laugardagur, júlí 12, 2008

nenni nú barasta ekkert að skrifa neitt nú frekar en í morgun. en jæja ætli sé ekki best fyrst ég lennti hér inn.
Sofnaði í sófanum eftir að ég kom heim úr vinnu í gær, vaknaði kl. 23.20 og nennti ekki að hafa mig inn í rúm þannig að ég ákvað að liggja aðeins lengur og það gekk svo ágætlega að ég vaknaði um 7 leytið í morgun. Svaf semsagt á sófanum í eina 13 tíma og var að drepast í bakinu fram eftir morgni.
Lítið gerst í dag, fyrir utan bakverkinn, hef ég verið með minn venjulega svima og jafnvægisskynið í meira ólagi en venjulega, hef þrátt fyrir það drullast nokkrar ferðir í þvottahúsið, já og svo fór ég og keypti mér pizzu, þetta eru ferðirnar út úr húsi þennan daginn.
Sá áhugaverðan hlut í vinnunni í gærmorgun, fór með eina unga dömu í sandkassann, þar er sandurinn ljósbrúnn, í kassanum var gulbrún þúst sem ég vissi nú eiginlega ekki hvað var fyrr en hún tók á hreyfingu þá fattaði ég að þetta var froskur, en bíddu eiga þeir ekki að vera grænir? froskaþekking mín samanstendur víst af útliti Kermits. Ég komst að því þarna að froskaþekking mín samanstendur víst af engu, kvikindið var ekki einu sinni grænt á litinn. Ég remdist við að halda ró minni og beið eftir öðrum starfsmanni sem átti loks leið hjá. og jú þetta var froskur, þeir búa víst í runnunum en eiga til að villast þegar mikil rigning er eins og nóttina áður. honum var bjargað úr kassanum, sem hann komst ekki upp úr að sjálfsdáðum, inn í runna.