mánudagur, júní 09, 2008

Held ég sé bara að missa geðheilsuna






Hérna er hún á svölunum, hún liggur alltaf á hreiðrinu en það koma aldrei nein egg, ég bara skil þetta ekki alveg og ég sem reyni að eyða tíma mínum einhversstaðar annars staðar til að trufla hana nú ekki. En hvað veit ég svo sem um þetta? Ekki er ég neinn fuglafræðingur.
Djöfull er þetta leiðinlegt hangs, er með ofnæmi fyrir verkfalli og er líka með ofnæmi fyrir leikskólum. Hefði átt að mennta mig í einhverju öðru en að vinna með fólk og ég held bara núna að skúringarvinna sé meira heillandi en þetta. Hahhhhhhh hef reyndar unnið skúringarvinnu og hún er meira heillandi. Mörg ár síðan en getur varla verið verr borguð en þetta.

Þarf ekki að mæta eitt né neitt fyrr en klukkan 16.00 á morgun, en gæti nú kannski henst út í garð og sólað mig í fyrramálið ef ég vakna snemma. Get svo svarið það, það eru rauðar rendur á hálsinum á mér, það hefur nú aldrei gerst áður.

Ég hefði bara átt að gerast verkfræðingur, ætti kannski að athuga það nám á netinu, hummmmmmmmmmmmm. Allavega það sýnir sig maður á ekki að vinna með fólk, það er illa borgað. Eða kannski bara að fara og læra einhverja tölvunarfræði. Jæja allavega háskólamenntun þar sem launin eru 7% hærri en hjá ómenntuðu starfsfólki og ríkiskassinn neitar að fara hærra en 12,8. Hahhhhhhhhhhh ekki alveg að gera sig.