þriðjudagur, mars 04, 2008

Blómin sem mamma gaf mér



Var svona ánægð þegar ég vökvaði blómin mín á föstudagskvöldið, tæplega mánuður síðan ég fékk þau og þau eru enn á lífi. Á laugardagsmorgninum var ég að horfa á nákvæmlega þetta blóm og spá í hvað yxi upp, hvort þetta yrði tré eða ekki þegar ég varð vör við þó nokkurn fjölda hvítra orma. Þar sem það eru hvorki fleiri né færri blómabúðir en tvær hér á móti æddi ég í aðra þeirra þar sem mér var sagt að moldin væri sjúk og mér ráðlagt að henda plöntunni. Ég var ekki alveg til í það og spurði hvort ekkert annað væri sem ég gæti gert, ég fékk ráð og plantan er undir minni ströngu læknishendi nú. Gengur vel so far, ekkert bólað á óþverra þessa daga síðan ég varð vör við þetta, en geri mér grein fyrir að hann/þeir gætu birst næstu vikurnar.
Gluggakistufélaginn sem einnig er í sóttkví þó ekki hafi orðið vart neinna einkenna hrottaveikinnar.