fimmtudagur, maí 01, 2008

Og sólin fór að skína um 5 leytið

Þá var ég sko komin heim aftur frá Bakken og búin að liggja upp í sófa undir teppi í þó nokkra stund . Það var demba á Bakken, gaman að koma þangað, margt að sjá og fallegt. Það flottasta voru hestarnir og kerrurnar, það er hægt að kaupa sér far með þeim en litla stelpan sem er að safna fyrir skuldunum sem Vinnumála eitthvað ákvað að stofna henni í og skattinum sem hún hélt að hún hefði borgað meir en nóg af á síðasta ári, sleppti hestvagnadæminu og notaði frekar fæturnar sem enn virka en spurning hvað það verður lengi. Þarna eru greinilega margar gönguleiðir og varð mér hugsað til Gurru, vantaði hana að labba með. Labbaði hring í tívolíinu og það heillaði mig nú ekki en kannski er það bara ég. Jæja gott mál eyddi allavega ekki krónu þar. Einhversstaðar hér í Valby eftir að ég fór í togið í Flintholm St. kom fullt af einhverju liði inn. Kl. var um 12 oh liðið allt meira og minna drukkið, mismikið en drukkið þó. Með þvílíkan hávaða og þetta var fullorðið fólk, meðalaldurinn c.a. 50 ár. Þetta voru einhverjir fótboltaáhangendur held ég. Svo fóru þau að syngja eitthvað sem annað slagið var: vi er mester! Á trefli sem ein konan var með stóð Bröndby (náttla með dönsku ö) Stuttu seinna fóru aðrir að syngja án þess að kunna textann: lalalala Esbjerg! Meira veit ég ekki um þetta, liðið drullaðist út í Österport og Nordhavn. Ég aftur á móti sat í guðs friði til Klampenborg. Þegar þangað var komið heyrði ég strák segja við lestarverðina að þeir hefðu átt að koma fyrr og hugsa ég að það sé rétt þau hefðu örugglega nappað marga án fargjalds. Jæja eftir svaðilförina og komin undir teppi hentist ég upp í sófa og kveykti á sjónkanum, voru þá ekki tveir þættir af the Cosby show að byrja. Þetta var í sjónvarpinu á klakanum þegar ég var unglingur.