sunnudagur, mars 30, 2008

Stolið frá Aðalheiði

Er maður orðinn gamall?
Ég held það svei mér þá... ég allavega hló að þessu öllu saman
Á þessu herrans ári 2008 eru löglega taldir sem fullorðnireinstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1990 />
/>
-Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og hluta afmargföldunartöflunni.-Þau muna sama og ekkert eftir Reagan-tímabilinu og fréttu aldrei af þvíþegar reynt var að drepa hann. Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og vita fátt um Gorbatsjoff. />
-Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst. />
-Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í Vatikaninu síðan þau fæddust. />
-Þau sungu aldrei "We are the world, we are the children". />
-Þau voru 6 ára þegar Sovétríkin féllu. Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir Austur- og Vestur-Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt af þeim í sögutímum. />
-Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger-geimflaugin sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var. />
-Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi. />
-Þau éku sér aldrei með ATARI-tölvuleiki, geisladiskurinn kom á markaðinn 2árum áður en þau fæddust, þau hafa aldrei átt plötuspilara og hafasennilega aldrei leikið sér með Pac-man. />
-Þegar talað er um BETA-vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd. />
-Star Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og tæknibrellurnar ömurlegar. />
-Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einu sinni var ekkert til nema Ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí. Þau muna heldur ekki eftir því þegar Rás 2 var eina rásin í útvarpinufyrir utan Rás 1, og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist.-Þau hafa áræðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða Lög unga fólksinseða Óskalög sjúklinga og sjómanna og Bessi Bjarnason hefur aldrei verið yngri. />
-Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að hækka oglækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu. />
-Þau fæddust ári eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa hjólaskautar alltafverið línuskautar. />
-Þeim hefur alltaf þótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir hlutir, ekkert nýtt. />
-Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar og Einu sinni var. />
-Þau hugsa aldrei um "Jaws" þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson hefur alltaf veriðhvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi einhverntíman dansað,svona feitur maður! Olivia Newton-John? HVER??!! />
- Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf og Stellu í orlofi. Þau munaekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert Guðmundsson eru.Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt. />
-Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham, Culture Club, Thompson Twins, Tears forFears, Rickshaw, Limahl, Terence Trent D´Arby, Talking heads og ModernTalking hljóma ekki kunnuglega. />
- Þau muna ekki eftir BMX-hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu. Þau hafa ekki hugmynd um hvað Millet-úlpur og Don Kano voru merkileg fyrirbæri. />
-Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkallar og fimmtíukallar voru seðlar. Þau hafaaldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa notað aura.-Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara semmerkilegt fyrirbæri. Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru kreditkorta. />
Munið kæru vinir að þetta fólk er unga fólkið í dag.Merki þess að þú ert farin/n að eldast />
1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.; )2. þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.3. þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.4. þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.5. þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið" fyrir stuttu.6. þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.7. þegar þú þarft meira hálfan dag til þess að jafna þig eftir vökunótt.8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.10.þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.11.þegar þú getur farið á ströndina og eytt heilum degi án þess að fara í sjóinn.12.Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að sýna hann.13.Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum saman í símann.14.Þegar þú veist hvað þú vilt.15.þegar þér líst betur á afslöppunarkvöld en partýkvöld.16.þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.17.þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.18.þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki19.þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.20.þegar þú ákveður að senda þetta bréf til vina sem hafa áræðanlega gaman af því

og nú vill bloggerinn alls ekki setja inn fleiri myndir, þannig að þær verða að bíða þar til síðar.
Annars er skiptitíd hér í dag. síðustu nótt færðist klukkan fram um 1 tíma og er því 2 tímum á undan Íslandi.





Fór á Ny Carlsberg Glyptotek í dag. Þarf greinilega að fara þangað aftur því ég hafði ekki tíma fyrir Etrúrana eða Egyptana svo dæmi sé tekið. En þetta er Þvílíka snilldin, spurning hvort maður fari ekki bara igen og igen og igen.
Hérna koma allavega grískir og rómverskir snillingar. Eða verk eftir þá.
Ég hef nú mín spurningamerki við styttur af Nerva og Sulla svo dæmi séu tekin, eru þetta virkilega þeir?
Sá ekki dauðann sem mamma og Rannveig voru svo hrifnar af, segi það verð að fara aftur um næstu helgi.



Snjókoman sem var hér á mánudegi fyrir páska.

Bloggerinn vill ekki sjá snjóamyndirnar sem ég lofaði um daginn, reyni kannski aftur síðar

föstudagur, mars 28, 2008

Les þetta yfirhöfuð einhver?

Held ég sé alveg að fara að...

...taka nýsku dana til fyrirmyndar. Alltaf að hugsa, legg mig fram um að muna að slökkva ljósin, láta ekki vatnið renna, fer í sturtu í ræktinni, fer í ræktina þó ég nenni því varla því þar er sturtan, spái í hitanum á ofnunum, skoða alltaf tilboðin í búðunum og síðast en ekki síst og þá blöskraði mér nú er farin að spá í að það sé nóg pláss í bakpokanum eða að ég sé með auka poka þannig að ég þurfi ekki að kaupa hann. Þetta er svo sem gott mál þegar litið er til þess að ég lagði á mig þriggja ára háskólanám til að komast í eitt af verst launuðu störfum sem til eru. Og fyrir utan það þá bý ég víst í dýrustu borg Danmerkur. Dýrari húsaleiga, samgöngur, matur og allt annað heldur en alls staðar annarsstaðar í dk.

Og núna verður klukkunni flýtt um 1 tíma eftir miðnætti annað kvöld.

Jæja fer á nokkra klukkutíma námskeið núna vikulega, hlusta og hlusta á dönsku og rembist við að skilja hana. Í síðustu viku fór ég á langþráð skyndihjálparnámskeið. Námskeiðið sem mig langaði alltaf á á Íslandi, ég tuðaði og tuðaði um það en aldrei gerðist neitt. Hérna hef ég ekki minnst á þetta en var send á eitt slíkt námskeið í síðustu viku. Fékk loksins námskeiðið en það var á dönsku, ég sat frá 8.30 - 15.30. ég þurfti virkilega að skilja því þetta var náttla verklegt líka. Í gær fór ég á námskeið fyrir fólk sem er nýbyrjað að vinna hjá Gladsaxe Kommune. Þetta var í raun kynningarnámskeið á kommúnunni. Mjög áhugavert eða eitthvað, komst allavega að því að í Gladsaxe búa yfir 60.000 manns (en ekki ég), hélt ekki að kommúnan væri svona stór, hélt hún væri kannski svipað stór og Akureyri. 10% þeirra sem vinna þar eru útlendingar (og ég tilheyri þeim hópi.) Allavega í kaffinu (danir þurfa alltaf að fá einhverja næringu á öllum fundumm og hittingum) kom kona til mín, hún vinnur við tölvukerfið í ráðhúsinu, við vorum að spjalla og búnar að því í smátíma þegar hún spurði hvað ég hefði verið að gera áður. Ummmmmmmmmm, ég var að vinna með fötluðum á Íslandi, ég er íslensk. Henni fannst danskan mín góð, eftir svo stuttan tíma hér. Ég sýg í mig allt hrós. Hún sagðist hafa verið á Íslandi fyrir einu og hálfu ári og henni fannst fólk á mínum aldri ekki tala dönsku en alveg perfect ensku, kannski vegna þess að það væri meiri not fyrir enskuna. Ég sagði henni nú ekki að sennilega nálgaðist Enskan mín það að vera perfect.
Já og eitt enn þetta var í ráðhúsinu í Gladsaxe, það er semsagt ráðhús þar og borgarstjórinn er kona.
Á næsta mánudag fer ég svo á þriggja tíma fyrirlestur eftir vinnu fyrir leikskólakennara, þetta hefur með talkennslu að gera.
Annars er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, er að verða búin að vera hér í 3 mánuði. Tíminn var ekki svona fljótur að líða fyrir ári síðan, þá rétt silaðist hann áfram.

mánudagur, mars 24, 2008

Hvernig er þetta eiginlega

Aðra stundina hefur maður draumavinnuna en býr ekki alveg á draumastaðnum, hina stundina býr maður alveg á draumastaðnum en vinnan ekki alveg að gera sig.

Jæja farin að þrífa.

sunnudagur, mars 23, 2008

Ef þessir páskar hafa ekki farið í þvílíku letina, hef varla haft mig lengra fram úr rúminu en í sófann. Jæja ágætt morgnar þar sem ég hef ekki þurft á fætur á milli 4 og 6. Þannig að þetta má.
Og já ég held alltaf að það sé komið vor en svo snjóar alltaf annað slagið hér. Hvernig er þetta eiginlega.
En jæja mikill svefn, hef samt lesið helling held ég og hugsað eitt og annað.
Held það sé um næstu helgi sem klukkan breytist, þá fer hún fram um 1 tíma = 2 tímum á undan Íslandi.

miðvikudagur, mars 19, 2008

Hummmmmmmmmmmm...

...Letidagur í dag. Lokað í vinnunni og ég því heima. Fór á pósthúsið og sótti pakka frá bróður mínum elskulegum. Í pakkanum var páskaegg með bleikum páskaunga bara sætt, 2 dósir páskaöl og svo lakkríspoki. Hann Kristján (og væntanlega Selma líka) er bara sætur, takk fyrir mig. Var á skyndihjálparnámskeiði í gær var svo komin heim rétt fyrir 18 og ákvað að leggja mig aðeins upp í sófa, haha vaknaði kl. 07 í morgun. Heitir þetta ekki uppsöfnuð þreyta?
Er enn að bíða eftir að netið komist í lag og orðin frekar pirruð á þessu.

Held að foreldrar mínir séu á leið suður núna og stefni svo á Rússland í fyrramálið. Það verður upplifun fyrir þau.

Jæja er að hugsa um að halda áfram með hrottalega spennandi bókina sem ég er að lesa.

sunnudagur, mars 16, 2008

Í gær...

...var fæðingardagur Caesars ef mig misminnir ekki alveg hrottalega.
Í gær dó Sigurbjörg.
Ég held að við höfum báðar vitað það þegar ég heimsótti hana um jólin að við myndum ekki sjást aftur í þessu lífi og ég held að við höfum báðar vitað að hin vissi það. En svona er víst lífið, maður fæðist, lifir og deyr. Held að það sé ekkert meira um það að segja.

Það á að fara að taka Buddinge station í gegn, hún er mjög hættuleg. Þetta truflar allar vinnusamgöngur mínar mjög. Togið fer þarna í gegn og nú þarf ég að breyta öllu. Breytingarnar verða í eina viku nú og svo í allt sumar og í haust. Hingað til hef ég tekið 1 strætó og tvær lestar í vinnu og svo annað eins á leið heim en á morgun og á þriðjudag verður það strætó, 2 lestar og strætó aðra leiðina og svo annað eins til baka. Er ekki alveg búin að skoða sumarið en held það sé til önnur og betri lausn.

Næsta vika er bara 2 vinnudagar og svo páskafrí, en ég er bara að vinna annan daginn því svo fer ég á langþráð skyndihjálparnámskeið á þriðjudaginn. svo er komið frí þar til á þriðjudeginum í vikunni þar á eftir. Veit ekkert hvað ég geri á eftir að klára eitt stykki skattaskýrslu, svo er það náttlasta ræktin alveg bara daglega og svo á ég víst von á pakka í pósti frá bróður mínum og mig grunar sterklega páskaegg og þá yrði ég nú ánægð í minni súkkulaði síki.

Á enn eftir að setja inn myndina af danska snjónum, hún kemur einhvern daginn, þetta var nú bara föl, en gaman af þessu.

laugardagur, mars 15, 2008

Veit ekki alveg hvað gera skal.
Ekki alveg sátt við vinnuna, nenni eiginlega ekki að vera heimski útlendingurinn lengur. Finnst það agalega fyndið á köflum en fæ nóg af því inn á milli. Og þegar það er orðið þannig að ég hafi ekki átt að skilja eitthvað sem á að hafa verið sagt en var aldrei þá er komið nóg. Þegar það er þannig að sagt er þú áttir að segja ég skil ekki, sem ég geri, þá verð ég pirruð. Þegar gefið er í skyn einhver bölvuð vitleysa á minn kostnað. Nei. Annars er tíminn fljótur að líða og ótrúlegt hvað langt er liðið, Mars mánuður er hálfnaður. Og nú skýn sólin beint í augun á mér. Stend í þrifum núna og stórþvotti. Gaman, gaman en þetta verður víst að gerast annað slagið. Ágætt hvað ég á mikið af fötum, þarf ekki alltaf að vera að þvo heldur tek ég svona rispur í því, þvæ annað slagið og þá alveg helling í einu.
Fór að hugsa um það í gærkvöldi hvað það er skrítið að ég á ekki neitt og hvað ég er hamingjusöm með það.
Elska helgar, þá get ég verið í friði enginn að rugla í mér.

fimmtudagur, mars 13, 2008

ojjjjjjjjjjjjj hvað ég er þreytt og fegin að það er föstudagur á morgun

þriðjudagur, mars 11, 2008

Ekkert ógeð enn komið í ljós hjá blóminu en held það ætli ekki að hafa þetta af. En það bara skal ég er ekki alveg til í að tapa í baráttunni. Búin að vera að garfa í skattaskýrslunni minni, hún lítur ekki vel út. Lítur út fyrir að ég þurfi að borga feita upphæð. Ekki gaman það.
Held að ég sé virkilega að verða búin að koma mér fyrir hérna og að hér vilji ég vera, þ.e. þegar þessir slóv tæknimenn hjá símafyrirtækinu verða búnir að koma nettengingunni í almennilegt lag, lá við að ég springi í símanum í kvöld þegar mér var sagt að bíða rólegri, lét gaurinn heyra það að það væri ég búin að gera vikum saman og að nú vildi ég fá dagsetningu, greyið litla gat náttla ekki gefið mér hana.
Er búin að senda inn umsókn um að fá strætókortið sent hingað heim um hver mánaðarmót, komin með bókasafnskort og kort í ræktina. Ræktin er svo flott og stór að það hálfa væri hellingur
En nú er víst kominn háttatími.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Síðasti tíminn í dönsku í dag. Blendnar tilfinningar það. Þetta er gaman, en ágætt að því leyti að fimmtudagarnir voru allt of langir.

Komst að því í gær að það á að loka einhverri lestarstöðinni milli mín og vinnunnar einhverntímann í vor eða sumar þannig að ég þarf að læra nýja leið í vinnuna. Mér finnst það alltaf vera eitthvað.
Þegar ég er búin að redda eða ganga frá einhverju þá kemur eitthvað nýtt sem ég get farið að garfa í og ég sem bíð eftir rólega lífinu. Jæja er enn að bíða eftir að netið hér á bæ komist í lag.

Það var frost hér í nótt og frekar kalt, um 10 í morgun var einhvern vegin úti eins og á Íslandi í Oktober eða nóvember. Og ég held alltaf að vorið sé að koma, hummmmmmmmmmmm.
Jæja það gerist væntanlega einhvern tímann.
Það er alltaf að koma helgi, get svo svarið það þetta er ekki eðlilegt.

Búin að redda mér korti eða aðgangi að bókasafni, hef samt enn ekki tekið neitt, nóg að lesa í sambandi við vinnuna og svo læra dönskuna.
Ætla svo að fara að koma mér í ræktina, fæ aðgang að stöð í Gladsaxe út á vinnuna og var að hugsa um að reyna að kanna það dæmi um helgina. Ef mér líst ekki á það er það bara Fitnessdk hér í Valby

Þarf reyndar að byrja á að haga mér eins og túristi í Gladsaxe þá þar sem ég rata ekkert þar nema í vinnuna.

miðvikudagur, mars 05, 2008

Ég tók meira að segja mynd af snjónum, hún kemur inn síðar.

Í morgun var snjór úti, ekki mikið en nóg til að hægt væri að búa til snjóbolta í vinnunni.

þriðjudagur, mars 04, 2008

Blómin sem mamma gaf mér



Var svona ánægð þegar ég vökvaði blómin mín á föstudagskvöldið, tæplega mánuður síðan ég fékk þau og þau eru enn á lífi. Á laugardagsmorgninum var ég að horfa á nákvæmlega þetta blóm og spá í hvað yxi upp, hvort þetta yrði tré eða ekki þegar ég varð vör við þó nokkurn fjölda hvítra orma. Þar sem það eru hvorki fleiri né færri blómabúðir en tvær hér á móti æddi ég í aðra þeirra þar sem mér var sagt að moldin væri sjúk og mér ráðlagt að henda plöntunni. Ég var ekki alveg til í það og spurði hvort ekkert annað væri sem ég gæti gert, ég fékk ráð og plantan er undir minni ströngu læknishendi nú. Gengur vel so far, ekkert bólað á óþverra þessa daga síðan ég varð vör við þetta, en geri mér grein fyrir að hann/þeir gætu birst næstu vikurnar.
Gluggakistufélaginn sem einnig er í sóttkví þó ekki hafi orðið vart neinna einkenna hrottaveikinnar.

Vinnan mín



Þetta er allt fyrir utan dyrnar hjá mér.


































Stigagangurinn






























útsýnið úr svaladyrunum



Heima hjá mér í Valby, á efstu hæð