miðvikudagur, mars 19, 2008

Hummmmmmmmmmmm...

...Letidagur í dag. Lokað í vinnunni og ég því heima. Fór á pósthúsið og sótti pakka frá bróður mínum elskulegum. Í pakkanum var páskaegg með bleikum páskaunga bara sætt, 2 dósir páskaöl og svo lakkríspoki. Hann Kristján (og væntanlega Selma líka) er bara sætur, takk fyrir mig. Var á skyndihjálparnámskeiði í gær var svo komin heim rétt fyrir 18 og ákvað að leggja mig aðeins upp í sófa, haha vaknaði kl. 07 í morgun. Heitir þetta ekki uppsöfnuð þreyta?
Er enn að bíða eftir að netið komist í lag og orðin frekar pirruð á þessu.

Held að foreldrar mínir séu á leið suður núna og stefni svo á Rússland í fyrramálið. Það verður upplifun fyrir þau.

Jæja er að hugsa um að halda áfram með hrottalega spennandi bókina sem ég er að lesa.