sunnudagur, maí 25, 2008

Júróvisjón

Eitt sem mér þótti athugavert eftir júróvision í gærkvöldi, Grikkland og Kýpur eru þekkt fyrir að gefa alltaf hvort öðru 12 stig og hafa þótt frekar halló og fyrirsjáanleg fyrir vikið. Kýpur var ekki með í gær þannig að sennilega var úr vöndu að ráða fyrir Grikki.
En Ísland og Danmörk gáfu einnig hvort öðru 12 stig. Það búa um 10.000 íslendingar í Danmörku og ég skal fúslega viðurkenna að ég kaus Ísland, en mér fannst þau standa sig vel og eiga það skilið. Ef lagið hefði verið leiðinlegt og þau léleg efast ég stórlega um að ég hefði kosið landið, ég kaus líka Finland sem mér fannst snilld! En ég efast stórlega um að það búi 10.000 danir á Íslandi, hvað er í gangi? Erum við svona höll undir það að hafa einu sinni verið nýlenda dana? Þegar allt sjálfstæðisbrölt er löngu búið þurfum við þá samt að sanna fyrir þeim að þeir séu enn bestu vinir okkar? Einhversstaðar las ég að söngvarinn væri svo sætur, já sætur er hann en......... Nú veit ég ekki sem íslendingur búandi í Danmörku, ég elska að búa hérna en ég er líka stolt af að vera íslendingur, það var eitthvað sem stakk mig þegar ég fattaði þetta. Hvers vegna gáfu Íslendingar dönum 12 stig? er það vegna allra íslendinganna búandi í Danmörku? Hvað með Pólland, nú er gífurlegur fjöldi pólverja búandi á Íslandi, fékk Pólland einhver stig frá Íslandi? Gaf Pólland Íslandi einhver stig?
Júróvision aðdáendur nr. 1 búa á Húsavík, önnur þeirra er nýkomin frá Rússlandi og nú er spurningin: Mamma ætlarðu að taka Rannveigu með þér til Rússlands á næsta ári?