mánudagur, apríl 28, 2008

Í dag var það svona

Þegar ég kom út í morgun var enginn strætó að bíða eftir mér og engin stóð handan götunnar að bíða eftir strætó, hummmmmmmm skrýtið. Stuttu síðar kom stelpa og beið mér til samlætis, stuttu síðar hjólaði kona fram hjá og sagði okkur að tian gengi ekki fyrr en í fyrsta lagi um 10 leytið. Við ákváðum að deila taxa að Flintholm St. þar sem við vorum báðar á leið þangað. Eftir taxa, 2 lestir og göngutúr sem var ekki þessi hefðbundni þar sem ég tók smá krók á mig til að komast að því hvar ég á að mæta á námskeið næstu 2 dagana mætti ég í vinnu og þar var nú allt hefðbundið ef frá er talið að við fórum mjög snemma út eða þannig. Rjómablíða á Stórköben svæðinu í dag. Allavega bæði í Valby og Gladsaxe og það er meira en smáspotti þar á milli. Komst að því þegar ég kom í vinnu að strætó var í verkfalli í dag. En á netinu áðan lofa þeir að byrja að keyra aftur i morgen tidligt og eins gott fyrir þá þar sem ég stefni út kl 07.00. Hanne sem vinnur með mér hefur mjög miklar áhyggjur á skógleysisuppvexti mínum og frá því í febrúar hefur hún verið mjög upptekin af því að ég hafi aldrei séð tré sem blómstra. Í síðustu viku var hún búin að planleggja fyrir mig að ég gæti nýtt 1 af 4 dögum af komandi helgarfríi í skógartúr og í dag útfærði hún það enn frekar. Hún kom með þessa snilldarhugmynd sem ég ætla sko að framkvæma á föstudaginn. Ég ætla að taka togið til Klampenborg en þar er Bakken (held það sé skrifað svona en sagt með "gg" og ef maður vill vera sniðugur þá getur maður bara haft það Bekkan, haha og ég er svo sniðug.) Þar ætti ég víst að finna tré og skóg og svo tívolí. Jæja þangað stefnum ég og myndavélin mín. Annað af helginni er óráðið. Reyndi reyndar að bjóða mér í heimsókn til Ingu Birgittu en hún er að vinna blessunin þannig að það verður bara síðar. Þegar ég var að skipta um tog í Ryparken (lesist:Ruparken - samt með dönsku R) sá ég mann sem var svo sláandi líkur Unnsteini frænda mínum að það hálfa væri þó nokkuð meira en helmingur.
En talandi um brautarstöðvarnar það eru akkurat staðirnir til að rekast á skrítið fólk. Til dæmis ef maður væri að gera mannlífsrannsókn eða mannfræði og væri búin að þrengja það talsvert og afmarka. Þarna er sko fólkið sem talar upphátt við sjálfan sig eða rífst hástöfum við einhvern ósýnilegan Guðmund. I kvöld þegar ég var búin í ræktinni beið ég eftir lestinni í Valby station, ég þurfti að bíða svolitla stund og settist á bekk á meðan, þegar ég var búin að sitja smá stund settist maður við hliðina á mér, hann var varla sestur þegar hann byrjaði að tuða þessi lifandis ósköp upphátt við sjálfan sig. Guð hvað mér finnst nú gott að vera ein heima hjá mér.
En þetta var víst meira eða minna dagurinn og þetta hafðist á því að fara í vinnu og þaðan í ræktina og svo heim.