miðvikudagur, júní 11, 2008

Dúfnagreyið komið aftur á hreiðrið þegar ég kom heim í kvöld en geðheilsa mín ekki komin í lag. Á Íslandi er það stöðutákn að eiga barn, hef ekki orðið vör við að því sé þannig háttað hér þó í báðum löndum sé kennarastaðan illa launuð. Íslenskir foreldrar álíta að leikskólakennarar séu eingöngu til að passa börnin þeirra og virðast ekki átta sig á að dagmæður eru til þess, en já dagmæður eru of dýrar þannig að betra er að koma börnunum í þessa skóla og horfa fram hjá því að orðið skóli komi fyrir eða kennari í starfsheiti starfsfólksins. Foreldrarnir sem hafa lagt það á sig að eiga þessi börn telja sig líka eiga heimtingu á því að þurfa helst aldrei að sjá þessi börn sín, leikskóla------- geta bara séð um það launalaust. Hérna voru foreldrar fyrir verkfallið: bara fínt hjá ykkur við leysum okkar mál og svo hafa afar og ömmur verið að koma upp að fólki í verkfalli og þakka þeim fyrir allan tímann sem þau fá með barnabörnunum. Þeim leikskólum sem ekki hefur verið lokað algjörlega nú þegar verður lokað 17. júní. Það þýðir 500.000 börn án vistunar.
Við sátum á pöllunum í fyrirspurnunum í Gladsaxe Raadhus í dag ekki vildi borgarstjórnin nú svara neinu um launamálin. Já og svo er verkfallssjóðurinn víst tómur og komið hefur í ljós að Árósarbúar eru svo duglegir að nýta hann, tekið verður lán og afborganir af því bætast ofan á gjaldið í starfsmannafélagið til næstu 10 ára. Frá og með núna lækka launin töluvert, þar til samið hefur verið. Hvern langar að gerast leikskólakennari? Hérna er það Pædagog og er miklu víðara starfsheiti, það virðist vera almennur misskilningur hjá almenningi á Íslandi að ef þú ert leikskólakennari þá skaltu vinna á leikskóla og ef þú ert grunnskólakennari þá skaltu vinna í grunnskóla. Þegar ég var í námi spurði ég mig oft að því hvort ég hefði valið vitlaust, eftir námið hef ég oft spurt mig og alltaf er svarið það sama, enn er það það sama ekki spurning, leiðinleg illa borguð vinna, nei takk! Veit ekki alveg hvað verður en eitthvað verður það.