sunnudagur, mars 16, 2008

Í gær...

...var fæðingardagur Caesars ef mig misminnir ekki alveg hrottalega.
Í gær dó Sigurbjörg.
Ég held að við höfum báðar vitað það þegar ég heimsótti hana um jólin að við myndum ekki sjást aftur í þessu lífi og ég held að við höfum báðar vitað að hin vissi það. En svona er víst lífið, maður fæðist, lifir og deyr. Held að það sé ekkert meira um það að segja.

Það á að fara að taka Buddinge station í gegn, hún er mjög hættuleg. Þetta truflar allar vinnusamgöngur mínar mjög. Togið fer þarna í gegn og nú þarf ég að breyta öllu. Breytingarnar verða í eina viku nú og svo í allt sumar og í haust. Hingað til hef ég tekið 1 strætó og tvær lestar í vinnu og svo annað eins á leið heim en á morgun og á þriðjudag verður það strætó, 2 lestar og strætó aðra leiðina og svo annað eins til baka. Er ekki alveg búin að skoða sumarið en held það sé til önnur og betri lausn.

Næsta vika er bara 2 vinnudagar og svo páskafrí, en ég er bara að vinna annan daginn því svo fer ég á langþráð skyndihjálparnámskeið á þriðjudaginn. svo er komið frí þar til á þriðjudeginum í vikunni þar á eftir. Veit ekkert hvað ég geri á eftir að klára eitt stykki skattaskýrslu, svo er það náttlasta ræktin alveg bara daglega og svo á ég víst von á pakka í pósti frá bróður mínum og mig grunar sterklega páskaegg og þá yrði ég nú ánægð í minni súkkulaði síki.

Á enn eftir að setja inn myndina af danska snjónum, hún kemur einhvern daginn, þetta var nú bara föl, en gaman af þessu.