þriðjudagur, maí 13, 2008

Hún á afmæli í dag

litla skottið. Jæja hún er víst ekkert lítil en var einu sinni minni en ég, langt síðan hún óx mér langt yfir höfuð. Til hamingju með daginn systir.
Komið í ljós að það verður verkfall, kosningu lokið og meirihlutanum fannst hopp upp um 3 launaflokka ekki nóg. Það er vel skyljanlegt, það ætti bara að búa til nýja launaflokka. Verkfallið hefst á mánudaginn næsta en þá á einmitt hún Abba afmæli.
Það var hringt í mig í vinnuna í dag, pappírarnir frá Vinnumálastofnun voru loksins að skila sér í hús, búið að bíða eftir þeim síðan í janúar. Skil þetta ekki alveg þeir skíla sér á bak við að það hafi beðið svo mörg skjöl, hlaðist upp í enda síðasta árs. Þetta er litla Ísland, ég bý í milljónaborginni Kaupmannahöfn þar gefur skattstofan sér 5 virka daga til að útbúa nýtt skattkort, það tók aðeins lengri tíma í mínu tilfelli þar sem áramótin voru nýliðin og mikið að gera, það var samt komið fyrir mánaðarmótin. Reyndar ekki alveg rétt en það var svo komið til mín rétt tveimur dögum síðar. Jæja er allavega ánægð með að pappírarnir séu komnir í hús.
Hér er stanslaus blíða, reyndar ekki eins hlýtt og undanfarna daga en spáin segir víst að hitinn sé á uppleið aftur. Kannski gott fyrir kroppinn minn að fá smá hvíld. Er brunninn á bakinu eftir 3 daga legu á strönd í Esbjerg. Eyddi semsagt Hvítasunnuhelginni hjá Ingu og börnum, bara snilld, margt brallað og rætt.
Jæja er svo á leið til læknisins á morgun. Ætla að vona að eitthvað gerist, get bara ekki meir í þessu. Á svo pantaðan tíma hjá eyrnasérfræðingi í næstu viku. Er annars kvefuð eina ferðina enn og held ég hafi fengið afleggjara af hálsbólgunni hans Sölva Fannars, ekki gaman það!