mánudagur, maí 19, 2008

Dagurinn í dag

Var mætt einhversstaðar í Gladsaxe kl 9.00 í morgun. Þegar ég fór hér út í morgun fyrir kl. 8 var sól og blíða. En einhvern tímann fyrir hádegi breyttist það nú allt, það varð skýjað og fór svo að rigna. og í dag rigndi og rigndi þessi lifandis ósköp. Um kvöldmatarleytið fór sólin samt að skína aftur.
Verkfallið byrjaði í morgun og ég mætti þar sem ég átti að mæta, svo ég fái nú laun! Ja svo er ekki úr vegi að finna út hvernig svona dót fer fram. Morguninn fór í planlagningar og svoleiðis. Á morgun á víst að færa borgarstjóra Gladsaxe einhverja skemmtilega gjöf.
Ég tók síðan strætó að Radhuspladsen þar sem planið hafði verið að sóla sig aðeins, en úrhellið kom í veg fyrir það og ég aldrei þessu vant regnhlífarlaus. Ég skundaði því að Istegade til að taka strætó heim, í leiðinni kom ég við í Irma til að kaupa skyr! og haldið þið ekki að þar hafi ekki fengist ýmislegt nammi frá Nóa-síríus með yfirskriftinni Islandsk. Haha keypti nú ekkert en ef það hefði verið Síríus súkkulaði hefði ég örugglega ekki staðist freistinguna. Þegar ég beið í Istegade kom þar gamall maður með regnhlíf, hann horfði svo á mig að mér stóð nú ekki á sama þarna um miðjan dag. Einu sinni var Istegade skuggaleg gata, í dentid var vændi löglegt, vændiskonur fengu leyfi hjá yfirvöldum til að stunda iðju sína, dóp hefur einnig flætt þarna um eins og því hafi verið borgað fyrir það. Í lok oktober á síðasta ári var ég (af öllum) meira að segja spurð að því út á götu hvort ég vissi hvar væri hægt að fá ódýrt hass! Gamli maðurinn fikraði sig síðan smám saman nær og skellti á endanum regnhlífinni yfir hausinn á mér. Bara sætur og ég sem hafði hugsað allt hið versta og staðið stuggur af honum. Þarna stóðum við saman og biðum í einar 5 mínútur. Svo kom strætó og ég komst heim, hef aðallega hangið í leti síðan, hugsað eitt og annað en lítið gert. Og er á leið í háttinn eina ferðina enn.