föstudagur, júlí 06, 2007

Farin á fund forfeðranna...

...þ.e ekki yfir móðuna miklu heldur ætla ég að skella mér vestur á firði með Öllu og Elmari. Erindið að skoða átthagana. Staðina þar sem forfeður mínir ólu sín bein margir hverjir, þar til hún amma mín heitin reif sig upp og gerðist frú norður í landi, giftist bóndasyni, ól sín börn og sinnti sínum búfénaði.
Tjaldútilega: Barðarströnd, Rauðisandur, skreppl á Patró og eitthvað fleira. Kvíður samt svo fyrir að sofa í tjaldi en það er áskorun til að sigrast á.
Búin að grafa upp svefnpokann sem ég fékk í fermingargjöf um árið og búin að pakka niður, kvíður samt svo fyrir.