föstudagur, apríl 25, 2008

pirringur, pirringur, pirringur

Var búin að ganga svoleiðis frá öllum endum áður en ég fór frá Íslandi og kynna mér allt svo vel, en vegna misskilnings annarra eða eitthvað einhverra ákvarðanna sem aðrir tóku fyrir mína hönd þá sit ég í súpunni og fæ að gjalda fyrir það = tugþúsunda skuldir, sem að kvarlaði ekki að mér að gæti gerst. Jæja meir um það síðar.
Og engin kvittar, þó augljóst sé á teljaranum að einhverjir skoða síðuna. Þar sem netið er enn í ólagi og ég kemst ekki svo oft inn.
Þvílíka sólin og hitinn í gær, sumardagurinn 1. á Íslandi en ekki hér en gott mál. Hlýtt en sólarlaust í dag. Vona að sólin láti sjá sig á morgun.
Þegar ég mætti í vinnu í gærmorgun hafði verið brotist inn þar einhvern tímann eftir lokun á miðvikudag, hverjum dettur eiginlega í hug að brjótast inn í vöggustofu og leikskóla?
Kristján hefurðu einhvern tímann lent í útkalli af þessu tagi?