miðvikudagur, apríl 30, 2008








Tréið fyrir utan stofugluggann hjá mér og Nb. ég bý á efstu hæð í blokk.









Nærmynd! Tréið blómstrar, bleik blóm















Hérna hef ég verið á námskeiði í dag og í gær.

Húsið er frá 1703, geri aðrir betur, og þakið er stráþak
















Og að lokum ein mynd af Slotsparken rústunum.
Þarf að skoða þetta allt betur eftir vinnu einn daginn, þ.e. þegar heilsan verður komin í lag.






Skýjað í dag og því ekki jafn mikil sól og í gær, heldur ekki alveg jafn hlýtt, en frábært veður engu að síður. Komin í 4 daga helgarfrí. Ætla á Bakken en annað er óráðið, jafnvægið ekki alveg upp á það besta. Fékk tíma hjá lækninum næsta þriðjudag en fæ ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en 21 mai og samkvæmt mínum útreikningum gæti ég nú verið dauð þá.

Vaknaði í stofusófanum í kvöld, skildi fyrst ekkert í að kominn væri morgun og svo ekkert í því að ég hefði sofið í sófanum, tók smá stund að átta sig á að ég væri komin í helgarfrí og að ég hefði lagt mig þarna þegar ég kom heim í dag.