fimmtudagur, september 27, 2007

jæja allt að hafast, best að fara að skella sér út í rokið og vindinn. Að pósthúsinu og ræktinni lokinni standa víst til þrífingar á þessum bæ.

svoldið á taugum...

... en jæja reddast vonandi samt allt. Er semsagt búin að segja upp blessaðri vinnunni (skriflega, með 3 mánaða uppsagnarfrest) en hef ekki alveg fengið neitt í staðinn en það vonandi reddast nú allt saman, þá allavega þegar ég sýni mig í eigin persónu í útlandinu. Það er rok úti og ég að reyna að hafa mig í ræktina labbandi, gengur ekki alveg sem skildi. Búin að selja bílinn, þarf að labba allt, svoldið skrýtið en án vafa bæði hollt og gott. Ætla að nýta ferðina og skella mér að minnsta kosti á pósthúsið í leiðinni.

sunnudagur, september 16, 2007

Vá hvað ég...

...elska nýju tölvuna mína.

Seldi bílinn minn síðasta föstudag og þarf því að reyna að rembast við að venjast því að labba allt. Ekkert smá skrítin tilfinning. En hollt held ég. Bla,bla... Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að ég fari um áramótin, ef ég verð búin að fá íbúð og svo er bara að vona að vinnan fylgi í kjölfarið. Þetta er allt svo spennandi, en samt er ég svo þreytt og á svo erfitt með að bíða en er samt búin að taka fullt af ákvörðunum. Svoldið erfitt að geta ekki byrjað að pakka niður, reyna að selja dótið, henda því sem á að henda osfrv. En jæja sá dagur kemur. Á meðan get ég víst hugsað þetta allt.

sunnudagur, september 09, 2007

veit ekki vel...

hvað ég ætlaði mér að skrifa. Gengur eitthvað ekki vel að komast inn á síðuna. Er byrjuð að vinna aftur, búin í sumarfríi. Og það er bara ágætt. Nýja sæta, sæta tölvan mín ennþá fín og í góðu standi, hreint og beint elska gripinn. Er annars enn að æfa mig á dönskunni og með allan (eða mestan) hugann við það. Húsavíkurfestival í gær og bara gaman það. Var að vinna, sem er líka bara gaman.