laugardagur, mars 15, 2008

Veit ekki alveg hvað gera skal.
Ekki alveg sátt við vinnuna, nenni eiginlega ekki að vera heimski útlendingurinn lengur. Finnst það agalega fyndið á köflum en fæ nóg af því inn á milli. Og þegar það er orðið þannig að ég hafi ekki átt að skilja eitthvað sem á að hafa verið sagt en var aldrei þá er komið nóg. Þegar það er þannig að sagt er þú áttir að segja ég skil ekki, sem ég geri, þá verð ég pirruð. Þegar gefið er í skyn einhver bölvuð vitleysa á minn kostnað. Nei. Annars er tíminn fljótur að líða og ótrúlegt hvað langt er liðið, Mars mánuður er hálfnaður. Og nú skýn sólin beint í augun á mér. Stend í þrifum núna og stórþvotti. Gaman, gaman en þetta verður víst að gerast annað slagið. Ágætt hvað ég á mikið af fötum, þarf ekki alltaf að vera að þvo heldur tek ég svona rispur í því, þvæ annað slagið og þá alveg helling í einu.
Fór að hugsa um það í gærkvöldi hvað það er skrítið að ég á ekki neitt og hvað ég er hamingjusöm með það.
Elska helgar, þá get ég verið í friði enginn að rugla í mér.