þriðjudagur, júní 24, 2008

Var að lesa bloggið hjá Helgu Hinriks og mér datt nú eitt og annað í hug sem maður gerði sem barn, t.d. að renna sér niður sneiðinginn, sem þá var ekki búið að loka eða á skautum eftir götunni ef var svell (og ekki var hún lokuð) eða á plastpokum niður til móts við slippinn. En ekkert af þessu spáði ég í í gær þegar ég var að halda vöggustofubörnunum frá að fara í hinn enda garðsins þar sem leikskólabörnin voru að brenna hexið á báli.
Nú fór ég að velta því fyrir mér hvernig koma þessi börn út í lífið, börn í dag sem mega ekki neitt? Verða þau betur eða verr undirbúin? Þau verða að öllum líkindum lifandi en erum við hin ekki það líka? Ja allavega flest.