laugardagur, maí 03, 2008

Þessi líka rosa, rosa göngutúr í dag

Byrjaði á að skella mér í ræktina og rækta mig, já og baða en það er algjör nauðsyn að fara hreinn í langferðir. Fór síðan niður á Ráðhústorg, keypti kaffi og las mér létt til um fyrirhugað ferðalag. Reyndi að komast inn í Ráðhúsið en það var víst ekki í boði. Það er eingöngu virka daga og hver veit hvenær ég kemst á virkum degi, hef augastað á næsta föstudagi, minnir að ég sé búin snemma þá og það er ekkert komið á planið þann dag sem ég man eftir. Þannig að ég hafði mig af stað "Leið hundsins" var málið (foreldrar mínir skilja titilinn). Með ýmsum útúrdúrum labbaði ég að því sem mig hefur langað svo að sjá en kuldin haldið mér frá = Litlu hafmeyjunni og hún er víst íslensk eins og ég daman sú. Ja allavega var myndhöggvarinn íslendingur, vestfirðingur! Í bakaleiðinni kom ég við í kastalahólminum og sá þar m.a. hermann með rifil eða einhvern annan andskotans óþverra. En svo var mér orðið svo hryllilega illt og það var orðið svo erfitt að labba að ég ætlaði ekki að komast til baka. Hentist inn á Österport St. og tók togið heim.
Veit ekki alveg hvenær ég fór héðan út í morgun, c.a. 11.00 og kom aftur heim um 20.20 langur og góður dagur þetta. Tók helling af myndum sem ég á eftir að hlaða inn í tölvuna, verður kannski á eftir. Mest eru þetta myndir af einhverju sem sérstaklega vöktu áhuga minn og mig langar að eiga en einnig tók ég nokkrar fyrir Aðalheiðarsyni. Kristján sorrý en ég held að Alexander hafi engan áhuga á Kanónum, (sjóræningjaskipum), hermönnum, hertrukkum eða öðru slíku.