föstudagur, apríl 11, 2008

Þurfti að panta mér tíma hjá lækni um daginn. Best að prófa að fara til dansks læknis. Hér þarf maður víst að hafa heimilislækni og fær ekki skráningu inn í landið nema að hafa einn slíkann. Hann byrjaði á að biðja um CPR- númerið mitt (kennitöluna) og ég hugsaði hjúkkkkkkkkkkkkk! En svo bað hann um nafnið og ég hugsaði helvíti og hló innan í mér um leið, því nafnið mitt er ekki beint alþjóðlegt. Þegar kom að dóttir sagði hann: So you are from Iceland, the beautiful Iceland! Og ég varð svo stolt að ég gat lítið gert nema þakka kærlega fyrir. Og nú hlakkar mig bara til að hitta kallinn, hann hljómaði almennilegur í símann.