mánudagur, júní 25, 2007

"Hverra manna ert þú vinur - vinan"

Upplifði svolítið í dag sem fékk mig virkilega til að hugsa. Fór með bílinn á verkstæði í dag, litla elskan mín er nefnilega á leið í skoðun. Fór síðan seinnipartin og sótti hann. Fattaði síðan seint og um síðir að maðurinn sem afgreiddi mig sagði mér bara að hann þyrfti að fara niður að sækja reikninginn og lykilinn, hann spurði mig aldrei að nafni, bílnúmeri eða bíltegund. Er ég kannski dóttir Júlla Jónasar? Hver þeirra þá? Er ég kannski þessi litla, dökkhærða? Eða er ég kannski dóttir konunnar hans Júlla? Hvor þeirra þá? Kannski þessi litla, dökkhærða? Eða er ég kannski þessi sem er alltaf að þvælast út um allt með fatlaða fólkinu?
Þess má geta að ég skildi bílinn eftir þarna fyrir 8 í morgun, áður en opnaði. Var reyndar búin að panta tíma en því fylgdi engin útlitslýsing.