föstudagur, mars 28, 2008

Jæja fer á nokkra klukkutíma námskeið núna vikulega, hlusta og hlusta á dönsku og rembist við að skilja hana. Í síðustu viku fór ég á langþráð skyndihjálparnámskeið. Námskeiðið sem mig langaði alltaf á á Íslandi, ég tuðaði og tuðaði um það en aldrei gerðist neitt. Hérna hef ég ekki minnst á þetta en var send á eitt slíkt námskeið í síðustu viku. Fékk loksins námskeiðið en það var á dönsku, ég sat frá 8.30 - 15.30. ég þurfti virkilega að skilja því þetta var náttla verklegt líka. Í gær fór ég á námskeið fyrir fólk sem er nýbyrjað að vinna hjá Gladsaxe Kommune. Þetta var í raun kynningarnámskeið á kommúnunni. Mjög áhugavert eða eitthvað, komst allavega að því að í Gladsaxe búa yfir 60.000 manns (en ekki ég), hélt ekki að kommúnan væri svona stór, hélt hún væri kannski svipað stór og Akureyri. 10% þeirra sem vinna þar eru útlendingar (og ég tilheyri þeim hópi.) Allavega í kaffinu (danir þurfa alltaf að fá einhverja næringu á öllum fundumm og hittingum) kom kona til mín, hún vinnur við tölvukerfið í ráðhúsinu, við vorum að spjalla og búnar að því í smátíma þegar hún spurði hvað ég hefði verið að gera áður. Ummmmmmmmmm, ég var að vinna með fötluðum á Íslandi, ég er íslensk. Henni fannst danskan mín góð, eftir svo stuttan tíma hér. Ég sýg í mig allt hrós. Hún sagðist hafa verið á Íslandi fyrir einu og hálfu ári og henni fannst fólk á mínum aldri ekki tala dönsku en alveg perfect ensku, kannski vegna þess að það væri meiri not fyrir enskuna. Ég sagði henni nú ekki að sennilega nálgaðist Enskan mín það að vera perfect.
Já og eitt enn þetta var í ráðhúsinu í Gladsaxe, það er semsagt ráðhús þar og borgarstjórinn er kona.
Á næsta mánudag fer ég svo á þriggja tíma fyrirlestur eftir vinnu fyrir leikskólakennara, þetta hefur með talkennslu að gera.
Annars er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, er að verða búin að vera hér í 3 mánuði. Tíminn var ekki svona fljótur að líða fyrir ári síðan, þá rétt silaðist hann áfram.