laugardagur, júní 14, 2008

Held bara að ég sé á leið í vinnu

Þann 17. júní. Var að lesa á Buplinu og fór svo inn á mbl.is og þetta er orðrétt þaðan:
Jesper Due, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla tekur í sama streng og segir það sama eiga við um 60.000 leikskólakennara sem sömdu við sveitarfélögin í gær. Segir hann jafnvel vafamál hvort stéttarfélag þeirra (BUPL) muni lifa verkfallið af vegna alls þess kostnaðar sem því hefur fylgt og þess hversu rýr uppskeran sé í raun í ljósi þess.
Verkfall leiksólakennara hefur kostað BUPL hátt í 40 milljónir danskra króna á dag og hefði verkfallið staðið fram í næstu viku hefði launakostnaður annarra starfmanna á leikskólum, sem lokað var vegna verkfallsins, bæst við kostnað félagsins. Segir Due að það hefi í raun þýtt það að BUPL hefði dáið píslarvættisdauða fyrir félagsmenn sína.
Jabb þegar stendur til að loka leikskólum algjörlega þá er víst peningurinn skyndilega til. En kemur allt í ljós 7 dögum síðar, því það á að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla.
Þetta er reyndar mjög áhugaverð grein sem ég klippti þetta úr því þar kemur fram að heilbrigðisstéttir sem hafa verið í verkfalli í 8 vikur hafi einnig samið, en að vegna lántöku starfsmannafélagsins þar eins og með Bupl þurfi félagsmenn að eyða næstu árum í að borga lánið niður og vegna vaxandi verðbólgu, matarverðs osfrv. þá fái viðkomandi félagsmenn í raun minna í vasann. Á þá helvítis verkfallið eftir að koma aftan að manni?
Held þetta sé dæmt til að vera illa launuð stétt.