fimmtudagur, maí 01, 2008

Er að horfa á Bráðavaktina og þetta er svo gamall þáttur. Allir eru svo ungir, þarna er fólk sem er hætt í dag og ekki fólk sem ekki er byrjað.
Er að spá í hvað eigi að gera í dag og veit það hreint ekki. Það er gott veður en sólarlaust og hefur greinilega rignt í nótt eða snemma í morgun. Skrepplast kannski bara á Bakken á eftir. 1.mai í dag, til hamingju með það, það er einnig uppstigningardagur og einhvern veginn finnst mér eins og dönum finnist krist himmelfart merkilegra en 1.mai og sé hugsað til þess að um daginn var Store bededag þá er það kannski ekki skrýtið. Held samt að hinn almenni dani sé ekki trúaðri en við hin, en kannski er þetta eitthvað sem liggur í þjóðarsálinni.