laugardagur, júní 14, 2008

Guð minn góður

Það er sko ekki ofsögum sagt að ég hafi of mikinn tíma að drepa. Venjuega hef ég allt of mikið að gera, vinn of mikið og treð öllu sem mig langar og langar ekki að gera þar inn í. Núna mæti ég svona 2 -3 tíma á dag, hingað og þangað um Kaupmannahafnarsvæðið, hlusta á ræður eða einhverjar planlagningar eða fer í kröfugöngur, ja eða eins og á föstudagsmorguninn reyni að drekkja mér á Íslandsbryggju. En hvað gerir maður við alltof mikinn frítíma þegar maður getur ekki einu sinni drukknað? Hummmmmmmmmmm, ég hef ekki farið í sokka í heilan mánuð, það hefur nú ekki gerst áður, ég fór í þessa agalegustu fótsnyrtingu hér fyrr í kvöld yfir sjónvarpinu, fótabað og tilheyrandi og naglalakkaði táneglurnar, það hef ég nú heldur aldrei gert áður, þannig að nú eru þær ljósbleikar. Já og svo klippti ég á mér toppinn. Rembist við allt til að leka ekki niður af leiðindum. Held ég kannski þrífi aðeins á morgun, æi það veitir eiginlega ekki af.
En annars er letin og leiðindin svo mikið að ég fór í náttbuxur og bol í morgun og er ennþá í þeim flíkum.