuð. Þ.e. í og úr vinnu, hlaupa úr einu togi í annað og strætó og ég veit ekki hvað. Bý víst ekki alveg á næstu grösum við VAlby station en bara gaman að þessu. Eða vona það. Ég hlakka svo til búin að fara og kaupa diska og glös, er bara eins og rotturnar sanka að mér dóti. Jæja þarf víst að fara á fætur kl. 5. Flutti víst ekki bara frá Íslandi heldur skipti ég gjörsamlega um vinnutíma líka.

föstudagur, janúar 18, 2008

Danskt lyklabord, gerist ekki betra, haha. En semsagt bla, bla er ordin stutfull af kvefi og buin ad skipta um eg veit ekki hvad margar skitableyjur i dag og kannski er tad astaeda kvefsins.

mánudagur, janúar 14, 2008

Úff svo þreytt á mánudegi

En svona er það bara. Ákvað fyrirvaralaust að skella mér til Ingu og fjölskyldu í Esbjerg um helgina. Var að tala við Ingu um 19.30 og okkur datt í hug að það gæti nú verið gaman ef ég næði lestinni klukkutíma síðar. Þannig ég setti bara allt á fullt, eitthvað ofan í tösku, æddi í strætó sem ég hafði ekki hugmynd hvenær færi, en þetta hafðist var búin að kaupa lestarmiða 10 mín áður en lestin fór. Og svo álpaðist ég auðvitað í rétta lest. Bara gaman af þessu. Greyið Inga mátti svo sitja undir öllu blaðrinu um hvað mig er farið að hlakka til að fá íbúðina. Spái bara í diskum og leirtaui núna, finnst meira að segja spennandi að fara að versla matvöru, salt og sykur ásamt öðru í þeim dúr.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Jæja góðan daginn Köben

Er víst búin að vera hér í viku og einn dag. En alltaf þegar ég er í stuði að skrifa er netið ekki inni. djís heppna ég. Nenni þessu engan vegin núna en ætla að hætta að safna.



En allavega þarf að vakna allt of snemma á morgnanna. Svona góður 1 og hálfur tími í strætó, lest og labbi. En allt gott með það, haha, tók smá tíma að læra á þetta allt, þ.e. með tímann. Það er misjafnt hvenær ég þarf að mæta á morgnana en held ég sé búin að fatta þetta allt og ekki seinna vænna því ég fæ íbúðina eftir 2 - 3 vikur og get þá byrjað að rata upp á nýtt.


En mig er farið að hlakka til að fá hana og geta komið mér fyrir. Lært að rata upp á nýtt og allt það. Kem við í Hovedbanegarden tvisvar á dag núna, hleyp þar í gegn á morgnana og labba (virðulega)í gegn um miðjan dag eða seinni partinn. Er búin að komast að því að þarna hljóti menn að hafa verið hálshöggnir eða þannig! Annars er þetta Aðalbrautastöðin í Kaupmannahöfn. Held ég þurfi ekkert að hlaupa þar í gegn þegar ég verð flutt
Byrja á dönskunámskeiði í næstu viku þar sem danskan er kennd á sama hátt og njósnurum var kennt í seinni heimstyrjöldinni. Heilaþvottaraðferð sem gaman verður að vita hvernig virkar í raun. Byggir víst á miklum lærdómi og stanslausum prófum.
Lennti í leigubílstjóra í síðustu viku sem vildi endilega leigja mér íbúð, sagðist eiga íbúð í Gladsaxe. Lennti um svipað leyti í þjóni sem vildi endilega bjóða mér út um kvöldið, hann hafði eitt og annað í huga en ég hélt nú ekki. Hef ekki séð það svartara en manninn þann. Týndi vettlingunum mínum um daginn og mátti splæsa í nýja, ekkert sérstaklega ánægð því mér var annt um þessa vettlinga, fallegir og heimaprjónaðir. Týndi líka húfunni en varð mjög ánægð þegar ég fann hana í vinnunni.

laugardagur, janúar 05, 2008

"Gekk ég yfir sjó og land" og "Í skóginum stóð kofi einn" eru ekki jólalög í Danaveldi. Hef heldur aldrei skilið af hverju "Gekk ég yfir sjó og land" er jólalag og hitt = það er enginn jólasveinn í danska textanum.