föstudagur, mars 28, 2008

Held ég sé alveg að fara að...

...taka nýsku dana til fyrirmyndar. Alltaf að hugsa, legg mig fram um að muna að slökkva ljósin, láta ekki vatnið renna, fer í sturtu í ræktinni, fer í ræktina þó ég nenni því varla því þar er sturtan, spái í hitanum á ofnunum, skoða alltaf tilboðin í búðunum og síðast en ekki síst og þá blöskraði mér nú er farin að spá í að það sé nóg pláss í bakpokanum eða að ég sé með auka poka þannig að ég þurfi ekki að kaupa hann. Þetta er svo sem gott mál þegar litið er til þess að ég lagði á mig þriggja ára háskólanám til að komast í eitt af verst launuðu störfum sem til eru. Og fyrir utan það þá bý ég víst í dýrustu borg Danmerkur. Dýrari húsaleiga, samgöngur, matur og allt annað heldur en alls staðar annarsstaðar í dk.