föstudagur, apríl 11, 2008

Held ég sé bara stórskrýtin og hundgömul sál

Það er eitthvað við lyktina á bókasöfnum sem fær mig til að líða svo vel og líða eins og ég sé komin heim. Fór á Bókasafnið um síðustu helgi og tók tvær bækur eftir Dan Brown, annarri þeirra byrjaði ég reyndar á fyrir nokkrum árum en var aðeins of upptekin og svo var bókin langt í frá nógu spennandi til að ég héldi það út en nú ætla ég að reyna aftur. Hummmmmmmmmm Da Vinci code. Sem allir aðrir (eða næstum ) halda ekki vatni yfir. Hin er englar og djöflar. Er búin að hafa bækurnar í tæplega viku en hef mig ekki í að byrja, kannski vegna þess að þær eru á dönsku eða vegna þess að mér finnst þær ekki alveg nógu spennandi. En eitthvað verður það að vera, finnst það ekki alveg nógu innihaldsríkar samræður sem ég á við 1-2 ára börn svona til lengri tíma og kannski þar sem umræðurnar eru mikið til fólgnar í einræðum mínum.