mánudagur, febrúar 04, 2008

Jæja loksins flutt til Valby. Það gerðist á föstudagskvöldið. Íbúðin ferlega lítil og sæt. Og ég svo ánægð. Eigur mínar frá Íslandi eru væntanlegar eftir hádegi á morgun og móðir mín og systir fyrir hádegi og hún Sigríður duglega ætlar að hendast út á flugvöll og sækja þær kellur. Fékk skattkortið loks fyrir helgi, það er svo mikið að gera á danskri skattaskrifstofu þegar nýárið er skollið á að það er mun meira að gera en annan tíma ársins. Mætti alltof snemma í vinnu í morgun, þarf að taka strætó, togið sem ég þarf svo að skipta um á miðri leið og labba svo síðasta spölinn, þannig að ég vildi vera örugg á að mæta á réttum tíma. Þetta gekk allt eins og í sögu og sama hvað ég flýtti mér lítið síðasta spölinn þá var ég samt mætt í vinnu 35 mín áður en ég átti að mæta og var spurð hvort ég hefði eitthvað ruglast á klukkunni. Nei hún Sigríður nýflutta ruglaðist ekkert, hún var bara stressuð á klukkunni og að flýta sér eins og stundum áður. Hummmmmmmmmmmmmmm!!!
Fyndið eftir á þegar maður hefur séð fólk rífast við ósýnilegar manneskjur á Aðalbrautarstöðinni, eða konan sem var vel drukkin á einni stöðinni um miðjan dag í gær, pínulítil asíukelling sem vaggaði svo drukkin var hún, fór svo að röfla við einhverjar unglingsstelpur sem stóðu þarna.
Danska hljómar ekki lengur eins og hrognamál heldur er fólk virkilega að segja eitthvað, er farin að skilja og farin að blanda sífellt meiri dönsku inn í enskuna mína, það eru farnar að birtast heilu setningarnar og það er best þegar ég er að flýta mér eða má ekki vera að því að hugsa um hvernig ég ætla að segja þetta eða hitt þá koma þær réttar. Í dag spurði ég hvernig ætti að segja eitthvað fékk tvær setningar til baka sem ég gæti notað, ég blandaði þeim saman, bjó til eina úr þeim, svona glimrandi. Annars gerist nú ekki mikið, fer á fætur fyrir allar aldir, eyði góðum tíma í að komast í og úr vinnu osfrv. Annars finnst mér alltaf eitthvað spaugilegt vera að gerast þannig að ég ætti að blogga oftar. Þar sem ég er nú komin í betra netsamband þá gerist það kannski.
Já eitt er búin að vera að velta því fyrir mér hvað það er hálvitalegt að læra að rata í myrkri en það gerði ég í Janúar, það er fyrst núna síðustu daga sem ég er virkilega að sjá Kaupmannahöfn. Hef samt verið að fara þvert yfir hana tvisvar á dag frá áramótum.