fimmtudagur, mars 06, 2008

Síðasti tíminn í dönsku í dag. Blendnar tilfinningar það. Þetta er gaman, en ágætt að því leyti að fimmtudagarnir voru allt of langir.

Komst að því í gær að það á að loka einhverri lestarstöðinni milli mín og vinnunnar einhverntímann í vor eða sumar þannig að ég þarf að læra nýja leið í vinnuna. Mér finnst það alltaf vera eitthvað.
Þegar ég er búin að redda eða ganga frá einhverju þá kemur eitthvað nýtt sem ég get farið að garfa í og ég sem bíð eftir rólega lífinu. Jæja er enn að bíða eftir að netið hér á bæ komist í lag.

Það var frost hér í nótt og frekar kalt, um 10 í morgun var einhvern vegin úti eins og á Íslandi í Oktober eða nóvember. Og ég held alltaf að vorið sé að koma, hummmmmmmmmmmm.
Jæja það gerist væntanlega einhvern tímann.
Það er alltaf að koma helgi, get svo svarið það þetta er ekki eðlilegt.

Búin að redda mér korti eða aðgangi að bókasafni, hef samt enn ekki tekið neitt, nóg að lesa í sambandi við vinnuna og svo læra dönskuna.
Ætla svo að fara að koma mér í ræktina, fæ aðgang að stöð í Gladsaxe út á vinnuna og var að hugsa um að reyna að kanna það dæmi um helgina. Ef mér líst ekki á það er það bara Fitnessdk hér í Valby

Þarf reyndar að byrja á að haga mér eins og túristi í Gladsaxe þá þar sem ég rata ekkert þar nema í vinnuna.