miðvikudagur, júlí 16, 2008

Stolið frá Grallaraspóunum

Það var þegar ég var ung/yngri. Þá voru strætisvagnarnir með innskoti í miðju þar sem var svo kallað stæði, einnig var það aftast í vagninum. Þetta var bráðnauðsynlegt vegna þess að vagnarnir voru mjög mikið notaðir á þessum árum þar sem bílaeign landsmanna var ekki eins í þá daga og er núna. Allavega fer ég í strætó á Bústaðarveginum, þegar ég kem inn í vagnin eru engin sæti laus, svo ég fer í stæðið fyrir miðju. Á næstu stoppustöð kemur inn kasólétt kona , á leiðinni í mæðraskoðun á Lansann. Hún stendur þarna með bumbuna út í loftið og horfir aftur með vagninum .Á þessum árum var okkur krökkunum kennt að við ættum að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki og alltaf að standa upp fyrir því. Sætaraðirnar voru þannig að það voru tvö sæti öðrumegin við gangin, en eins sætaröð hinumegin. Fyrir ofan sætin vour auglýsingaspjöld með auglýsingum frá hinum og þessum fyrirtækjum. Ungur strákur í eins sæta röðinni stendur upp fyrir óléttu konunni og býður henni sætið sitt, fegin sest hún niður. Strákurinn kemur í stæðið og eftir smá stund fer hann að flissa .Bæði ég og aðrir í vagninum tökum eftir þessu og förum að fylgjast með því hvað vekur kátínu hjá stráknum. Við tökum eftir að hann horfir til skiptis á ófrísku konuna og auglýsinguna fyrir ofan hana, við hin gerum það líka og förum að hlægja. Á auglýsingarmyndinni fyrir ofan konuna er mynd af úttroðnum peningapoka, á pokanum er rifa eftir endilöngu og út vella peningar. Undir stendur: "ÞETTA ER AFLEIÐING AF SÍÐASTA DRÆTTI !!! "Happdrætti Háskólans. Konann tekur eftir þvi að það er eitthvað í gangi þegar flissið í vagninum er farið að vera ansi hávært. Sér að það er horft á auglýsinguna fyrir ofan hana og skoðar líka. Við að sjá hvað stendur þar bregður henni við og stekkur upp. Í millitíðinni hafði losnað sætið fyrir aftan vagnstjórann og hún rýkur þangað án þess að kanna auglýsinguna sem var á plexíglerinu sem var milli vagnstjóranns og farþeganna. Þegar konann sest verður allt vitlaust úr hlátri í vagninum. Á auglýsingunni á plexíglerinu var mynd af sprungnum hjólbarða og undir stóð " ÞETTA HEFÐI ALDREI SKEÐ EF ÞÚ HEFÐIR NOTAÐ GÚMMÍSLÖNGU FRÁ SVEINI EGILSSYNI !!!"