fimmtudagur, maí 01, 2008

Jæja tékkaði aftur á heimasíðu Íslendingafélagsins hér í Köben, ekki mjög virk síða verð ég að segja. Þegar ég tékkaði á henni heima á klakanum á síðasta ári fannst síðan ekki! og núna fannst hún en er mjög léleg. Þar er lítið og síðasti viðburður sem skráður er er Þorrablót í febrúar síðast liðnum, þ.e. Hvar miðasalan er osfrv. Jæja en skráði mig samt á póstlista þar þannig að ég ætti að fá sendan póst þegar eitthvað á sér stað á þeim bænum.
Annað í fréttum ákvað í gærkvöldi þegar ég var að athuga lestarferðir og fréttir hjá DSB að senda inn fyrirspurn um vettlingana mína sem hurfu í janúar. Heiða á Þverá prjónaði þá og mamma gaf mér þá þannig að mér er frekar annt um þá og tók þetta nærri mér. I morgun var ég búin að fá póst þeir telja sig hafa rétta vettlinga og ég á að hringja. Af því mér finnst svo gaman að rembast í símann á dönsku ;)