miðvikudagur, júlí 16, 2008

Það er alveg að koma helgi

Bla, bla... síðustu 3 dagar (að þessum meðtöldum hafa verið langir dagar) í vinnunni en næstu tveir eru styttri. heilsan fer versnandi held ég bara og heimurinn örugglega líka. Það er eitt og annað að brjótast um í heilabúi mínu sem ég vil ekki ræða hér, þ.e. fyrir framan allan hinn íslensku lesandi heim. En einhvern veginn er það svoleiðis að þegar allt á að verða einfalt, eitt stórt vandamál og maður hefur ákveðið að leggja allt á hilluna þá kemur eitthvað annað upp, kannski er ég að mikla þetta allt fyrir mér, kannski er ég að hafa óþarfa áhyggjur, en tímasetningar hafa alltaf verið vandamál, hlutir poppa bara upp og örugglega á vitlausum tímum. Æi ég veit ekki hvað ég er að blaðra, ég er svo þreytt.
Sá svo fallegt fiðrildi á flugi í gær, það var gult og svart, ekki misgrátt íslenskt. Annars finnst mér fiðrildi ekkert flott nema lifandi á flugi, uppstoppuð, þurrkuð fiðrildi í kassa eru ekki alveg minn kaffibolli, ojbara finnst það meira að segja frekar krípí dæmi.
Ég verð stressuð innan um öll rólegheit dana, á erfitt með að slaka á, þetta rólega, afslappaða umhverfi hefur þveröfug áhrif á mig. held ég leggi mig bara fljótlega, þarf hvort sem er á fætur um 5 leytið.