sunnudagur, júní 24, 2007

Jæja...

...held ég sé bara byrjuð á þessari vitleysu aftur. Og ástæðan, hummmmmm, uppgötvun sem gerði mig svo undrandi. En þetta gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig, síðan svo ljót og ég búin að ætla að breyta henni svo lengi. Gat bara ekki meir, eftir að hafa eitt öllu út af síðunni (þ.e. þessu gamla) þá bara varð ég að breyta öllu templeitinu áður en nokkur stafur færi þarna inn. Jæja að uppgötvun dagsins: semsagt tók mig til í gærkvöldi og byrjaði að lesa grunnskólakennslubók í dönsku og nátturlega á dönsku. Móðir mín, kennarinn, lánaði mér hana í gær. Og þá að uppgötvuninni: bókin er áhugaverð og skemmtileg og fræðandi o.s.frv. Jæja undrunin er sú að ég ætlaði ekki að geta slitið mig frá bókinni og í kvöld fann ég að það var efst á listanum að halda lestrinum áfram.
Einhvern tímann hefði nú verið eitthvað að ef ég hefði sóst í að lesa á dönsku og hvað þá kennslubækur!