miðvikudagur, júní 27, 2007

já veit eiginlega (eða hreint út sagt) ekki hvað ég ætlaði að skrifa, en eitthvað hlýtur það að hafa verið merkilegt. Var að vinna í kvöld, svo til enginn heima á þeim bænum þannig að ég horfði á Stöð 2. Uppbyggilegt - mjög svo, eða ekki. Er ekki með stöð 2 heima þannig að, um að gera að horfa á hana annars staðar. Var að horfa á Opruh, hjá henni var leikkonan sem leikur Carrie Bradshaw í SITC, Inga segir að ég sé lík henni, Omma mági hennar finnst ég aftur á móti alveg eins og einhver leikkona af öllum kynþáttum sem leikur í einhverjum læknaþáttum á stöð 2. Gat nú ekki séð að þær tvær væru á nokkurn hátt líkar eða ættu neitt sameiginlegt. Þannig að eitthvað hlýt ég að vera stórundarleg í framan, með mjög ósamstætt andlitslag eða eitthvað. Jæja sitt sýnist hverjum. Ég er sæmilega sátt og það er það sem skiptir mestu, er það ekki? Mætti reyndar vera aðeins hærri, en hvað um það. Búðirnar klikka yfirleitt á að selja föt í strumpastærð en jæja ég eyði þá bara minni pening á þeim vettvangi. Sem er bara gott mál því útlandið og námið bíður. Held annars að ég sé að koma mér í eitthvað kaupæði þessa dagana, en ég má það kannski alveg. Já held ég slái því bara föstu hér með.
Og held ég sé hætt, þetta er komið í algjöra steypu.