þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Og þar hvarf það sem ég var búin að skrifa. Æi það gerist víst lítið þessa dagana, er að verða hálfgeðbiluð og farin að eyða einum of miklum tíma á Facebook. Hef víst ekki verið vinnufær og hangið á sjúkradagpeningum en er að fara í viðtal á fimmtudaginn og vona bara að eitthvað gerist og svo það skemmtilega, fer í skanna í næstu viku. Æi þetta er eitthvað hálftilbreytingarlaust allt saman enda þegar manni næstum hlakkar til að fara í einhverja sneiðmyndatöku eða eitthvað þá hlýtur maður að vera hálf geðklikkaður bara.

sunnudagur, október 12, 2008

Guð hvað lífið er skemmtilegt, ég reyndar frekar heppin en get ekki átt nein samskipti við íslenska banka, hvorki greitt námslánin mín né notað vísakortið. Jæja hef það samt ekki eins slæmt og fólk hérna sem er á námslánum eða bótum frá Íslandi.

Fór á útitónleika með Nicolai, fór með Ingu og stelpunum sem voru ekkert smá uppveðraðar og við Inga hefðum sko verið til í að vera orðnar svona 15 aftur, hann er svo sætur drengurinn.

fimmtudagur, október 09, 2008

Þetta er allt ágætt, gerist lítið í lífi mínu, haha. Hangi víst bara meira eða minna heima, get ekki unnið eða neitt. Orkulausari en allt en smám saman að verða betri og betri. blablabla, tuð, tuð, tuð.

þriðjudagur, september 30, 2008

Úffffffffffffff hef svo sem ekki mikið að segja sit eins og klessa upp í sófa með tölvuna og kveikt á sjónvarpinu. Og ég sem kann ekkert að vera í fríi gengur þetta bara ágætlega, ennþá á sjúkradagpeningum og orkulaus eins og ég veit ekki hvað. Fínt er kannski sæmilega hress í svona klukkutíma eftir að ég vakna og svo er það bara búið. Farin að reyna að borða meira af ávöxtum og grænmeti en ég hef gert, hef nú samt alltaf verið dugleg við það. Hef líka verið dugleg við vítamínið en nú er það alveg komið á planið og má ekki gleymast. Hef verið hjá Ingu undanfarnar vikur bara en dröslaðist heim til mín í dag og þetta er bara hálfeinmannalegt.

laugardagur, september 20, 2008






Vá orðið svo langt síðan að ég hef skrifað hér að allt er breytt.

Farin frá Köben og komin til Esbjerg.

Miklar breytingar hér líka sem ég vil ekki alveg ræða hér, en svona ein mynd til gamans, eða tvær, ja eða bara fimm

þriðjudagur, júlí 29, 2008

24° kl.19.30

Er eitthvað meira um það að segja?
Eyði 2-3 tímum í strætó og lest á dag og þessa dagana er ólíft inn í þessum fyrirbærum.
Núna er fínt að vera vinna vinnu sem er alltaf einhver útivera því núna er hún mikil. Snild.
Jæja best að þrífa aðeins áður en ég hendist í sturtu, takmarkið er að klára eldhúsið og helst baðherbergið, þarf svo að fara á fætur um miðja nótt til að ná í vinnu kl.07.00 í fyrramálið.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Og sólblómið á svölunum sprakk út í dag. Það gladdi mig óhemju, átti nú ekki von á því strax.

Steikin

Sit í svaladyrunum eins og klessa og hlusta á Ladda, ætlaði eiginlega að klára að pakka niður þannig að ég geti farið að þrífa, en kem engu í verk vegna hita, jú það lekur af mér svitinn þannig að líkamsstarfsemin er greinilega í lagi. Er líka komin með ísdellu, djís það hefði mér nú aldrei dottið í hug. Kenni sko hitanum um það. Jæja er ekki mikið eftir að pakka þannig að þetta ætti nú alveg að hafast þegar ég hefst úr svaladyrunum.