þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ennþá hrottalega pirruð

Hvernig getur Vinnumálastofnun (eða hvað það apparat heitir nú) legið á plöggum mánuðum saman, hvernig getur starfsfólkið þar haft það á samviskunni að vinna ekki vinnuna sína og þiggja laun fyrir það. Ja ég er allavega komin í tugþúsundaskuld vegna vanrækslu þeirra og svo sannarlega ekki sátt. Fyrir rúmlega ári síðan gekk ég frá því við greiðsluþjónustuna að dregið yrði af laununum til að endurgreiða lánið. Það voru allar dagsetningar á hreinu og allt öruggt taldi ég, en nú í vor kom reikningur frá LIN, hahhhhhhhhhh greiðsluþjónustan ekki að standa sig.
Húsavíkurbær var ekki að standa sig hvað skattinn varðar, launaseðlum og launamiða bar ekki saman, þrátt fyrir að borga heljarinnar skatt í hverjum mánuði, þá var skuld við skattinn upp á tugi þúsunda staðreynd. Um þar síðustu áramót var nafni bæjarfélagsins breytt eftir heljarinnar sameiningu og ekki hvarflaði annað að mér en að launagreiðendur færu nú að standa sig. En nei, málið versnaði, launamiðinn segir að ég hafi greitt mun minni skatt en ég gerði og launaseðlar segja til um og staðreyndin ég þarf að borga mun meira en í fyrra. Og að síðustu: póstþjónustunni á Íslandi virðist fyrirmunað að skilja að fólk geti bara flutt úr landi og að það sé ekki tímabundið. Þeir eru til í að senda mér póstinn minn tímabundið fyrir pening en að sætta sig við að þetta sé ekki tímabundið ekki að ræða það. Þannig að eins og staðan er í dag fæ ég allan danskan póst sendan heim til mín en allt sem hefur viðkomu á Íslandi fer heim til mömmu. Heimilisfanginu breytti ég í Nóv - des á síðasta ári og hef reglulega haft samband við póstþjónustuna síðan, þar eru þeir ekkert nema viljinn og benda mér á að breyta heimilisfanginu á netinu, sem ég geri en það er bara hægt tímabundið og þar sem ég stefni ekkert á að flytja til Íslands á næstunni þá gengur þetta ekki upp og að halda það að ég fari að borga tiltekna upphæð á mánuði fyrir að fá póstinn minn sendann þvílík vitleysa. Niðurstaðan er því þessi: Ef manni dettur í hug að flytja frá Íslandi er víst best að eiga svona c.a. 150 -200.000 til að standa straum af klúðri íslenskra stofnanna. Jabb hélt ég væri með allt á hreinu þegar ég flutti, búin að kynna mér allt svo vel og ganga svo vel frá öllum endum en þessi vitleysa hvarflaði aldrei að mér.
Húsið sem ég var á námskeiði í í dag er yndislegt, byggt 1703 með stráþaki og alles. Enginn íslenskur moldarkofi það. Jæja veit allavega núna hvernig stráþök líta út. Og ég er búin að komast að því að það er ekki nafnið sjálft sem kemur alltaf upp um að ég er íslensk og svo sannarlega er það ekki útlitið, heldur er það viðhengið -dóttir! Við vorum með lista með nöfnum allra þáttakenda Þegar við vorum lesin upp þurftum við að segja lítillega frá okkur, hvar við innum og svona, nema þegar fyrirlesarinn hafði tafsað á nafninu mínu tilkynnti hann mér að hann væri á leið til Íslands í frí í sumar. Jæja aftur námskeið á morgun og svo 4 daga frí. En komið vor og blíða alla daga.
Ætlaði að finna mynd af húsinu á netinu en ekki alveg að ganga upp