þriðjudagur, júlí 29, 2008

24° kl.19.30

Er eitthvað meira um það að segja?
Eyði 2-3 tímum í strætó og lest á dag og þessa dagana er ólíft inn í þessum fyrirbærum.
Núna er fínt að vera vinna vinnu sem er alltaf einhver útivera því núna er hún mikil. Snild.
Jæja best að þrífa aðeins áður en ég hendist í sturtu, takmarkið er að klára eldhúsið og helst baðherbergið, þarf svo að fara á fætur um miðja nótt til að ná í vinnu kl.07.00 í fyrramálið.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Og sólblómið á svölunum sprakk út í dag. Það gladdi mig óhemju, átti nú ekki von á því strax.

Steikin

Sit í svaladyrunum eins og klessa og hlusta á Ladda, ætlaði eiginlega að klára að pakka niður þannig að ég geti farið að þrífa, en kem engu í verk vegna hita, jú það lekur af mér svitinn þannig að líkamsstarfsemin er greinilega í lagi. Er líka komin með ísdellu, djís það hefði mér nú aldrei dottið í hug. Kenni sko hitanum um það. Jæja er ekki mikið eftir að pakka þannig að þetta ætti nú alveg að hafast þegar ég hefst úr svaladyrunum.

laugardagur, júlí 26, 2008

Engar fréttir eru góðar fréttir, ekki satt. Eyddi deginum ja eða seinnihluta hans úti í garði og við þvott, á reyndar eftir að dröslast niður og sækja restina, ekki alveg að hafa það af. En jæja ætti víst að hafa það af, klukkan að verða 22.00 og 22° úti samkvæmt mælinum. Annað hefur víst ekki gerst hér í dag.

Jæja farin út í sólina og 27° Þar sem ég er ekki enn orðin eldrauð, haha. Ætla einnig að hendast í þvottahúsið í leiðinni, jeijjjjjjjjjjjjjjjjj.

föstudagur, júlí 25, 2008

Hvernig væri svo að fara að Kvitta?

Erfitt, já það gæti verið það eða maður gæti allavega haldið það. Eitthvað var ég að hugsa í dag sem átti að fara hingað inn en ég man bara ekki hvað það er. Jæja get sett inn eina sæta sögu sem ég veit að Aðalheiður fílar, eða þannig ætli að hún æpi ekki af ógeði. Jæja fór í göngutúr með ungana í vinnunni í dag, við fórum að leita að öndum, sem fundust nú ekki og við vel byrgð af gömlu brauði. Jæja einhversstaðar kíktum við inn í helli og vorum að þvælast í allskonar gróðri, allt í einu er ég að stórum hluta komin í eitthvað viðbjóðslegt klístur, sem ég kippti mér svosem ekkert agalega upp við, bara tók í burtu en mér varð hugsað til Aðalheiðar - Þetta var köngulóarvefur!!!

Var ekki rauð á litinn þegar ég vaknaði í morgun en á alveg von á því að sú verði staðan á morgun, það var ekki kaldara eða minni sól í dag en í gær.

Jæja og ákvörðun er komin fyrir næstu mánuði í það minnsta, ja eða jafnvel ár.

Til Aðalheiðar



Einhvern vegin svona lítur dæmið út, 12 tímum eftir að ég fór á fætur og búin að fara í vinnu í millitíðinni. Ómáluð í steikjandi sól

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Er ég búin að vera svo lengi í Köben að mér finnst ekkert sem ég sé neitt merkilegt lengur?
Er þetta allt orðið svo eðlilegt og venjulegt?

Klippti greinilega hárið á réttum tíma. 27° í dag og um og eftir kvöldmat voru 24° Þvílíka sólin og blíðan og ég búin að lýsa yfir að ég verði rauð og skaðbrunnin á morgun. Fór í ferð með ungana í vinnunni í dag og borðaði nesti (hádegismat) út í guðsgrænni náttúrunni. Bara gaman af þessu, berleggjuð í kjól. Að öðru leyti lítið að frétta frá Köben. Togteinarnir ennþá í viðgerð, sem er reyndar engin viðgerð heldur þvílíka dæmið, verið að skipta um allt græið. Þannig að enn er það strætó út og suður til að komast í og úr vinnu.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Hárið er orðið stutt. Skrýtið, ef ég hreyfi hausinn hreyfist bara hárið með. Er ekki svo stutt að nú er það virkilega liðað, haha! Sléttujárnið kemur að góðum notum núna, elska þessa eign mína, þ.e. járnið. Jabb, skrýtið og svo er það svart á litinn, þ.e. hárið.

sunnudagur, júlí 20, 2008

Lítið að segja






ætti því bara að þegja, en ég hentist í zoo í dag, takmarkið var að sjá lifandi fíl.

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Held að fiðrildið hljóti bara að hafa flogið upp í mig og ofan í maga.

Stolið frá Grallaraspóunum

Það var þegar ég var ung/yngri. Þá voru strætisvagnarnir með innskoti í miðju þar sem var svo kallað stæði, einnig var það aftast í vagninum. Þetta var bráðnauðsynlegt vegna þess að vagnarnir voru mjög mikið notaðir á þessum árum þar sem bílaeign landsmanna var ekki eins í þá daga og er núna. Allavega fer ég í strætó á Bústaðarveginum, þegar ég kem inn í vagnin eru engin sæti laus, svo ég fer í stæðið fyrir miðju. Á næstu stoppustöð kemur inn kasólétt kona , á leiðinni í mæðraskoðun á Lansann. Hún stendur þarna með bumbuna út í loftið og horfir aftur með vagninum .Á þessum árum var okkur krökkunum kennt að við ættum að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki og alltaf að standa upp fyrir því. Sætaraðirnar voru þannig að það voru tvö sæti öðrumegin við gangin, en eins sætaröð hinumegin. Fyrir ofan sætin vour auglýsingaspjöld með auglýsingum frá hinum og þessum fyrirtækjum. Ungur strákur í eins sæta röðinni stendur upp fyrir óléttu konunni og býður henni sætið sitt, fegin sest hún niður. Strákurinn kemur í stæðið og eftir smá stund fer hann að flissa .Bæði ég og aðrir í vagninum tökum eftir þessu og förum að fylgjast með því hvað vekur kátínu hjá stráknum. Við tökum eftir að hann horfir til skiptis á ófrísku konuna og auglýsinguna fyrir ofan hana, við hin gerum það líka og förum að hlægja. Á auglýsingarmyndinni fyrir ofan konuna er mynd af úttroðnum peningapoka, á pokanum er rifa eftir endilöngu og út vella peningar. Undir stendur: "ÞETTA ER AFLEIÐING AF SÍÐASTA DRÆTTI !!! "Happdrætti Háskólans. Konann tekur eftir þvi að það er eitthvað í gangi þegar flissið í vagninum er farið að vera ansi hávært. Sér að það er horft á auglýsinguna fyrir ofan hana og skoðar líka. Við að sjá hvað stendur þar bregður henni við og stekkur upp. Í millitíðinni hafði losnað sætið fyrir aftan vagnstjórann og hún rýkur þangað án þess að kanna auglýsinguna sem var á plexíglerinu sem var milli vagnstjóranns og farþeganna. Þegar konann sest verður allt vitlaust úr hlátri í vagninum. Á auglýsingunni á plexíglerinu var mynd af sprungnum hjólbarða og undir stóð " ÞETTA HEFÐI ALDREI SKEÐ EF ÞÚ HEFÐIR NOTAÐ GÚMMÍSLÖNGU FRÁ SVEINI EGILSSYNI !!!"

Það er alveg að koma helgi

Bla, bla... síðustu 3 dagar (að þessum meðtöldum hafa verið langir dagar) í vinnunni en næstu tveir eru styttri. heilsan fer versnandi held ég bara og heimurinn örugglega líka. Það er eitt og annað að brjótast um í heilabúi mínu sem ég vil ekki ræða hér, þ.e. fyrir framan allan hinn íslensku lesandi heim. En einhvern veginn er það svoleiðis að þegar allt á að verða einfalt, eitt stórt vandamál og maður hefur ákveðið að leggja allt á hilluna þá kemur eitthvað annað upp, kannski er ég að mikla þetta allt fyrir mér, kannski er ég að hafa óþarfa áhyggjur, en tímasetningar hafa alltaf verið vandamál, hlutir poppa bara upp og örugglega á vitlausum tímum. Æi ég veit ekki hvað ég er að blaðra, ég er svo þreytt.
Sá svo fallegt fiðrildi á flugi í gær, það var gult og svart, ekki misgrátt íslenskt. Annars finnst mér fiðrildi ekkert flott nema lifandi á flugi, uppstoppuð, þurrkuð fiðrildi í kassa eru ekki alveg minn kaffibolli, ojbara finnst það meira að segja frekar krípí dæmi.
Ég verð stressuð innan um öll rólegheit dana, á erfitt með að slaka á, þetta rólega, afslappaða umhverfi hefur þveröfug áhrif á mig. held ég leggi mig bara fljótlega, þarf hvort sem er á fætur um 5 leytið.

laugardagur, júlí 12, 2008

nenni nú barasta ekkert að skrifa neitt nú frekar en í morgun. en jæja ætli sé ekki best fyrst ég lennti hér inn.
Sofnaði í sófanum eftir að ég kom heim úr vinnu í gær, vaknaði kl. 23.20 og nennti ekki að hafa mig inn í rúm þannig að ég ákvað að liggja aðeins lengur og það gekk svo ágætlega að ég vaknaði um 7 leytið í morgun. Svaf semsagt á sófanum í eina 13 tíma og var að drepast í bakinu fram eftir morgni.
Lítið gerst í dag, fyrir utan bakverkinn, hef ég verið með minn venjulega svima og jafnvægisskynið í meira ólagi en venjulega, hef þrátt fyrir það drullast nokkrar ferðir í þvottahúsið, já og svo fór ég og keypti mér pizzu, þetta eru ferðirnar út úr húsi þennan daginn.
Sá áhugaverðan hlut í vinnunni í gærmorgun, fór með eina unga dömu í sandkassann, þar er sandurinn ljósbrúnn, í kassanum var gulbrún þúst sem ég vissi nú eiginlega ekki hvað var fyrr en hún tók á hreyfingu þá fattaði ég að þetta var froskur, en bíddu eiga þeir ekki að vera grænir? froskaþekking mín samanstendur víst af útliti Kermits. Ég komst að því þarna að froskaþekking mín samanstendur víst af engu, kvikindið var ekki einu sinni grænt á litinn. Ég remdist við að halda ró minni og beið eftir öðrum starfsmanni sem átti loks leið hjá. og jú þetta var froskur, þeir búa víst í runnunum en eiga til að villast þegar mikil rigning er eins og nóttina áður. honum var bjargað úr kassanum, sem hann komst ekki upp úr að sjálfsdáðum, inn í runna.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Rakst á þennan á netinu, nema hvað. Bara snillingur!

Já og Inga mín til hamingju með daginn!!!
Þúsund kossar.

Hitinn búinn að vera svo hrottalegur að ég hef alvarlega verið að spá í að láta lubbann fjúka. Spurning hvernig það kæmi út, hefur nú ekki gerst í ein 11 - 12 ár, það er eins og mig minni að ég hafi örugglega verið stutthærð í Englandi forðum daga. Hárið var nú reyndar frekar í styttri kanntinum um jól, en lubbi samt! En nú er það komið vel niður fyrir axlir.



í dag er ár síðan ég og þau mæðgin urðum næstum að hafa vetursetu að Uppsölum vegna þess að lækjarspræna hafði breyst í stórfljót. Þar komust við að því að sennilega var það það sem henti Gísla.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

22° gráður úti og enn glampandi sól, er búin að vera úti frá því um 20 mín yfir 5 í morgun, jæja kannski ekki alveg úti allan tímann, var að vinna frá 7 - 12.15 og var þá ýmist inni eða úti var kominn heim um 2 leytið og hef verið úti í garði síðan. En þetta er glæsilegt er orðin svo þurr á fótunum að mig klæjar og húðin er farin að flagna af. Þetta er glæsiegt ætli ég endi ekki sem skorpin kelling.
Er annars búin að taka ýmsar ákvarðanir og ýmsar breytingar í vændum. Annars vegar er það heilsufarslegt dæmi, en það er eitthvað að sem enginn veit og nú skal það sigrað, hins vegar er ég menntuð til að vinna leiðinlegustu og verst launuðustu vinnu heims og hef barasta engan áhuga á henni lengur.