miðvikudagur, apríl 30, 2008

Miklar pælingar hér í sambandi við meira nám. Hvernig á maður að hugsa dæmið. Er málið Master í talmeinafræði eða að fara í eitthvað allt annað og hætta að vinna með fólk? Ja það veit ég ekki en leiðinleg vinna sem er svo illa launuð að það hálfa væri meira en hellingur er ekki að gera sig.
Held ég fái mér bara kakó og brauð upp á þessar vangaveltur.








Tréið fyrir utan stofugluggann hjá mér og Nb. ég bý á efstu hæð í blokk.









Nærmynd! Tréið blómstrar, bleik blóm















Hérna hef ég verið á námskeiði í dag og í gær.

Húsið er frá 1703, geri aðrir betur, og þakið er stráþak
















Og að lokum ein mynd af Slotsparken rústunum.
Þarf að skoða þetta allt betur eftir vinnu einn daginn, þ.e. þegar heilsan verður komin í lag.






Skýjað í dag og því ekki jafn mikil sól og í gær, heldur ekki alveg jafn hlýtt, en frábært veður engu að síður. Komin í 4 daga helgarfrí. Ætla á Bakken en annað er óráðið, jafnvægið ekki alveg upp á það besta. Fékk tíma hjá lækninum næsta þriðjudag en fæ ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en 21 mai og samkvæmt mínum útreikningum gæti ég nú verið dauð þá.

Vaknaði í stofusófanum í kvöld, skildi fyrst ekkert í að kominn væri morgun og svo ekkert í því að ég hefði sofið í sófanum, tók smá stund að átta sig á að ég væri komin í helgarfrí og að ég hefði lagt mig þarna þegar ég kom heim í dag.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ennþá hrottalega pirruð

Hvernig getur Vinnumálastofnun (eða hvað það apparat heitir nú) legið á plöggum mánuðum saman, hvernig getur starfsfólkið þar haft það á samviskunni að vinna ekki vinnuna sína og þiggja laun fyrir það. Ja ég er allavega komin í tugþúsundaskuld vegna vanrækslu þeirra og svo sannarlega ekki sátt. Fyrir rúmlega ári síðan gekk ég frá því við greiðsluþjónustuna að dregið yrði af laununum til að endurgreiða lánið. Það voru allar dagsetningar á hreinu og allt öruggt taldi ég, en nú í vor kom reikningur frá LIN, hahhhhhhhhhh greiðsluþjónustan ekki að standa sig.
Húsavíkurbær var ekki að standa sig hvað skattinn varðar, launaseðlum og launamiða bar ekki saman, þrátt fyrir að borga heljarinnar skatt í hverjum mánuði, þá var skuld við skattinn upp á tugi þúsunda staðreynd. Um þar síðustu áramót var nafni bæjarfélagsins breytt eftir heljarinnar sameiningu og ekki hvarflaði annað að mér en að launagreiðendur færu nú að standa sig. En nei, málið versnaði, launamiðinn segir að ég hafi greitt mun minni skatt en ég gerði og launaseðlar segja til um og staðreyndin ég þarf að borga mun meira en í fyrra. Og að síðustu: póstþjónustunni á Íslandi virðist fyrirmunað að skilja að fólk geti bara flutt úr landi og að það sé ekki tímabundið. Þeir eru til í að senda mér póstinn minn tímabundið fyrir pening en að sætta sig við að þetta sé ekki tímabundið ekki að ræða það. Þannig að eins og staðan er í dag fæ ég allan danskan póst sendan heim til mín en allt sem hefur viðkomu á Íslandi fer heim til mömmu. Heimilisfanginu breytti ég í Nóv - des á síðasta ári og hef reglulega haft samband við póstþjónustuna síðan, þar eru þeir ekkert nema viljinn og benda mér á að breyta heimilisfanginu á netinu, sem ég geri en það er bara hægt tímabundið og þar sem ég stefni ekkert á að flytja til Íslands á næstunni þá gengur þetta ekki upp og að halda það að ég fari að borga tiltekna upphæð á mánuði fyrir að fá póstinn minn sendann þvílík vitleysa. Niðurstaðan er því þessi: Ef manni dettur í hug að flytja frá Íslandi er víst best að eiga svona c.a. 150 -200.000 til að standa straum af klúðri íslenskra stofnanna. Jabb hélt ég væri með allt á hreinu þegar ég flutti, búin að kynna mér allt svo vel og ganga svo vel frá öllum endum en þessi vitleysa hvarflaði aldrei að mér.
Húsið sem ég var á námskeiði í í dag er yndislegt, byggt 1703 með stráþaki og alles. Enginn íslenskur moldarkofi það. Jæja veit allavega núna hvernig stráþök líta út. Og ég er búin að komast að því að það er ekki nafnið sjálft sem kemur alltaf upp um að ég er íslensk og svo sannarlega er það ekki útlitið, heldur er það viðhengið -dóttir! Við vorum með lista með nöfnum allra þáttakenda Þegar við vorum lesin upp þurftum við að segja lítillega frá okkur, hvar við innum og svona, nema þegar fyrirlesarinn hafði tafsað á nafninu mínu tilkynnti hann mér að hann væri á leið til Íslands í frí í sumar. Jæja aftur námskeið á morgun og svo 4 daga frí. En komið vor og blíða alla daga.
Ætlaði að finna mynd af húsinu á netinu en ekki alveg að ganga upp

mánudagur, apríl 28, 2008

Í dag var það svona

Þegar ég kom út í morgun var enginn strætó að bíða eftir mér og engin stóð handan götunnar að bíða eftir strætó, hummmmmmmm skrýtið. Stuttu síðar kom stelpa og beið mér til samlætis, stuttu síðar hjólaði kona fram hjá og sagði okkur að tian gengi ekki fyrr en í fyrsta lagi um 10 leytið. Við ákváðum að deila taxa að Flintholm St. þar sem við vorum báðar á leið þangað. Eftir taxa, 2 lestir og göngutúr sem var ekki þessi hefðbundni þar sem ég tók smá krók á mig til að komast að því hvar ég á að mæta á námskeið næstu 2 dagana mætti ég í vinnu og þar var nú allt hefðbundið ef frá er talið að við fórum mjög snemma út eða þannig. Rjómablíða á Stórköben svæðinu í dag. Allavega bæði í Valby og Gladsaxe og það er meira en smáspotti þar á milli. Komst að því þegar ég kom í vinnu að strætó var í verkfalli í dag. En á netinu áðan lofa þeir að byrja að keyra aftur i morgen tidligt og eins gott fyrir þá þar sem ég stefni út kl 07.00. Hanne sem vinnur með mér hefur mjög miklar áhyggjur á skógleysisuppvexti mínum og frá því í febrúar hefur hún verið mjög upptekin af því að ég hafi aldrei séð tré sem blómstra. Í síðustu viku var hún búin að planleggja fyrir mig að ég gæti nýtt 1 af 4 dögum af komandi helgarfríi í skógartúr og í dag útfærði hún það enn frekar. Hún kom með þessa snilldarhugmynd sem ég ætla sko að framkvæma á föstudaginn. Ég ætla að taka togið til Klampenborg en þar er Bakken (held það sé skrifað svona en sagt með "gg" og ef maður vill vera sniðugur þá getur maður bara haft það Bekkan, haha og ég er svo sniðug.) Þar ætti ég víst að finna tré og skóg og svo tívolí. Jæja þangað stefnum ég og myndavélin mín. Annað af helginni er óráðið. Reyndi reyndar að bjóða mér í heimsókn til Ingu Birgittu en hún er að vinna blessunin þannig að það verður bara síðar. Þegar ég var að skipta um tog í Ryparken (lesist:Ruparken - samt með dönsku R) sá ég mann sem var svo sláandi líkur Unnsteini frænda mínum að það hálfa væri þó nokkuð meira en helmingur.
En talandi um brautarstöðvarnar það eru akkurat staðirnir til að rekast á skrítið fólk. Til dæmis ef maður væri að gera mannlífsrannsókn eða mannfræði og væri búin að þrengja það talsvert og afmarka. Þarna er sko fólkið sem talar upphátt við sjálfan sig eða rífst hástöfum við einhvern ósýnilegan Guðmund. I kvöld þegar ég var búin í ræktinni beið ég eftir lestinni í Valby station, ég þurfti að bíða svolitla stund og settist á bekk á meðan, þegar ég var búin að sitja smá stund settist maður við hliðina á mér, hann var varla sestur þegar hann byrjaði að tuða þessi lifandis ósköp upphátt við sjálfan sig. Guð hvað mér finnst nú gott að vera ein heima hjá mér.
En þetta var víst meira eða minna dagurinn og þetta hafðist á því að fara í vinnu og þaðan í ræktina og svo heim.

sunnudagur, apríl 27, 2008

og nú skín einhver sól gegnum skýin

Sindri Már...

...átti afmæli í gær, til hamingju með það drengur

Það er skýjað enn og engin sól en sæmilega hlýtt held ég. En hvað er ég að kvarta klukkan ekki orðin 11 að morgni hér.

Fæ ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en 21 mai og þá held ég að ég verði dauð. Spurning um að tala aftur við heimilislækninn í vikunni. Nú er ég hætt að drekka fullt af vatni og farin að mæla vatnið ofan í mig, ætla að drekka fullt af vatni en eftir máli, 2 lítrar á dag skulu það vera.
Stutt vinnuvika að hefjast. 1.mai með uppstigningardag í kaupbæti á fimmtudag og svo lokað á föstudag. Ég að vinna á morgun mánudag en svo á námskeiði á þriðjudag og miðvikudag.
Kominn sunnudagur og ekki hefur Janus látið sjá sig með nýjan ráder eða módem handa mér. Þannig að enn sem komið er er ég enn inn á opnu neti einhvers annars.

laugardagur, apríl 26, 2008

Sól og blíða

Hér er þvílíka blíðan og vonast ég til að ná í smá lit af einhverju tagi hér í svaladyrunum. Samt sýnir hitamælirinn á tölvuskjánum bara 12° í Köben. Ég er greinilega íslendingur, mér finnst þetta heitt, sit reyndar í algjöru skjóli.

Þessa dagana er alltaf verið að sýna Mentos auglýsinguna með "Krummi svaf í Klettagjá..." sem undirspil, já þetta ástkæra, ylhýra, manni hlýnar svo sannarlega...

föstudagur, apríl 25, 2008

pirringur, pirringur, pirringur

Var búin að ganga svoleiðis frá öllum endum áður en ég fór frá Íslandi og kynna mér allt svo vel, en vegna misskilnings annarra eða eitthvað einhverra ákvarðanna sem aðrir tóku fyrir mína hönd þá sit ég í súpunni og fæ að gjalda fyrir það = tugþúsunda skuldir, sem að kvarlaði ekki að mér að gæti gerst. Jæja meir um það síðar.
Og engin kvittar, þó augljóst sé á teljaranum að einhverjir skoða síðuna. Þar sem netið er enn í ólagi og ég kemst ekki svo oft inn.
Þvílíka sólin og hitinn í gær, sumardagurinn 1. á Íslandi en ekki hér en gott mál. Hlýtt en sólarlaust í dag. Vona að sólin láti sjá sig á morgun.
Þegar ég mætti í vinnu í gærmorgun hafði verið brotist inn þar einhvern tímann eftir lokun á miðvikudag, hverjum dettur eiginlega í hug að brjótast inn í vöggustofu og leikskóla?
Kristján hefurðu einhvern tímann lent í útkalli af þessu tagi?

mánudagur, apríl 21, 2008

sunnudagur, apríl 20, 2008

Sól...

...og blíða hér í dag. Og á víst að vera næstu daga.
Búin að vera í þriggja daga helgarfríi og finnst nú alveg nóg um lengdina, var alveg búin að fá nóg í gærkvöldi. En hvað um það, ég hef víst enga stjórn á dönskum frídögum frekar en íslenskum.

Síminn kominn í lag og komið í ljós að sennilega er það módemið sem virkar ekki. Þannig að mér virðist ekki ætlað að hafa netið í lagi.

Búin að fá reikning frá Félagi Leikskólakennara hér, var skráð í félagið 11.janúar og allan þann tíma hefur verið beðið eftir pappírum frá Íslandi sem hafa aldrei skilað sér, það er enn verið að bíða en ákveðið var að gera einhverja undanþágu og senda mér glæsilegan reikning. Undanþágan var vegna fyrirhugaðs verkfalls en síðan var samið. Þannig að verkfallið var ekkert en ég má borga þessa upphæð.

Er að horfa á danskann þátt á DR1 og ekki alveg að skilja dæmið enda búin að missa af mörgum þáttum.

Svo má sko alveg kvitta!

föstudagur, apríl 18, 2008

Já og sá aftur konu með blæju í toginu í gær og ég er svo klár að ég sá að þetta var ekki sú sama og um daginn, augun ekki alveg þau sömu eða eitthvað í þá áttina. Hún hélt á bók sem leit ekki alveg út fyrir að vera kóraninn.

Hvað er fleira í fréttum? Oliver er fundinn en honum var rænt út á götu af móður sinni í vikunni. 5 menn og 1 kona í haldi, búið að vera aðalfréttin í allan dag.

Jæja komin með nálardoða og þar með kveður Sigríður blóðlausa

Komið vor

Garðurinn sleginn í dag, angandi gróðurlykt og komnir bekkir og borð út

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Alveg að komast í 3 daga helgarfrí

Var að reyna að ná í Ingu en það svarar enginn á því heimilinu í símann.

Fór til læknisins í dag, á að fá lyf, en þar sem þetta er náttla ég þá fæst lyfið ekki í apótekinu hérna, ætla að tékka annarsstaðar á morgun. Ef þetta er ekki komið í lag eftir helgi þarf ég að fara til eyrnasérfræðings. Jæja en hann minntist ekkert á blóðprufur heldur spurði virkilegra spurninga um líðan mína.

Þarf aftur á fætur fyrir allar aldir en kl. 15.30 er komið helgarfrí. Finnst ég reyndar alltaf vera í helgarfríi, tíminn líður hratt.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Djöfull er ég dugleg

Það sem af er árinu er þetta blogg nr. 50. á síðasta ári (2007) Bloggaði ég 9 sinnum.

Ætla samt ekki að halda því fram að þetta sé neitt merkilegt, mest megnis rusl en mér finnst samt vænt um myndirnar mínar.

Já og þar sem ég ákvað að byrja að telja upp á nýtt þá ákvað ég líka að setja danska veðurkvennsu inn. Bætti einnig inn nokkrum tenglum og henti út öðrum óvirkum.

Varð að gera aðeins meiri breytingar á blogginu, þ.e. koma teljaranum í lag.

Icelandexpress byrjar ekki að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða fyrr en 15. mai er það nú asnalegt.

Lítið að frétta héðan, þarf að fara allt of snemma á fætur í fyrramálið, mæta snemma í vinnu

mánudagur, apríl 14, 2008

og...

...það er búið að blása verkfallið af. Það var samið um helgina. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út launalega séð. þ.e.a.s. Það verður fróðlegt að sjá útborgun og launaseðil. Hvað stendur eftir þegar skatturinn verður búinn að hirða sitt. Er annars að spá eitt og annað, alveg búin að komast að því að ég hef ekki mikinn áhuga á leikskólum sem er alveg í góðu því ég get alveg nýtt menntunina í eitthvað annað.
Fjögurra daga vinnuvika núna og styttist í aðra þriggja daga, þ.e. það er frí 1. mai og svo er lokað 2. mai. og þetta eru fimmtudagur og föstudagur.
Veit ekki alveg afhverju af öllum þeim 30 sjónvarpsstöðvum sem ég er með þá virðist sú sænska alltaf vera á þegar ég er í tölvunni. Núna eru veðurfréttir á þeim bænum, mjög áhugavert á sænsku. Nei, og svo eru komnar fótboltafréttir á sama tungumálinu.
Hlunkaðist í ræktina í dag, í kraftakeppnina við gaurana þar. Típiskur dagur hjá mér, fer á fætur á bilinu 5 - 7 eyði um klukkutíma í strætó, lestir og labb. Vinn í einhverja klukkutíma, síðan annar klukkutími í það sama og um morguninn og ef ég er ekki ógeðslega löt eða annað þá drullast ég í ræktina, tek lest og strætó heim, borða, smá tölva eða sjónvarp, svo er það tannburstinn og rúmið. Guð hvað ég lifi eitthvað spennandi lífi.
Bla,bla,bla... Veit ekki hvað fleira. Ætti að dröslast í háttinn en er eitthvað að rembast við að slá því á frest. Langur dagur í vinnunni á morgun og þarf svo að mæta hrottalega snemma á miðvikudag.

föstudagur, apríl 11, 2008

Held ég sé bara stórskrýtin og hundgömul sál

Það er eitthvað við lyktina á bókasöfnum sem fær mig til að líða svo vel og líða eins og ég sé komin heim. Fór á Bókasafnið um síðustu helgi og tók tvær bækur eftir Dan Brown, annarri þeirra byrjaði ég reyndar á fyrir nokkrum árum en var aðeins of upptekin og svo var bókin langt í frá nógu spennandi til að ég héldi það út en nú ætla ég að reyna aftur. Hummmmmmmmmm Da Vinci code. Sem allir aðrir (eða næstum ) halda ekki vatni yfir. Hin er englar og djöflar. Er búin að hafa bækurnar í tæplega viku en hef mig ekki í að byrja, kannski vegna þess að þær eru á dönsku eða vegna þess að mér finnst þær ekki alveg nógu spennandi. En eitthvað verður það að vera, finnst það ekki alveg nógu innihaldsríkar samræður sem ég á við 1-2 ára börn svona til lengri tíma og kannski þar sem umræðurnar eru mikið til fólgnar í einræðum mínum.

Á næsta föstudag

er Store Bededag sem er almennur frídagur og ég því í fríi. Um daginn vildi ég fá að vita hvaða af hverju væri lokað þennan dag og ég í fríi. Það var útskýrt sem svo að ég gæti þá beðist fyrir allan daginn, eg sagði náttla: jááááááá, og ljómaði eins og sól í heiði. Kannski spurning um að komast að því hvernig faðirvorið er á dönsku. Haha. Ágætt enginn fundur eða fyrirlestur í næstu viku en frídagur svo hægt sé að biðjast ærlega fyrir.

Plan helgarinnar...

... Er í raun ekkert plan nema að drullast í ræktina og rækta sig aðeins, fara svo heim og þrífa aðeins og þvo þvott. Þetta er svona einhver hluti af laugardeginum og annað er óákveðið og sunnudagurinn algjörlega óskrifað blað.

Þurfti að panta mér tíma hjá lækni um daginn. Best að prófa að fara til dansks læknis. Hér þarf maður víst að hafa heimilislækni og fær ekki skráningu inn í landið nema að hafa einn slíkann. Hann byrjaði á að biðja um CPR- númerið mitt (kennitöluna) og ég hugsaði hjúkkkkkkkkkkkkk! En svo bað hann um nafnið og ég hugsaði helvíti og hló innan í mér um leið, því nafnið mitt er ekki beint alþjóðlegt. Þegar kom að dóttir sagði hann: So you are from Iceland, the beautiful Iceland! Og ég varð svo stolt að ég gat lítið gert nema þakka kærlega fyrir. Og nú hlakkar mig bara til að hitta kallinn, hann hljómaði almennilegur í símann.

oft á dag sé ég muslimakonur með höfuðklæði, vinn reyndar með einni sem ér alltaf með svo fallegt, allskonar steinar eða útsaumur og mynstur á enninu. En í morgun í fyrsta skiptið sá ég konu sem var einnig með blæju! Án gríns það sást einungis í augun.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Fleiri myndir




Alexander Mikli og þar hafið þið það góða fólk






















Æskilos og Hygenia dóttir hans







Er þetta Sulla? Ja svo er sagt en hvað veit ég? Aldrei hitt manninn eða séð með eigin augum, enda svoldið langt síðan hann var uppi.























Nerva, ja maður getur spurt sig...

















Þessi heillaði mig, kannski vegna litana innan um allan föla marmarann og annars litlauss efnis. Kannski vegna þess að þetta er óþekktur barbari en grikkir kölluðu alla útlendinga barbara vegna þess að tungumál þeirra hljómaði "barbar"

Hummm

Sitt lítið af hverju... Byrjar á Strikinu
































og svo er það Ráðhúsið á Ráðhústorgi














Og aðalbrautarstöðin...














...og þar má finna lestir af ýmsum stærðum og gerðum

sunnudagur, apríl 06, 2008

ég er myndbloggari

Ég hendi bara inn myndum af því sem ég geri en nenni ekkert að skrifa. Enda yrði það örugglega nördalegt í meira lagi. Er að nota tækifærið þar sem þessi nágranni virðist ætla sér að vera með netið opið í allan dag. En annars gerist lítið í þessu lífi og ég ætti kannski að klára að lesa fyrir morgundaginn. Hummmmmmmmmmmm já ekki galin hugmynd það og hendast svo í háttinn.

En það var hann þessi...



sem dró mig inn í hornið, þar sem þeir deila saman litlu afdrepi = frelsarinn og dauðinn.

Skil þær kellur á Höfðaveginum vel






ef þetta er það sem þær héldu ekki vatni yfir.
Andlitið er rosalegt, það þarf að nást betur á mynd.

Og þar sem ég er á vikulegum námskeiðum núna þá er starfsdagur í vinnunni á morgun og ég fæ því enn eitt tækifærið til að láta reyna á skilning minn. Fór aðra ferð í Glyptótekið í dag, ætti kannski að fá mér einn Carlsberg af því tilefni, þar sem það var víst sami Carlsberginn sem stofnaði hvoru tveggja. En komst yfir bækling yfir söfnin hér í dag og ég á eftir svo mörg, ómægod. En það verður gaman næstu mánuði.








Ákvað að opna bloggið þar sem virðist vera erfitt að komast inn á það. Og ég nenni engan veginn að skrifa bara fyrir sjálfa mig. Er aftur á leið í Glyptótekið.

Símaviðgerðarmennirnir virðast ekki hafa látið sjá sig og nú er ekki einu sinni sónn í símanum.

Er orðin frekar pirruð.

Og loksins kom ég snjóamyndinni inn. En nú held ég virkilega að vorið sé komið. Fuglasöngur, blíða og sól alla daga.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Fékk þær upplýsingar í gær að viðgerð á símalínunni hjá mér er skráður viðburður á föstudaginn, vona að það standist, er orðin frekar pirruð á þessu.